Gamla testamentið 2022
14.–20. mars. 1. Mósebók 42–50: „Guð sneri því til góðs“


„14.–20. mars. 1. Mósebók 42–50: ‚Guð sneri því til góðs,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„14.–20. mars. 1. Mósebók 42–50,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jósef frá Egyptalandi

Teikning af Jósef frá Egyptalandi, eftir Robert T. Barrett

14.–20. mars

1. Mósebók 42–50

„Guð sneri því til góðs“

Öldungur David A. Bednar sagði: „Sá andlegi skilningur sem þið og ég höfum verið blessuð með … verður einfaldlega ekki yfirfærður á aðra“ („Seek Learning by Faith,“ Ensign, sept. 2007, 67). Hvernig hyggist þið hjálpa meðlimum bekkjarins að hljóta andlegan skilning fyrir sig sjálfa?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að gefa meðlimum bekkjarins kost á að miðla einhverju sem þeim fannst mikilvægt í sjálfsnámi og fjölskyldunámi sínu, gætuð þið spurt spurninga eins og þessara í upphafi kennslunnar: Hvaða vers í þessum kapítulum vöktu áhuga ykkar? Hvaða vers fannst ykkur þið knúin til lesa oftar en einu sinni? Hvaða versi miðluðuð þið öðrum? Hvaða vers leiddu til skilningsríkrar umræðu með fjölskyldu eða vinum?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 45:1–15; 50:15–21

Fyrirgefning færir frið.

  • Áður en þið hefjið umræðu um hvað reynsla Jósefs kennir um fyrirgefningu, gæti verið gagnlegt að fá einhvern til að segja stuttlega frá sögunni í 1. Mósebók 37; 39–45. Afhverju gæti það hafa verið Jósef erfitt að fyrirgefa bræðrum sínum? Hvaða reynsla eða viðhorf gæti hafa veitt Jósef styrk til að fyrirgefa? (sjá t.d. 1. Mósebók 45:1–15 eða 50:15–21). Hvernig getur fordæmi Jósefs hjálpað okkur að vera fúsari til að fyrirgefa?

    Myndbandið „Forgiveness: My Burden Was Made Light [Fyrirgefning: Byrði mín varð léttari]“ (ChurchofJesusChrist.org) sýnir annað innblásið dæmi um fyrirgefningu. Hvernig hjálpar frelsarinn okkur að fyrirgefa öðrum?

  • Hvaða blessanir hlutust af því að Jósef fyrirgaf bræðrum sínum? Það gæti verið áhugavert að bera saman ástand fjölskyldu Jósefs í upphafi sögunnar (sjá t.d. 1. Mósebók 37:3–11) og ástand hennar í lok sögunnar (sjá 1. Mósebók 45:9–15; 50:15–21). Hvaða hlutverki gegndi fyrirgefning í breytingunni sem varð á fjölskyldu Jósefs? Hvernig gætu málin hafa þróast öðruvísi, ef Jósef hefði ekki verið fús til að fyrirgefa? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að leggja til hvernig þessi saga gæti hjálpað fjölskyldu á okkar tíma að sigrast á ágreiningi og afbrýði.

1. Mósebók 45:5–11; Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:24–38 (Þýðing Josephs Smith Viðauki)

Líf Jósefs frá Egyptalandi, Móse og Josephs Smith vitna um hlutverk Jesú Krists.

  • Með auknu ljósi hins endurreista fagnaðarerindis, vitum við að Jósef, sem bjargaði fjölskyldu sinni frá hungursneyð, spáði líka fyrir um miklar blessanir sem dag einn myndu hljótast með Móse og Joseph Smith. Allir þessir spámenn vísa til hins mikla bjargvættar okkar, Jesú Krists. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá frelsarann í þjónustu þessara þriggja spámanna, gætuð þið teiknað dálka á töfluna, svipaða þeim sem og sýndir eru í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu fyllt í þá í sameiningu. Þeir gætu síðan bætt við dálkum til að lýsa verki Jósefs frá Egyptalandi, Móse og Josephs Smith og notað til þess það sem þeir lærðu í 1. Mósebók 45:5–11 og Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:24–38 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki). Hvernig vitnar þjónusta þessara spámanna um og vísar til hlutverks frelsarans? (Finna má dæmi samlíkingar í lífi Jósefs frá Egyptalandi og lífi frelsarans í 1. Mósebók 37:3 og Matteus 3:17; 1. Mósebók 37:26–28 og Matteus 26:14–16; 1. Mósebók 45:5–7 og Lúkas 4:18; og 1. Mósebók 47:12 og Jóhannes 6:35; sjá einnig HDP Móse 6:63.)

    Ljósmynd
    Jósef frá Egyptalandi sér Joseph Smith í sýn taka á móti gulltöflunum

    Teikning af Jósef frá Egyptalandi, eftir Paul Mann

1 Mósebók 50:19–21

Guð getur hjálpað okkur að finna merkingu í þrengingum okkar.

  • Þótt Jósef hafi ekki fyllilega skilið afhverju hann gekk í gegnum svo miklar þrengingar meðan á þeim stóð, þá sá hann eftir á að „Guð sneri til góðs“ mótlæti hans í Egyptalandi (1. Mósebók 50:20). Hvernig hefðum við hughreyst Jósef, ef við hefðum getað vitjað hans í pittinum eða í fangelsinu? Hvernig gæti hugsunin sem tjáð er í 1. Mósebók 50:19–21 hjálpað okkur á erfiðum tíma? Ef til vill væru meðlimir bekkjarins fúsir til að ræða hvernig Guð hefur blessað þá, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiða reynslu. Sýnið t.d. myndbandið „Unto All the World: The Sam Family [Til alls heimsins: Sam-fjölskyldan]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hverju bætir Kenning og sáttmálar 122 við skilning okkar á þessari reglu?

Ljósmynd
additional resources icon

Fleiri heimildir

Líf spámanna ber vitni um Jesú Krist og hlutverk hans.

Líf Jósefs frá Egyptalandi, Móse og Josephs Smith getur minnt okkur á Jesú Krist. Meðlimir bekkjarins gætu útfyllt þessa töflu og síðan bætt við dálki fyrir Jósef frá Egyptalandi (sjá 1. Mósebók 45:5–11), Móse (sjá Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:24, 29, 34–36 [í Þýðing Josephs Smith Viðauki]) og Joseph Smith (sjá Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 50:26–28, 30–33 [í Þýðing Josephs Smith Viðauki]).

Jesús Kristur

Hverjum var bjargað?

Frá hverju var þeim bjargað?

Hvað var gert til að bjarga þeim?

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem stuðla að vitnisburði. Að spyrja spurninga sem hvetja nemendur til að gefa vitnisburði sína, getur verið áhrifarík leið til að bjóða andanum í kennsluna. Þegar þið t.d. kennið 1. Mósebók 45:1–15, gætuð þið spurt spurninga eins og þessarar: „Hvaða blessanir hafið þið upplifað af því að fyrirgefa einhverjum?“ (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 32).