Gamla testamentið 2022
21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27: Sáttmálinn er endurnýjaður


„21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27: Sáttmálinn er endurnýjaður,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„21.–27. febrúar. 1. Mósebók 24–27,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Rebekka

Teikning af Rebekku, eftir Dilleen Marsh

21.–27. febrúar

1. Mósebók 24–27

Sáttmálinn er endurnýjaður

Þegar þið lesið 1. Mósebók 24–27, biðjið þá til að vita hvernig þið getið hvatt meðlimi bekkjarins til að sækjast sjálfir eftir upplifunum í ritningarnámi sínu.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla skilningi sínum úr 1. Mósebók 24–27, gætuð þið beðið þá að velja ákveðin ritningarvers sem innblása þá og skrifa þau á blaðrenning. Safnið saman blöðunum og veljið nokkra til lestrar og umræðu í námsbekknum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 24

Sáttmálshjónaband er nauðsynlegt eilífri áætlun Guðs.

  • Hin mikla áhersla sem Abraham lagði á það að finna Ísaki eiginkonu, veitir tækifæri til að ræða mikilvægi sáttmálshjónabands í áætlun Guðs. Meðlimir bekkjarins gætu kannað vandlega 1. Mósebók 24 til að hefja umræðuna og miðlað því sem Drottinn gerði til að leiða Ísak og Rebekku saman til hjónabands. Afhverju er hjónabandið Drottni mikilvægt? Þið gætuð miðlað meðlimum bekkjarins orðum öldungs D. Todds Christofferson í „Fleiri heimildir til að hjálpa þeim að ræða þessa spurningu.“ Hvað getum við gert til að tryggja að tilgangur Guðs með hjónabandið nái fram að ganga?

  • Spyrjið meðlimi bekkjarins að því hvaða eiginleika þeir hafi séð í fari maka, foreldra eða einhverra hjóna sem hafa stuðlað að trúföstu, hamingjuríku hjónabandi. Frásögnin í 1. Mósebók 24 greinir frá eiginleikum sem geta hjálpað einstaklingi að stuðla að hamingjuríkara hjónabandi – og á öðrum sviðum lífsins. Í versi 12 lærum við t.d. um handleiðslu bænar og í versi 19 um að leggja sig fram í þjónustu. Hvaða fleiri reglur getið þið fundið í þessum kapítulum? Meðlimir bekkjarins gætu líka kannað „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (KirkjaJesuKrists.is).

1. Mósebók 25:29–34

Við getum valið á milli stundaránægju og þess sem hefur meira gildi.

  • Hvernig gætuð þið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna persónulegar lexíur af reynslu Jakobs og Esaú? Ein leiðin er að biðja þá að búa til tvo dálka á töfluna – annan um eilífar blessanir sem Guð vill veita okkur og hinn um veraldlega hluti sem trufla okkur frá þeim blessunum. Meðlimir bekkjarins gætu síðan lesið 1. Mósebók 25:29–34, sett inn eitthvað úr fyrri dálknum í stað orðsins „frumburðarréttur“ og eitthvað úr síðari dálknum í stað orðsins „baunaréttur.“ Hvernig reynir óvinurinn að sannfæra okkur um að skipta á blessunum Guðs fyrir það sem hefur minna gildi? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að gefa hver öðrum ráð um hvernig einblína megi á frelsarann og hinar eilífu blessanir sem hann býður.

1. Mósebók 26:18–25, 32–33

Jesús Kristur er brunnur lifandi vatns.

  • Í 1. Mósebók 26 er greint frá nokkrum skiptum þar sem Ísak og heimilisfólk hans þurfti að grafa brunna til að finna vatn, sem krafðist oft mikils erfiðis. Sú staðreynd gæti hjálpað ykkur að kenna meðlimum bekkjarins um erfiðið sem fylgir því að gera hið „lifandi vatn“ frelsarans að veruleika í lífi okkar (sjá Jóhannes 4:10). Ef til vill gætuð þið útskýrt þetta með því að teikna á töfluna vatnsuppsprettu sem þakin væri miklum aur. Meðlimir bekkjarins gætu skipst á við að þurrka út hluta aursins meðan þeir lýsa því hvernig finna má hið lifandi vatn frelsarans. Hvetjið þá til að nota Leiðarvísi að ritningunum til að finna vers sem tengjast því sem þeir miðla.

    Ljósmynd
    forn brunnur

    Brunnur í Beerseba til forna, þar sem Abraham og Ísak grófu brunna.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Hjónabandið og fjölskyldan eru sköpun Guðs.

Öldungur D. Todd Christofferson nefndi nokkrar ástæður fyrir því að hjónabandið og fjölskyldan eru svo mikilvæg áætlun Guðs:

„Fjölskylda, sem grundvölluð er á hjónabandi karls og konu, er besta umgjörðin til að áætlun Guðs nái fram að ganga – til fæðingar barna, sem koma hrein og saklaus frá Guði, og þeirrar kennslu og undirbúnings sem þau þurfa til árangursríks jarðlífs og eilífs lífs í komandi heimi. Nauðsynlegt er að samfélag sé að meginhluta byggt á slíkum hjónaböndum, svo það fái þrifist og dafnað. …

… Við fullyrðum þó að hjónabandið og fjölskyldan séu ekki byggð á félagsvísindum, heldur á þeim sannleika að þau eru sköpuð af Guði. Það var hann sem í upphafi skapaði Adam og Evu í sinni mynd, karl og konu, og vígði þau saman sem eiginkonu og eiginmann, til að verða „eitt hold“ og margfalda og uppfylla jörðina. Hver einstaklingur hefur að geyma þessa guðlegu mynd, en það er í hjónabands-samfélagi karls og konu, er sameinast, sem við mögulega getum hlotið fulla merkingu þess að hafa verið sköpuð í mynd Guðs – karl og kona. … Slíkt hjónaband … er engu síðri hluti sæluáætlunarinnar en fallið og friðþægingin“ („Af hverju hjónaband og fjölskylda,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Bæta kennslu okkar

Hafið kenninguna að þungamiðju kennslunnar. Þegar þið biðjið meðlimi bekkjarins að miðla, gætið þess þá að leiða alltaf umræðuna að kenningunni í ritningunum. Þið getið gert það með því að biðja meðlimi bekkjarins að lesa ritningarhluta í námsbekknum, spurt hvað sagt er í ritningarversunum og beðið meðlimi bekkjarins að gefa vitnisburð sinn um kenninguna sem kennd er.