Gamla testamentið 2022
14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23: „Er Drottni nokkuð ómáttugt?“


„14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23: ‚Er Drottni nokkuð ómáttugt‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„14.–20. febrúar. 1. Mósebók 18–23,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Sara heldur á ungbarninu Ísak

Sara og Ísaki, eftir Scott Snow

14.–20. febrúar

1. Mósebók 18–23

„Er Drottni nokkuð ómáttugt?“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, hafið þá hugfast að margir meðlimir bekkjarins gætu sjálfir hafa hlotið innihaldsríkar upplifanir við lestur 1. Mósebókar 18–23. Hvað getið þið gert til að hvetja þá til að miðla slíkum upplifunum og innsýn? Íhugið að láta þann skilning hafa áhrif á umræðuna.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Prófraunir okkar og þrengingar verða oft afmarkandi stundir í lífi okkar. 1 Mósebók 18–23 lýsir nokkrum slíkum stundum í lífi Abrahams og Lot. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað versi sem þeir fundu í sjálfsnámi sínu í þessari viku, sem lýsir mögulegri afmarkandi stund fyrir Abraham. Þeir gætu síðan miðlað því sem þeir lærðu af þessu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 18:9–14; 21:1–7

Drottinn uppfyllir fyrirheit sín á sínum tíma.

  • Frásögnin í þessum versum getur verið hvetjandi fyrir þá meðlimi bekkjarins sem velta fyrr sér hvort loforð Guðs til þeirra verði uppfyllt. Það gæti verið gagnlegt, til að hefja umræður, að biðja meðlimi bekkjarins að rifja upp með einhverjum öðrum í námsbekknum frásögnina um loforð Guðs til Abrahams og Söru í 1. Mósebók 17:4, 15–22; 18:9–14 og uppfyllingu þeirra loforða í 1. Mósebók 21:1–7. Hvað í þessum versum vekur mestan áhuga meðlima bekkjarins? Hvaða sannleika sem tengist reynslu Abrahams og Söru getum við miðlað vini sem er vondaufur um að Guð muni uppfylla loforð sín? Hvaða öðrum ritningarversum eða upplifunum gætum við miðlað? (sjá t.d. Rómverjabréfið 8:28; Hebreabréfið 11; Mormón 9:19–21; Kenning og sáttmálar 88:64). Hvaða upplifunum gætu meðlimir bekkjarins miðlað þar sem loforð Guð uppfylltust í lífi þeirra? Hvernig getum við viðhaldið trú okkar þegar verið gæti að lofaðar blessanir hlytust ekki í þessu lífi? (sjá Hebreabréfið 11:8–13).

1. Mósebók 19:15–26

Við, sem lærisveinar Jesú Krists, ættum að flýja ranglætið og líta ekki um öxl.

  • Hvað finnst ykkur að meðlimir bekkjarins gætu lært af frásögninni um Lot og fjölskyldu hans er þau flúðu Sódómu og Gómorru? Ein möguleg nálgun er lögð til í framsetningu öldungs Jeffreys R. Holland í „Fleiri heimildir.“ Ef til vill gætuð þið miðlað henni námsbekknum eftir samantekt framvindunnar sem lýst er í 1. Mósebók 19:15–26. Hvernig eða við hvaða aðstæður lítum við stundum um öxl (sjá vers 26) þegar við ættum að líta fram í trú á frelsarann? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá upplifunum sem skýra mikilvægi þess að líta ekki um öxl. Hverju bætir Lúkas 9:62 við skilning okkar um þetta efni?

    Ljósmynd
    Teikning af Lot og fjölskyldu hans að flýja Sódómu og Gómorru

    Flótti frá Sódómu og Gómorru, eftir Julius Schnorr von Carolsfeld

1 Mósebók 22:1–14

Fúsleiki Abrahams til að fórna Ísaki er í líkingu við Guð og son hans.

  • Frásögnin um Abraham að bjóða fram son sinn til fórnar getur aukið skilning okkar á fórn himnesks föður á syni sínum. Ein leið til að kanna þessa frásögn er að fela helmingi námsbekkjarins að ígrunda 1. Mósebók 22:1–14 út frá sjónarhorni Abrahams og Guðs föðurins og hinum helmingnum að ígrunda frásögnina út frá sjónarhorni Ísaks og Jesú Krists. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla þeim skilningi sem þeir hlutu. Hvað var það sérstaklega sem meðlmir bekkjarins lærðu sem eykur þakklæti þeirra fyrir himneskan föður og Jesú Krist? Þið gætuð, sem hluta af umræðunni, sýnt mynd af Abraham búa son sinn undir að verða fórnað (Trúarmyndir, nr. 9) eða sýnt myndbandið „Akedah (Bindingin)” (ChurchofJesusChrist.org).

Ljósmynd
additional resources icon

Fleiri heimildir

„Trú beinist alltaf að framtíðinni.“

Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi:

„Hugsanlegt er að eiginkona Lots hafi horft til baka í gremju yfir því sem Drottinn bauð henni að segja skilið við. … Hún leit því ekki aðeins um öxl; hún leit um öxl í eftirsjá. Í stuttu máli, þá var hún svo föst í fortíðinni, að það yfirskyggði tiltrú hennar á framtíðinni. …

… Ég sárbið ykkur að dvelja ekki við liðna tíð eða staldra til einskins við gærdaginn, hversu góður sem sá gærdagur hefur verið. Læra ætti af fortíðinni en ekki lifa í henni. Við horfum til baka til að sjá glæður hinnar glitrandi reynslu, en ekki öskuna. Þegar við svo höfum lært það sem læra þarf og höfum tekið með okkur það besta sem við höfum upplifað, þá horfum við fram á við og munum að trú beinist alltaf að framtíðinni. …

… [Eiginkonu Lots] skorti trú. Hún var í vafa um getu Drottins til að veita henni eitthvað betra en það sem hún þegar hafði. Svo virtist sem hún teldi ekkert sem fram undan var, geta mögulega verið eins gott og það sem hún var að segja skilið við. …

… Að dvelja við fortíðina og mistök hennar, er einfaldlega ekki rétt! Það samræmist ekki fagnaðarerindi Jesú Krists“ („The Best Is Yet to Be,“ Ensign, jan. 2010, 24, 26–27).

Bæta kennslu okkar

Lofa blessunum. Þegar þið hvetjið þá sem þið kennið til að bregðast við því sem kennt var, berið þá líka vitni um blessanirnar sem Guð hefur lofað þeim sem það gera. (Sjá einnig Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35.)