Gamla testamentið 2022
7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2: „Verða betri fylgjandi réttlætisins“


„7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2: ‚Verða betri fylgjandi réttlætisins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. febrúar. 1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Abraham og Sara

Teikning af Abraham og Söru, eftir Dilleen Marsh

7.–13. febrúar

1. Mósebók 12–17; Abraham 1–2

„Verða betri fylgjandi réttlætisins“

Hvað hefur heilagur andi kennt ykkur í þessari viku er þið lærðuð 1. Mósebók 12–17 og Abraham 1–2? Verið viss um að gefa meðlimum bekkjarins tækifæri til að segja frá því sem heilagur andi kenndi þeim.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Í þeirri viðleitni að gefa meðlimum bekkjarins tækifæri til að segja frá einhverju sem þeir lærðu í 1. Mósebók 12–17 og Abraham 1–2, þá gæti hver þeirra valið sér einstakling sem fjallað er um í þessum kapítulum og lokið við setningu eins og eftirfarandi: „Abraham kenndi mér „ eða „Sara kenndi mér .“

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 15:1–6; 17:15–22; Abraham 1:1–19

Guð mun blessa okkur fyrir trú okkar og réttlátar þrár.

  • Reynsla Abrahams og Söru, eins og hún er skráð í 1. Mósebók 15; 17; Abraham 1 getur hjálpað meðlimum bekkjarins að viðhalda þeirri trú að réttlátar þrár þeirra muni uppfyllast á tíma Drottins. Hvernig getið þið hafið umræðu um þessa reglu? Ein hugmynd er að biðja námsbekkinn að kanna 1. Mósebók 15:1–6 og Abraham 1:1–19 og lýsa þrám og erfiðum aðstæðum Abrahams. Hvernig sýndu Abraham og Sara trú á erfiðum tímum? (sjá Hebreabréfið 11:8–13). Hvernig voru réttlátar þrár þeirra að lokum uppfylltar? (sjá 1. Mósebók 17:15–22; 21:1–3; Kenning og sáttmálar 132:29; Abraham 1:31). Hvernig getum við sýnt trú þegar okkar réttlátu þrár hafa enn ekki uppfyllst eins og við hefðum viljað? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá því hvernig frelsarinn hefur stutt þá í slíkum aðstæðum.

  • Sumir meðlimir bekkjar ykkar gætu mögulega hlotið lítinn stuðning frá fjölskyldu sinni við að lifa eftir fagnaðarerindinu – og þeir gætu jafnvel tekist á við mótlæti. Hvað getum við lært af fordæmi Abrahams í Abraham 1:1–19 sem getur hvatt okkur til að lifa réttlátlega í slíkum aðstæðum?

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Þýðingu Josephs Smith, 1. Mósebók 14:36–40 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki) og miðlað því sem þeir lærðu um trú og þrár Abrahams. Þeir gætu líka sagt frá því hvernig þeir hafa verið blessaðir af því að iðka trú og greiða tíund.

Abraham 2:6–11

Sáttmáli Abrahams blessar okkur öll.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja hvað sáttmáli Abrahams er, gætuð þið miðlað staðhæfingu Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“ (sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Sáttmáli Abrahams,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/abrahamic-covenant?lang=isl). Meðlimir bekkjarins gætu hafa lært um sáttmála Abrahams í Abraham 2:6–11, eins og lagt er til í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað því sem þeir lærðu eða námsbekkurinn lært þessi vers saman. Hvaða loforð og skyldur hljótum við með sáttmála Abrahams? Myndbandið „Special Witness—President Nelson [Sérstakt vitni – Nelson forseti]“ gæti hjálpað við að svara þessari spurningu (ChurchofJesusChrist.org/media-library/video/2011-04-18-special-witness-president-nelson). Hvað þurfum við að gera til að hljóta blessanir þessa sáttmála? Hvernig getum við, sem niðjar Abrahams, blessað „allar ættkvíslir jarðar“? (Abraham 2:11).

1. Mósebók 14:18–19; Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 14:25–40

„Melkísedek var trúaður maður.“

  • Sökum endurreisnar fagnaðarerindisins, eru flestir meðlimir kirkjunnar kunnugir Melkísedeksprestdæminu, en sumir vita ekkert um manninn Melkísedek. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra meira um hann, gætuð þið ef til vill beðið þá að ímynda sér að þeir væru beðnir að kynna hann einhverjum sem vissi ekkert um hann og skrifa á töfluna það sem þeir myndu segja. Þeir gætu byggt það á því sem þeir lesa í Þýðing Josephs Smith, 1. Mósebók 14:26–27, 33–38 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki); Alma 13:13–19; og Kenning og sáttmálar 107:1–4. Hvað lærum við um Melkísedeksprestdæmið í þessum versum?

    Ljósmynd
    Melkísedek blessar Abram

    Melkísedek blessar Abram, eftir Walter Rane

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Blessanir sáttmála Abrahams.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Sáttmálinn sem Guð gerði við Abraham og staðfesti síðar við Ísak og Jakob er óviðjafnanlega mikilvægur. … Drottinn [birtist] á síðari dögum til að endurnýja sáttmálann við Abraham. … Með þessari endurnýjun höfum við, eins og þeir til forna, fengið hið heilaga prestdæmi og hið ævarandi fagnaðarerindi. Við eigum rétt á að hljóta fyllingu fagnaðarerindisins, njóta blessana prestdæmisins, og reynast hæf fyrir stærstu blessun Guðs – hið eilífa líf“ („Sáttmálar,“ aðalráðstefna, október 2011).

„Grundvallar blessanir sáttmála Abahams eru veittar í helgum musterum. Þær blessanir gera okkur kleift að koma fram í fyrstu upprisunni og erfa hásæti, ríki, hátignir, völd og yfirráð ‚til upphafningar [okkar] og dýrðar í öllu‘ [Kenning og sáttmálar 132:19]“ („Special Witnesses of Christ,“ Ensign, apríl 2001, 7).

Bæta kennslu okkar

Gefið oft vitnisburð. Einfaldur og einlægur vitnisburður ykkar um andlegan sannleika, getur haft máttug áhrif á þá sem þið kennið. Þið gætuð t.d. gefið einfaldan vitnisburð um hvernig sáttmálar hafa blessað líf ykkar.