Gamla testamentið 2022
24.–30. janúar. HDP Móse 7: „Drottinn nefndi þjóð sína Síon“


„24.–30. janúar. HDP Móse 7: ‚Drottinn nefndi þjóð sína Síon,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„24.–30. janúar. HDP Móse 7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
elskuleg samskipti fjölda fólks

Elskið hver annan, eftir Emmu Donaldson Taylor

24.–30. janúar

HDP Móse 7

„Drottinn nefndi þjóð sína Síon“

Þegar þið lærið HDP Móse 7, íhugið þá hvernig þið getið hjálpað þeim sem þið kennið að skilja hvað þessi kapítuli kennir um Síon og fleiri reglur fagnaðarerindisins.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Stundum nægir einföld spurning og nokkurra mínútna ígrundun til að hvetja fólk til að miðla því sem það lærir heima hjá sér. Ef til vill gætuð þið gefið meðlimum bekkjarins stuttan tíma til að rifja upp HDP Móse 7, finna vers sem vekur þakklæti þeirra fyrir hinn endurreista sannleika í Bók Móse og síðan að miðla honum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

HDP Móse 7:16–21, 27, 53, 62–69

Við getum byggt upp Síon á okkar tíma.

  • Hver væri besta leiðin til að kynna hugtakið Síon í námsbekk ykkar? Ein leiðin gæti verið að hafa samband við meðlimi bekkjarins vikuna fyrir kennslu og biðja þá að koma með hlut að heiman sem þeim finnst geta táknað eiginleika íbúa Síonar, eins og lýst er í HDP Móse 7:18. Þegar þið ræðið þetta vers saman, þá gætu meðlimir bekkjarins útskýrt mikilvægi hlutarins sem þeir komu með.

    Ljósmynd
    fólk heilsast

    Við ættum að sækjast eftir því að „[vera eitt í huga] og hjarta.“ (HDP Móse 7:18).

  • Myndbandið „We Come Together and Unite as One [Við komum saman og verðum eitt]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti verið gagnlegt til að hefja umræðu um hvernig við getum verið „[eitt í hjarta og huga]“ (HDP Móse 7:18) í deildum okkar og fjölskyldum. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að hugsa um stundir er þeir fundu einingu með fjölskyldu sinni eða meðan þeir þjónuðu með öðrum í kirkjunni eða samfélaginu. Hvað gerði fólkið til að stuðla að einingu við þessar aðstæður? Hvað getum við lært um Síon og einingu í HDP Móse 7? (sjá einkum vers 16–21, 27, 53, 62–69). Hér eru fleiri ritningarvers sem gætu verið gagnleg: Filippíbréfið 2:1–4; 4. Nefí 1:15–18; Kenning og sáttmálar 97:21; 105:5.

HDP Móse 7:28–44

Guð grætur vegna barna sinna.

  • Sumir gætu séð Guð sem fjarlægan, óaðgengilegan og jafnvel ástúðlausan. Hvernig getið þið notað sýn Enoks til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja að Guð er þátttakandi í lífi okkar og lætur sér annt um okkur? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa HDP Móse 7:28–44 og skráð einhverjar ástæðna þess að Guð grét. Hvað kenna þessi vers ykkur um tilfinningar Guðs til barna sinna? Staðhæfingin í „Fleiri heimildir“ getur verið gagnleg í þessari umræðu.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að ígrundað sé hvað HDP Móse 7:28–31, 35 kennir um Guð. Þeir sem gerðu þetta heima, gætu verið fúsir til að miðla námsbekknum hugsunum sínum. Þið gætuð líka þess í stað beðið meðlimi bekkjarins að ígrunda þessi vers og ræða þau í námsbekknum.

HDP Móse 7:59–67

Drottinn mun koma aftur á efstu dögum.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að uppgötva hvað HDP Móse 7:59–67 kennir um síðari komu frelsarans? Ef til vill gætuð þið skráð tvö eða þrjú sannindi eða atburði í þessum versum á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að kanna versin og bæta við fleiri sannindum. Afhverju er það blessun að hafa heimild um sýn Enoks – eins fyrsta spádómsins um síðari komuna?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Guð grætur vegna barna sinna.

Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi:

„Þar, mitt í hinni stórfenglegu sýn yfir mannkynið sem himinninn opnaði honum sýn á, lítur Enok bæði á blessanir og áskoranir dauðleikans, en snýr sjónum sínum að föðurnum og er brugðið að sjá að hann grætur. Hann segir undrandi og hissa við þessa valdamestu veru alheimsins: ‚Hvernig má það vera að þú grátir?‘ …

Horfandi á atburði næstum því hvers dags sem er, svarar Guð: ,„Sjá þessa bræður þína. Þeir eru mín eigin handaverk, … [ég hef] gefið þeim boðorð um, að þeir eigi að elska hver annan og að þeir skuli velja mig, föður sinn. En sjá. Þeir eru án ástúðar og hata sitt eigið blóð. … Hví skyldu himnarnir ekki gráta, er þeir sjá að þessir muni þjást?‘ [HDP Móse 7:29–33, 37].

Þessi staka, hrífandi mynd gerir meira til að kenna okkur um hið sanna eðli Guðs en nokkur guðfræðiritgerð gæti nokkru sinni gert. … Hversu óafmáanleg mynd af afskiptum Guðs af lífi okkar! Hvílík angist foreldris þegar börn hans velja hann ekki, né heldur ‚fagnaðarerindi Guðs‘ sem hann sendi! [Rómverjabréfið 1:1]. Hversu auðvelt er að elska einhvern sem svo sérstaklega elskar okkur!“ („Göfgi Guðs,“ aðalráðstefna, október 2003).

Bæta kennslu okkar

Hvetjið meðlimi bekkjarins til að læra ritningarnar heima. Ein leið til að hvetja til ritningarnáms á heimilinu, er að gefa meðlimum bekkjarins kost á að miðla þeim uppgötvunum og skilningi sem þeir hlutu í sjálfsnámi og fjölskyldunámi sínu. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 29.)