Gamla testamentið 2022
28. febrúar–6. mars. 1. Mósebók 28–33: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað“


„28. febrúar–6. mars. 1. Mósebók 28–33: ‚Sannarlega er Drottinn á þessum stað,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„28. febrúar–6. mars. 1. Mósebók 28–33,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Tijuna-musterið, Mexíkó

28. febrúar – 6. mars

1. Mósebók 28–33

„Sannarlega er Drottinn á þessum stað“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, íhugið þá af kostgæfni hvaða reglur í 1. Mósebók 28–33 gætu verið gagnlegastar meðlimum bekkjar ykkar. Eftirfarandi hugmyndum er ætlað að auðga sjálfsnám ykkar og innblástur.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ein blessun þess að vera saman í námsbekk sunnudagaskólans er að meðlimir geta hjálpað hver öðrum að skilja merkingu ritningarversa. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla sessunaut sínum því sem heilagur andi kennir þeim er þeir læra ritningarnar í þessari viku. Bjóða mætti nokkrum að miðla bekknum því sem þeir ræddu. Það gæti verið tilvalið að byrja þannig umræður námsbekkjarins.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1 Mósebók 28:10–22

Við gerum sáttmála við Guð í musterinu.

  • Hvernig gætuð þið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna merkingu í reynslu Jakobs í Betel, eins og lýst er í 1. Mósebók 28:10–22? Þeir gætu byrjað á því að rifja upp 1. Mósebók 27:41–45; 28:1–5 og íhugað líf Jakobs á þeim tíma. Hvernig gæti Jakobi hafa liðið? Meðlimir bekkjarins gætu síðan kannað 1. Mósebók 28:10–22. Hvernig varð þessi reynsla Jakobi til blessunar? Hvernig gæti hann hafa látið huggast? Hvernig gæti reynsla Jakobs innblásið okkur er við tilbiðjum í musterinu? Námsbekkurinn gæti líka sungið, lesið eða hlustað á „Hærra minn Guð til þín, sem er byggður á þessum versum (Sálmar, nr. 32). Þeir gætu miðlað setningum úr sálminum eða í 1. Mósebók 28:10–22 sem minnir þá á eigin upplifanir við að reyna að komast nær frelsaranum.

  • Stiganum sem Jakob sá í draumi sínum hefur oft verið líkt við musterissáttmála. Ef til vill gætuð þið sýnt eða teiknað mynd af stiga og musteri. Meðlimir bekkjarins gætu rifjað upp 1. Mósebók 28:10–22 og rætt hvað stiginn í draumi Jakobs kennir okkur um musterið. Hvað annað finnum við í þessum versum sem minnir okkur á blessanirnar sem við hlutum vegna musterissáttmála okkar? (Sjá „About the Temple Endowment [Um musterisgjöfina]“ og „About a Temple Sealing [Um musterisinnsiglun]“ [temples.ChurchofJesusChrist.org].)

  • Tl að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga loforð sáttmála Abrahams sem Drottinn endurnýjaði með Jakobi, gætuð þið beðið þá að lesa 1. Mósebók 28:10–15 og ræða hvernig við getum hlotið þessar blessanir á okkar tíma (sjá einnig 1. Mósebók 12:2–3). Þeir gætu líka lesið orð Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir,“ og leitað þar blessana sem hljótast af því að gera og halda sáttmála. Hvernig var Jakob blessaður af því að meðtaka loforðin í 1. Mósebók 28:10–15? Hvaða tengingu sjáum við á milli atburðanna í þessum versum og atburðanna í 1. Mósebók 29 og 30 (Jakob kvænist og fæðing barna hans)? Hvernig blessar Drottinn okkur er við gerum og höldum helga sáttmála?

Ljósmynd
Jakob og Esaú faðmast

Teikning af Jakobi og Esaú að faðmast, eftir Robert T. Barrett

1. Mósebók 32–33

Frelsarinn getur hjálpað okkur að sigrast á ágreiningi innan fjölskyldna okkar.

  • 1. Mósebók 32–33 gæti veitt þeim meðlimum bekkjarins innblástur sem reyna að græða eigin fjölskyldusambönd. Það gæti verið gagnlegt að biðja einn meðlim bekkjarins að gera stutta samantekt á framvindu atburða í 1 Mósebók 27. Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur má finna spurningar til að íhuga við að læra 1. Mósebók 32–33. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins valið eina þessara spurninga og leitað svara í kapítulunum. Þeir gætu líka verið fúsir til að segja frá eigin upplifunum við að styrkja erfið sambönd í fjölskyldu sinni. Hvetjið þá til að segja frá því hvernig himneskur faðir hjálpaði þeim.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við erum börn sáttmálans.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

Við skírnina gerum við sáttmála um að þjóna Drottni og halda boðorð hans. Þegar við neytum sakramentisins, endurnýjum við þann sáttmála og lýsum yfir vilja okkar til að taka á okkur nafn Jesú Krists. Þannig erum við ættleidd synir hans og dætur og nefnumst bræður og systur. Hann er faðir okkar nýja lífs. Að lokum getum við í hinu heilaga musteri orðið samarfar að blessunum eilífrar fjölskyldu, eins og heitið var Abraham, Ísaki, Jakobi og niðjum þeirra. Þannig er himneskt hjónaband sáttmáli upphafningar.

Þegar okkur verður ljóst að við erum börn sáttmálans, vitum við hver við erum og til hvers Guð ætlast af okkur. Lögmál hans er skráð í hjörtu okkar. Hann er Guð okkar og við erum þjóð hans. Skyldurækin börn sáttmálans haldast staðföst, jafnvel mitt í mótlætinu. Þegar sú kenning er djúpt greipt í hjörtu okkar, mun jafnvel broddur dauðans dofna og andlegur þróttur okkar aukast“ („Sáttmálar,“ aðalráðstefna, október 2011).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að bregðast við innblæstri. „Sönn trúarleg umbreyting er meira en að finna aðeins andann staðfesta sálinni sannleika; við verðum líka að bregðast við þeim sannleika. Auk þess að hjálpa nemendum að skynja og bera kennsl á andann, ættuð þið að hjálpa þeim að bregðast við innblæstrinum sem þeir hljóta“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).