Gamla testamentið 2022
31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8: „Nói fann náð í augum Drottins“


„31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8: ‚Nói fann náð í augum Drottins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„31. janúar–6. febrúar. 1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Nói, fjölskylda hans, dýr, örkin og regnbogi

Teikning af Nóa fara úr örkinni, eftir Sam Lawlor

31. janúar–6. febrúar

1. Mósebók 6–11; HDP Móse 8

„Nói fann náð í augum Drottins“

Í þessum lexíudrögum er lögð áhersla á reglur í 1. Mósebók 6–11 og HDP Móse 8, en það eru ekki einu reglurnar sem þið gætuð fjallað um í kennslunni. Reiðið ykkur á þau andlegu hughrif sem þið hljótið þegar þið lærið ritningarnar.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla andlegum boðskap fyrir okkar tíma og nota til þess frásögnina um Nóa eða Babelsturninn. Hvetjið þá til að miðla ritningarversi til að styðja við boðskapinn.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 6–8; HDP Móse 8

Það felst andlegt öryggi í því að fylgja spámanni Drottins.

  • Ranglætið á tíma Nóa, getur fengið okkur til að hugsa um ranglætið sem við sjáum nú umhverfis okkur. Þið gætuð skrifað á töfluna Aðvaranir og Hughreystingar til að meðlimir bekkjarins fái sem mest út úr því að læra frásögnina um Nóa. Meðlimir bekkjarins gætu rifjað upp 1. Mósebók 6–8 eða HDP Móse 8:13–30 og fundið eitthvað sem þeim finnst vera mikilvæg aðvörun fyrir okkar tíma og eitthvað sem þeim finnst hughreystandi (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Þeir gætu skrifað það sem þeir finna undir viðeigandi fyrirsögn á töflunni. Afhverju er frásögnin um Nóa mikilvæg okkar tíma?

1 Mósebók 9:8–17

Tákn og merki hjálpa okkur að hafa hugfasta sáttmála okkar við Drottin.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að 1. Mósebók 9:8–17 sé lesin og ígrundað hvernig tákn eða merki geti verið áminning um sáttmála okkar. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla eigin hugsunum, gætuð þið komið með einhverja hluti í kennslustund sem minna okkur á mikilvæga hluti – svo sem giftingarhring, þjóðfána eða nafnspjald trúboða – og bera þessa hluti saman við „tákn“ regnbogans. Hvað kennir Þýðing Josephs Smith á 1. Mósebók 9:21–25 (sjá Þýðing Josephs Smith Viðauki) um þetta tákn? Hvernig notar Guð tákn eða merki til að hjálpa okkur að hafa sáttmála okkar hugfasta?

1. Mósebók 11:1–9

Eina leiðin til að ná til himna er að fylgja Jesú Kristi.

  • Frásögnin af íbúum Babel að byggja turn, er athyglisverð andstæða við frásögn Enoks og hans fólks sem byggði Síon, sem meðlimir bekkjarins lærðu í síðustu viku. Hvorir um sig voru þessir hópar að reyna að komast til himna en á ólíkan hátt. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að skrifa á töfluna hvaðeina sem þeir muna um íbúa Síonar (sjá HDP Móse 7:18–19, 53, 62–63, 69) og það sem þeir lærðu í 1. Mósebók 11:1–9 og Helaman 6:26–28 um íbúa Babels. Hvað er frábrugðið með þeim? Hvað kennir okkur þetta um eigin viðleitni til að snúa aftur til dvalar hjá Guði?

    Ljósmynd
    Babelsturninn

    Teikning af Babelsturninum, eftir David Green

  • Hin forna borg Babel er ekki til lengur, en það eru drambið og veraldarhyggjan sem hún er táknræn fyrir. Byrjið á því að láta meðlimi bekkjarins rifja upp 1. Mósebók 11:1–9 til að hjálpa þeim að heimfæra lexíur um Babelsturninn upp á eigið líf. Þið gætuð síðan dreift blaðræmum og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa það sem fólk gerir sem fjarlægir það Guði; þeir gætu síðan skrifað á aðra blaðræmu það sem fólk gerir sem færir það nær Guði. Þið gætuð haft gaman að því að raða fyrri blaðræmunum á borðið svo þær myndi turn og þeim síðari svo þær myndi musteri. Hverju hefur Guð séð okkur fyrir til að hjálpa okkur að „[ná] til himins“? (1.Mósebók 11:4; sjá einnig Jóhannes 3:16). Þið gætuð sungið sálm um þetta efni, t.d. „Hærra minn Guð til þín“ (Sálmar, nr. 32).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Lexíur frá Nóa.

Henry B. Eyring forseti sagði:

„Að láta hjá líða að taka spámannlegri leiðsögn, minnkar kraft okkar til að meðtaka innblásin ráð í framtíðinni. Besti tíminn til að ákveða að hjálpa Nóa að byggja örkina var í fyrsta sinn sem hann bað um það. Í hvert sinn sem þeir neituðu að veita aðstoð eftir þetta, minnkaði næmnin fyrir andanum. Svo fór því að í hvert sinn hljómaði bón hans kjánalegri, þar til rigningin kom. Þá var það um seinan.

Í hvert sinn í lífi mínu sem ég hef ákveðið að fresta því að bregðast við innblásinni leiðsögn eða talið mig undanskildan henni, hef ég komist að því að ég hef sett mig í skaðlega stöðu. Í hvert sinn sem ég hef hlustað á leiðsögn spámanns, staðfest hana í bæn og brugðist við henni, hef ég fundið öryggi á leið minni“ („Finding Safety in Counsel,“ Ensign, maí 1997, 25).

Afhverju lét Guð flóðið koma?

Sumir velta fyrir sér réttvísi Guðs í því að senda flóðið til að „afmá … mennina“ (1. Mósebók 6:7). Öldungur Neal A. Maxwell útskýrði að á tíma hins mikla flóðs, hefði „spillingin náð að tortíma sjálfræðinu að því marki að ekki var mögulegt og réttsýnt að senda anda hingað“ (We Will Prove Them Herewith [1982], 58).

Bæta kennslu okkar

Gefið tíma til ígrundunar. Góðar spurningar krefjast ígrundunar, könnunar og innblásturs. Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að ígrunda spurningu áður en þið biðjið um svarið. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 31–34.)