Gamla testamentið 2022
3.–9. janúar. 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“


„3.–9. janúar. 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5: ‚Í upphafi skapaði Guð himin og jörð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„3.–9. janúar. 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
mynd af jörðinni og tunglinu

3.–9. janúar

1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; Abraham 4–5

„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“

Lesið og íhugið fyrst 1. Mósebók 1–2; HDP Móse 2–3; og Abraham 4–5 til að búa ykkur undir kennslu og skráið andleg hughrif ykkar. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og hugmyndirnar hér á eftir geta hjálpað ykkur að skilja og kenna kenninguna í þessum kapítulum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Guð lýsti ítrekað yfir að það „var gott“ sem hann gerði í sköpuninni (sjá HDP Móse 2:4, 10, 12, 18, 21, 25, 31). Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því góða sem þeir fundu við heimalestur ritninganna í þessari viku. Hvað var gott við það sem þeir fundu?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Mósebók 1; HDP Móse 2; Abraham 4

„Guð [skapaði] himin og jörð.“

  • Meðlimir bekkjarins gætu hafa tekið eftir blæbrigðamun í frásögnunum um sköpunina í 1. Mósebók og bókum Móse og Abrahams. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að segja frá því hvernig þýðing Josephs Smith í HDP Móse 2 eykur skilning okkar á frásögninni um sköpunina í 1. Mósebók 1. Hvað annað lærið þið af Abraham 4? Þið gætuð hvatt námsbekkinn til að gera þennan samanburð tvö og tvö saman eða í fámennum hópum, til að fleiri geti miðlað. (Sum versanna sem geyma mikilvægar aðgreiningar eru tilgreind í „Fleiri heimildir.“) Hvernig höfum við gagn af því að hafa margar frásagnir? Hvað leggja þessar frásagnir til varðandi það sem Guð vill að við vitum um sköpunina?

  • Þegar Guð skapaði Adam og Evu, veitti hann þeim yfirráð yfir jörðinni og önnur sköpunarverk á henni (sjá 1. Mósebók 1:28; HDP Móse 2:28; Abraham 4:28). Hvernig veita Kenning og sáttmálar 59:16–21 og 104:13–18 okkur aukinn skilning á merkingu þess að iðka réttlát yfirráð yfir jörðinni?

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins, nokkrum dögum fyrir kennslustund, að koma með myndir sem þeir hafa tekið, eða hafa á heimili sínu, sem minnir þá á fegurð sköpunarverks Guðs. Hvernig hefur það áhrif á tilfinningar okkar til Drottins, okkar sjálfra og heimsins, að læra um sköpunarverk hans? Meðlimir bekkjarins gætu líka sagt frá því hver þeim finnst vera boðskapur Guðs til okkar í þessum frásögnum um sköpunina í 1. Mósebók 1; HDP Móse 2; og Abraham 4. Það gæti verið gagnlegt að syngja eða hlusta á söng um sköpunina, t.d. „Fyrir þessa fögru jörð“ (Sálmar, nr. 24), því það gæti vakið þakklæti meðlima bekkjarins fyrir sköpun Guðs.

    Ljósmynd
    bútasaumsteppi með mynd ýmissa stiga sköpunar

    Sköpunin, eftir Joan Hibbert Durtschi

1. Mósebók 1:26–28; HDP Móse 2:26–28; Abraham 4:26–28

Við erum sköpuð í mynd Guðs.

  • Afhverju er mikilvægt fyrir okkur að skilja að við erum sköpuð í mynd Guðs? Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að ígrunda þennan sannleika? Þeir gætu lesið 1. Mósebók 1:26–28; HDP Móse 2:26–28; Abraham 4:26–28; eða aðra málsgreinina í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (churchofjesuschrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl#proclamations). Hvernig hefur þessi sannleikur áhrif á hvernig við sjáum okkar sjálf, aðra og Guð? Meðlimir bekkjarins gætu leitað aukins skilnings í sálmum, til að mynda í „Ó, minn faðir“ eða „Guðs barnið eitt ég er“ (Sálmar, nr. 96, 112).

  • Í myndbandinu „God’s Greatest Creation [Æðsta sköpun Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org), ber Russell M. Nelson forseti vitni um hinn undursamlega líkama mannsins (sjá einnig „Guði sér þökk,“ aðalráðstefna, apríl 2012). Íhugið að horfa á þetta myndband áður en þið lesið 1. Mósebók 1:26–28; HDP Móse 2:26–28; eða Abraham 4:26–28 saman sem námsbekkur. Hvernig eykur vitnisburður Nelsons forseta þakklæti okkar fyrir sannleika þessara versa?

1. Mósebók 1:27–28; HDP Móse 3:18, 21–25; Abraham 5:14–19.

Hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði.

  • Skoðanir margra varðandi hjónabandið í heimi nútímans víkur frá hinum eilífa sannleika. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa 1. Mósebók 1:27–28; HDP Móse 3:18, 21–25; eða Abraham 5:14–19, til að þeir skilji betur hvaða augum Guð lítur hjónabandið og látið þá skrifa á töfluna þann sannleika sem þeir finna. Þeir gætu bætt við lista sinn þeim sannleika sem þeir finna í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (KirkjaJesuKrists.is). Afhverju er þessi sannleikur okkur mikilvægur?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Samanburður sköpunarfrásagna

1. Mósebók

Móse

Abraham

1. Mósebók

1. Mósebók 1

Móse

HDP Móse 2:1

Abraham

Abraham 4:1

1. Mósebók

1. Mósebók 1:16

Móse

HDP Móse 2:16

Abraham

Abraham 4:16

1. Mósebók

1. Mósebók 1:26–27

Móse

HDP Móse 2:26–27

Abraham

Abraham 4:26–27

1. Mósebók

1. Mósebók 1:30

Móse

HDP Móse 2:30

Abraham

Abraham 4:30

1. Mósebók

1. Mósebók 2:5

Móse

HDP Móse 3:5

Abraham

Abraham 4:30

1. Mósebók

1. Mósebók 2:5

Móse

HDP Móse 3:5

Abraham

Abraham 5:5

1. Mósebók

1. Mósebók 2:7

Móse

HDP Móse 3:7

Abraham

Abraham 5:7

1. Mósebók

1. Mósebók 2:9

Móse

HDP Móse 3:9

Abraham

Abraham 5:9

1. Mósebók

1. Mósebók 2:17–19

Móse

HDP Móse 3:17–19

Abraham

Abraham 5:13–14

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að tileinka sér ritningarversin. „Sami sannleikurinn sem innblés og efldi Abraham, Ester, Lehí og Joseph Smith, getur hjálpað þeim sem þið kennið að takast á við áskoranir okkar tíma“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 21). Hvetjið nemendur til að heimfæra reglurnar sem þeir finna í ritningunum upp á eigin aðstæður.