Gamla testamentið 2022
7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41: „Drottinn var með Jósef “


„7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41: ‚Drottinn var með Jósef,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. mars. 1. Mósebók 37–41,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jósef frá Egyptalandi í fangelsi

Teikning af Jósef frá Egyptalandi í fangelsi, eftir Dilleen Marsh

7.–13. mars

1. Mósebók 37–41

„Drottinn var með Jósef“

Þess er ekki vænst að þið kennið öll verkefnin í þessum lexíudrögum. Þegar þið búið ykkur undir kennslu, biðjið þess þá að andinn muni hjálpa ykkur að vita hvaða verkefni (ef einhver) í þessum lexíudrögum muni best uppfylla þarfir námsbekkjar ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir lærðu í sjálfsnámi og fjölskyldunámi sínu, gætuð þið beðið þá að finna orðtak í 1. Mósebók 37–41 þar sem finna má lexíu eða reglu sem þeim finnst mikilvæg.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 37:1–28; 39; 40:1–19; 41:9–45

„Drottinn var með Jósef“ í mótlæti hans.

  • Líkt og Jósef, þá gætu meðlimir bekkjar ykkar verið að ganga í gegnum erfiðleika. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna innblástur í dæmunum um Jósef, gætuð þið skipt þeim í þrjá hópa og beðið hvern hóp að rifja upp einn af eftirfarandi ritningarhlutum: 1. Mósebók 39; 40:1–19; eða 41:9–45. Hver hópanna gæti síðan miðlað því hvernig Drottinn var með Jósef í áskorunum hans. Meðlimir bekkjarins gætu, eins og viðeigandi er, sagt frá tilvikum þar sem Drottinn var með þeim á erfiðum tíma. Hvernig getum við lært að skynja betur nálægð Drottins í lífi okkar?

  • Þessi sýnikennsla getur útskýrt hvernig við getum risið ofar mótlæti: Setjið léttan hlut, svo sem lítinn plastbolta, í botninn á íláti sem síðan er fyllt að hálfu af hrísgrjónum eða baunum. Biðjið einhver að hrista ílátið varlega uns boltinn verður efst í ílátinu. Hvernig var Jósef eins og boltinn? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað dæmum um Jósef rísa ofar mótlæti með hjálp Drottins í 1. Mósebók 37:5–11; 39; 40:1–19; 41:9–45. Þeir gætu líka sagt frá tilvikum þar sem Drottinn hjálpaði þeim á svipaðan hátt.

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að syngja eða lesa texta sálms um að velja rétt, til að mynda „Breytið nú rétt“ (Sálmar, nr. 97). Meðlimir bekkjarins gætu fundið skilning eða orðtök í 1. Mósebók 37:1–28; 39; 40:1–19; 41:9–45 sem útskýra boðskap sálmsins. Hvernig var Jósef blessaður þegar hann gerði rétt, þrátt fyrir mótlætið? Hvenær hefur Drottinn blessað okkur á tíma mótlætis fyrir rétta breytni?

1. Mósebók 37:5–11; 40; 41:1–38

Ef við erum trúföst, mun Drottinn leiða okkur og innblása.

  • Þótt allir hljóti ekki persónulega opinberun með draumum, þá er ýmislegt sem við gætum lært um opinberun af þessari reynslu Jósefs, þjóna Faraós og Faraós. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að rifja upp 1. Mósebók 37:5–11; 40:5–8; 41:14–25, 37–38 og miðla öllu sem þeir læra um opinberun. Þið gætuð líka boðið þeim að segja frá því sem hefur hjálpað þeim að búa sig undir að hljóta, skilja og bregðast við opinberun.

    Ljósmynd
    Jósef ræður drauma í fangelsi

    Jósef ræður drauma byrlarans og bakarans, eftir François Gérard

1 Mósebók 39:1–20

Með liðsinni Drottins getum við flúið freistingar.

  • Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu um að standast freistingar við lestur 1. Mósebókar 39 í þessari viku. Hvað gerði Jósef til að sigrast á freistingu? (sjá vers 7–12). Myndböndin „Leave the Party [Yfirgefa partíið]“ og „Dare to Stand Alone [Þora að standa einn]“ (ChurchofJesusChrist.org) sýna fólk sem sporna gegn freistingu. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að skrá hvaðeina sem þeir geta gert til að tengjast krafti Guðs þegar freistingar herja á. (Meðlimir bekkjarins gætu fundið hugmyndir í Matteus 4:1–11 eða í ritningunum undir „Freista, freisting“ í Leiðarvísi að ritningunum [churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl].)

  • Hvernig getið þið notað fordæmi Jósefs til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sigrast á þeirri freistingu að drýgja kynlífssynd? Auk þess að rifja upp 1. Mósebók 39:1–20, gætu meðlimir bekkjarins horft á myndbandið „Chastity: What Are the Limits? [Skírlífi: Hvar eru mörkin]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða rifjað upp „Kynferðislegur hreinleiki“ (í Til styrktar æskunni [2011], 35–37). Þeir gætu miðlað því sem þeir lærðu um að standa gegn hugsunum, orðum og gjörðum sem leiða til kynlífssyndar. Að rifja upp „Iðrun“ (í Til styrktar æskunni, 28–29) gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja það tækifæri að iðrast sem Jesús Kristur býður okkur.

1. Mósebók 41:15–57

Við ættum að búa okkur undir hugsanlega erfiðleika.

  • Þið gætuð beðið einn meðlim bekkjarins að að lýsa draumi Faraós (sjá 1. Mósebók 41:15–24) og annan að segja frá túlkun Jósefs (sjá vers 25–32). Hvað lagði Jósef til að gert yrði? (sjá vers 33–36, 47–49). Hver er lexía þessarar frásagnar fyrir okkar tíma? (sjá leiðsögn Gordons B. Hinckley forseta í „Fleiri heimildir“).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Búa sig undir örðugar tíðir.

GordonB. Hinckley forseti sagði: „Ég hvet ykkur til að vera hófleg í útgjöldum ykkar; sýnið sjálfsstjórn við innkaupin, til að forðast skuldir að svo miklu leyti sem það er hægt. Greiðið skuldir eins fljótt og þið getið. … Hafið varasjóð, jafnvel þótt rýr sé“ („To the Boys and to the Men,“ Ensign, október 1998, 54).

Bæta kennslu okkar

Að hlusta er kærleiksverk. „Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur að skilja hvað meðlimir bekkjarins segja. Þegar þið hlustið vandlega á það sem þeir segja og segja ekki, munið þið fara að skilja betur þarfir þeirra“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 34).