Gamla testamentið 2022
27. desember–2. janúar. HDP Móse 1; Abraham 3: „Þetta er verk mitt og dýrð mín“


„27. desember–2. janúar. HDP Móse 1; Abraham 3: ,Þetta er verk mitt og dýrð mín,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„27. desember–2. janúar. HDP Móse 1; Abraham 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
mynd af stjörnum í himingeimnum

27. desember–2. janúar

HDP Móse 1; Abraham 3

„Þetta er verk mitt og dýrð mín“

Þegar þið lesið HDP Móse 1 og Abraham 3, verið þá opin í hjarta og huga fyrir hughrifum andans. Hann mun innblása ykkur með hugsunum og hugmyndum sem munu hjálpa ykkur við að undirbúa kennsluna.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjar ykkar gætu hafa átt dásamlega upplifun af því að lesa HDP Móse 1 og Abraham 3 á heimili sínu. Hvernig munuð þið gefa meðlimum bekkjarins tækifæri til að miðla þeirri upplifun? Það gæti verið jafn auðvelt og að spyrja eins og: Hvað vakti áhuga ykkar við lestur ritninganna í þessari viku? Hvað kom ykkur á óvart? Hvað fékk ykkur til að staldra við og íhuga? Hvað færði ykkur nær himneskum föður og Jesú Kristi?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

HDP Móse 1:1–10, 37–39; Abraham 3:22–26

Sem börn Guðs, eigum við okkur guðleg örlög.

  • Sannleikurinn sem opinberaður var í sýnum Móse og Abrahams getur haft máttug áhrif á ákvarðanir okkar og getu til að sigrast á áskorunum lífsins. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að uppgötva þennan sannleika í HDP Móse 1 og Abraham 3? Ein hugmynd er að skipta bekknum í hópa og úthluta hverjum hópi eftirfarandi ritningarvers: HDP Móse 1:1–10; HDP Móse 1:37–39; Abraham 3:22–26. Hver hópanna gæti leitað svara við spurningum eins og: „Hver er ég“? „Hvers vegna er ég hér?“ og „Hvað vill Guð að ég verði?“ Að nægum tíma liðnum, geta hóparnir síðan miðlað svörum sínum. Hvernig geta þessi svör haft áhrif á dagleg verk okkar?

    Ljósmynd
    Jesús Kristur meðal stjarna

    Kristur og sköpunin, eftir Robert T. Barrett

HDP Móse 1:12–23

Við getum spornað gegn áhrifum Satans.

  • Átök Móse við Satan í HDP Móse 1:12–23 fela í sér lexíu sem gæti hjálplað meðlimum bekkjarins er þeir takast á við freistingu eða blekkingu óvinarins. Hvað lærum við af viðbrögðum Móse? Myndbandið „I Am a Son of God [Ég er sonur Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org) getur hjálpað meðlimum bekkjarins að ræða eina aðferða Satans – að freista okkar til að efast um andlegar upplifanir okkar (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Það gæti verið gagnlegt ef meðlimir bekkjarins myndu miðla hugmyndum og hvatningu til að hjálpa hver öðrum að uppgötva og standa gegn viðleitni Satans.

  • Eitt af því sem læra má af reynslu Móse er að Satan reynir að falsa sannleika og mátt Guðs. Þið gætuð komið með einhverja hluti í kennslu sem eru eftirlíkingar annarra hluta, svo sem gerviblóm eða brúðu. Hvernig getum við áttað okkur á að um falsanir er að ræða? Hverjar eru sumar þeirra falsana sem Satan notar til að freista á okkar tíma? Hvernig getum við þekkt þær og hafnað þeim? (Sjá HDP Móse 1:13–18 til að læra hvernig Móses gerði það.) Hvernig hjálpar Drottinn okkur í þeirri viðleitni? (sjá HDP Móse 1:24–26).

Abraham 3:22–28

Þetta líf er tækifæri okkar til að sýna að við gerum það sem Guð býður.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að sjá líf sitt sem tækifæri til að sannreyna trúfesti okkar við boðorð Guðs? Þið gætuð byrjað á því að biðja þá að ræða reynslu þeirra af því að sýna leikni og kunnáttu – t.d. í skóla, á vinnustað eða í íþróttaliði. Þeir gætu rætt hvað af þeim var krafist til að sannreyna sig sjálfa. Hvernig svipar þessari reynslu til þess sem lýst er í Abraham 3:24–26? Hvað er ólíkt með henni? Hvernig höfum við himneskan föður og frelsarann með í þeirri viðleitni okkar að láta „reyna“ á okkur sjálf.? (Abraham 3:25). Hvernig hefur sú vitneskja að við erum hér til að sannreyna hlýðni okkar áhrif á það hvernig við bregðumst við áskorunum lífsins?

  • Hvað annað lærum við í Abraham 3:22–28 um fortilveruna eða „fyrsta stig“ okkar? (vers 26). Afhverju er þessi sannleikur okkur mikilvægur?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Efist ekki um það sem ykkur hefur verið opinberað.

Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi þetta um reynslu Móse í HDP Móse 1: „Orð Móse til ykkar í dag eru: Sofnið ekki á verðinum. Væntið þess ekki að stórkostleg opinberun, einhver undursamleg, upplýsandi stund, upphaf innblásinnar leiðar, sé endamarkið. … Þegar þið hafið loks verið upplýst, varist þá freistinguna að hopa frá hinu góða. Ef það var rétt þegar þið báðust fyrir um það og treystuð því og lifðuð fyrir það, þá er það rétt núna. Gefist ekki upp þegar fargið þyngist. Gefið ykkur alls ekki að þeirri veru sem reynir að tortíma hamingju ykkar. Takist á við efasemdir. Sigrist á óttanum. ,Varpið því eigi frá yður djörfung yðar‘ [Hebreabréfið 10:35]. Haldið stefnunni og sjáið fegurð lífsins breiða úr sér“ („Cast Not Away Therefore Your Confidence,“ Ensign, mars 2000, 7, 9).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að uppgötva sannleikann í ritningunum. Áður en þið biðjið meðlimi bekkjarins að lesa hluta ritningarversa, gætuð þið látið þá fá eitthvað sérstakt til að leita að eða íhuga. Þeir gætu t.d. leitað að einhverju sem þeir lærðu um frelsarann eða einhverju sem þeir myndu vilja miðla fjölskyldumeðlim. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 21.)