Gamla testamentið 2022
10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5: Fall Adams og Evu


„10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5: Fall Adams og Evu,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„10.–16. janúar. 1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Adam og Eva á gangi saman

Adam og Eva, eftir Douglas M. Fryer

10.–16. janúar

1. Mósebók 3–4; HDP Móse 4–5

Fall Adams og Evu

Þegar þið búið ykkur undir að kenna 1. Mósebók 3–4 og HDP Móse 4–5, íhugið þá hvaða spurningar og verkefni gætu aukið skilning meðlima bekkjarins á falli Adams og Evu.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins gætu rifjað stuttlega upp 1. Mósebók 3–4 eða HDP Móse 4–5, valið vers sem vekur áhuga þeirra og miðlað því sessunaut sínum. Nokkrir þeirra gætu síðan miðlað skilningi með námsbekknum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

HDP Móse 4:1–13; 5:1–12

Við þurfum sjálfræði og andstöðu til að vaxa.

  • Þar sem sjálfræðið – hinn guðsgefni réttur til valfrelsis – er slíkur grundvallarþáttur jarðlífsins, þá tökum við því stundum sem sjálfsögðum hlut. Meðlimir bekkjarins gætu rætt HDP Móse 4:1–4 til að auka þakklæti þeirra fyrir þessa gjöf. Hvað kenna þessi vers um mikilvægi sjálfræðis? Afhverju yrði áætlun Guðs til einskis ef við hefðum ekki sjálfræði? Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti veitt frekari skilning.

  • Ef til vill lærðu meðlimir bekkjarins boðskap Dallin H. Oaks forseta „Andstæður í öllu“ (aðalráðstefna, apríl 2016) sem hluta af sjálfsnámi eða fjölskyldunámi sínu fyrir þessa viku. Í vikunni gætuð þið íhugað að biðja nokkra að koma undirbúna í námsbekkinn til að miðla einhverju í þessum boðskap sem gæti aukið skilning meðlima bekkjarins á falli Adams og Evu (sjá einkum kapítula I og II). Afhverju leyfir himneskur faðir að við upplifum „andstæður … í öllu? (sjá 2. Nefí 2:11–16). Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 29:39–40 og ræða afhverju freistingar Satans eru nauðsynlegar í áætlun Guðs. Hvernig hjálpa himneskur faðir og Jesús Kristur okkur þegar freistingar herja á?

    Ljósmynd
    Eva heldur á ávexti

    Eden yfirgefinn, eftir Annie Henrie Nader

HDP Móse 4:4–12; 5:13–33

Satan reynir að „blekkja og blinda“ okkur.

  • HDP Móse 4:4–12; 5:13–33 getur hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að auðkenna nokkrar aðferðir Satans til að freista okkar til að gera illt. Þið gætuð beðið annan helming bekkjarins að lesa HDP Móse 4:4–12 og hinn helminginn að lesa HDP Móse 5:13, 18–33. Við lesturinn gætu þeir skráð hvernig Satan reyndi að freista Adams og Evu og barna þeirra. Hvernig reynir hann að freista með þessum sömu hlutum á okkar tíma? Hvernig getur himneskur faðir hjálpað okkur að sjá í gegnum blekkingar Satans?

1. Mósebók 3:1–7; HDP Móse 4:22–31; 5:4–15

Friðþæging Jesú Krists veitir von og endurlausn frá fallinu.

  • Því betur sem við skiljum áhrif fallsins, því þakklátari verðum við fyrir friðþægingu Jesú Krists. Meðlimir bekkjarins gætu kannað áhrif fallsins í 1. Mósebók 3:1–7; HDP Móse 4:22–31 og skráð það sem þeir finna á töfluna. Þeir gætu síðan kannað HDP Móse 5:4–12, 14–15 til að læra um áætlun Guðs til að endurleysa okkur frá þessum áhrifum (sjá einnig 2. Nefí 2:19–25; Alma 12:22–34) og skráð það sem þeir finna á töfluna. Þeir gætu líka sagt frá því sem vakti mestan áhuga þeirra varðandi vitnisburði Adams og Evu um Jesú Krist í verum 10–12. Hvað finnst ykkur um áætlun Guðs eftir lestur þessara ritningarversa?

  • Frásögnin um von og endurlausn Adams og Evu getur hvatt meðlimi bekkjarins þegar lífið er erfitt. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að finna orð og orðtök í HDP Móse 5:7–12 sem tjá vonina sem Adam og Eva fundu er þau komust að því að frelsarinn gæti endurleyst þau. Hvenær höfum við fundið álíka von og Adam og Eva fundu? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla kærum sálmum sem tjá vonina sem býr í friðþægingu frelsarans. Þið gætuð sungið eitthvað af þeim saman.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við getum valið fyrir okkur sjálf.

Öldungur Dale G. Renlund kenndi:

„Uppeldismarkmið föður okkar á himnum er ekki að láta börn sín gera það sem rétt er, heldur að láta börn sín velja að gera það sem rétt er og að lokum verða eins og hann er. Ef hann einfaldlega vildi fá okkur til að hlýða, gæti hann beitt skyndiumbun og refsingu til að hafa áhrif á hegðun okkar.

Guð hefur þó ekki áhuga á að börn hans verði einungis eins og þjálfuð og hlýðin ,gæludýr,‘ sem ekki munu naga sundur inniskóna hans í stofu himins. Nei, Guð vill að börn sín vaxi upp andlega og taki þátt í fjölskyldufyrirtæki hans“ („Kjósið þá í dag,“ aðalráðstefna, október 2018).

Bæta kennslu okkar

Aukið þátttöku meðlima bekkjarins. Mörg verkefni er hægt að vinna sem námsbekkur í fámennum hópum eða tvö og tvö saman. Notið fjölbreyttar aðferðir til að gera öðrum kleift að taka þátt, sem að öðrum kosti myndu ekki gera það. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 33–34.)