Gamla testamentið 2022
17.–23. janúar. 1. Mósebók 5; HDP Móse 6: „[Fræðið börn ykkar óspart um þetta]“


„17.–23. janúar 1. Mósebók 5; HDP Móse 6: ‚[Fræðið börn ykkar óspart um þetta],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„17.–23. janúar 1. Mósebók 5; HDP Móse 6,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Adam og Eva utan aldingarðsins Eden

Betra en paradís eftir Kendal Ray Johnson

17.–23. janúar

1. Mósebók 5; HDP Móse 6

„[Fræðið börn ykkar óspart um þetta]“

Lesið og íhugið 1. Mósebók 5 og HDP Móse 6 áður en þið lesið eitthvað annað efni og skráið andleg hughrif ykkar. Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og þessi lexíudrög geta veitt ykkur hugmyndir um hvernig hjálpa megi þeim sem þið kennið að uppgötva sannleika sem skiptir þá máli.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla þeim skilningi og upplifunum sem tengdist námi þeirra í 1. Mósebók 5 og HDP Móse 6? Þið gætuð skrifað nöfnin Adam og Enok á tölfuna og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa eitthvað sem annarhvor þessara spámanna gerði eða kenndi sem vakti áhuga þeirra.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

HDP Móse 6:26–39

Guð kallar okkur til að vinna verk sitt, þrátt fyrir vanmátt okkar.

  • Það eru góðar líkur á því að einhver í námsbekk ykkar hafi upplifað sig – eða upplifir sig – vanmáttugan vegna ábyrgðar á heimilinu eða í kirkjunni. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa um reynslu Enoks í HDP Móse 6:26–39 til að styrkja trú þeirra á að Drottinn megni að hjálpa þeim. Hvernig hjálpaði Guð Enok að vinna verk sitt, þrátt fyrir ótta Enoks? Biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga dæmi um aðra sem sigruðust á eigin veikleikum og uppfylltu verk Drottins, hvort heldur í ritningunum eða úr eigin lífi. Hvaða dæmum getum við miðlað? (sjá einnig 2. Mósebók 4:10–16; Jeremía 1:4–10; 2. Nefí 33:1–4; Eter 12:23–29).

  • Margir nútíma spámenn og postular hafa látið álíka áhyggjur í ljós eins og Enok gerði, er þeir hafa lýst því hvernig þeim leið við köllun þeirra. Reynsla þeirra gæti aukið skilning meðlima bekkjarins á HDP Móse 6:26–39. Íhugið að horfa á myndbandið „On the Lord’s Errand: The Life of Thomas S. Monson [Í erindagjörðum Drottins: Líf Thomas S. Monson]“ (ChurchofJesusChrist.org; milli 35:46 og 39:40) eða kynna ykkur ræðu nýkallaðs meðlims Tólfpostulasveitarinnar (sjá t.d. vitnisburð öldungs Ronalds A. Rasband, öldungs Gary E. Stevenson og öldungs Dale G. Renlund [aðalráðstefna, október 2015]). Látið meðlimi bekkjarins segja frá því sem vakti áhuga þeirra varðandi þessi dæmi. Hvað getum við lært af þessum leiðtogum um eigin tilfinningar og vanmátt? Orð Thomas S. Monson forseta í „Fleiri heimildir“ gætu líka verið gagnleg sem hluti af þessari umræðu.

HDP Móse 6:48–65

Trú, iðrun, skírn og móttaka heilags anda býr okkur undir að snúa aftur til Guðs.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að HDP Móse 6:48–62 sé lesin, til að kanna hvað hvert okkar verður að gera til að endurleysast. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað einhverjum skilningi sem þeir hlutu í heimanámi sínu. Þið gætuð líka þess í stað rætt HDP Móse 6:48–62 saman sem námsbekkur. Hverju myndum við svara þeim sem spyrði afhverju trú, iðrun, skírn og móttaka gjafar heilags anda eru nauðsynleg? Hvernig svarar Drottinn þessari spurningu í versum 53–65 og hvað lærum við af svari hans?

    Ljósmynd
    fjölskylda lærir ritningarnar

    Foreldrum ber að kenna börnum sínum fagnaðarerindið.

HDP Móse 6:51–63

„[Fræðið börn ykkar óspart um þetta.]“

  • Í HDP Móse 6:51–63 lærum við trúarsannleika sem Drottinn kenndi Adam og bauð honum að kenna hann kynslóðum framtíðar. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins skráð þennan sannleika með því að læra ritningarvers saman í fámennum hópum, t.d. vers 51–52, 53–57, 58–60, 61–63. Afhverju er þessi sannleikur mikilvægur hinni upprennandi kynslóð okkar tíma? Hvað mynduð þið vilja að ungt fólk vissi um frelsarann í þessum versum? Meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að miðla hugmyndum eða upplifunum til að hjálpa hver öðrum að kenna þennan sannleika börnum og ungmennum á áhrifaríkari hátt. Hvað annað getum við lært af boði Drottins til foreldra í Mósía 4:14–15 og Kenningu og sáttmála 68:25–28; 93:40–50?

  • Til að auka við það sem kennt er í HDP Móse 6 um þá ábyrgð foreldra að kenna börnum sínum, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að horfa á eitt eða fleiri eftirfarandi myndbanda: „Parenting: Touching the Hearts of Our Youth [Uppeldi: Snerta hjörtu ungmenna okkar],“ „Proclamation Series: Children [Yfirlýsingasafn; börn],“ eða „Mother in Israel [Móðir í Ísrael]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvað lærum við af þessum myndböndum um að kenna börnum okkar fagnaðarerindið? Ef þið kennið ungmennum, gætuð þið beðið þau að segja frá því hvernig þau studdu foreldra sína í þeirri viðleitni að kenna fagnaðarerindið á heimilinu.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Drottinn getir þann hæfan sem hann kallar.“

Thomas S. Monson forseti kenndi: „Einhver ykkar kunna að vera óframfærin að eðlisfari eða gætu talið sig vanhæf til að bregðast af ákveðni við köllun. Hafið í huga að þetta verk er ekki bara ykkar eða mitt. Það er verk Drottins, og þegar við erum í erindum Drottins, eigum við rétt á hjálp Drottins. Hafið hugfast að Drottinn gerir þann hæfan sem hann kallar“ („Duty Calls,“ Ensign, maí 1996, 44).

Bæta kennslu okkar

Heilagur andi er kennarinn. Hlutverk ykkar sem kennara er mikilvægt, en hafið hugfast að heilagur andi er kennarinn. Hjálpið meðlimum bekkjarins að læra af andanum og miðla hver öðrum því sem þeir lærðu.