Gamla testamentið 2022
29. ágúst–4. september. Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22: 31; Prédikarinn 1–3; 11–12 „Að óttast Drottin er upphaf spekinnar“


„29. ágúst–4. september. Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12: ‚Að óttast Drottin er upphaf spekinnar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„29. ágúst–4. september. Sálmarnir 1-4; 15-16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
maður lærir ritningarnar

29. ágúst–4. september

Orðskviðirnir 1–4; 15–16; 22; 31; Prédikarinn 1–3; 11–12

„Að óttast Drottinn er upphaf spekinnar“

Hvernig gæti boðskapurinn í Orðskviðunum og Prédikaranum blessað líf þeirra sem þið kennið? Fylgið þeim hvatningum og hughrifum sem þið hljótið er þið lærið og undirbúið kennsluna.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það er mikill og fallegur boðskapur í Orðskviðunum og Prédikaranum. Áður en þið ræðið ákveðnar ritningargreinar, eins og þær sem lagðar eru til hér á eftir, bjóðið þá bekkjarmeðlimum að miðla eitthvað af persónulegum ritningargreinum sínum eða fjölskyldunnar frá lestri vikunnar.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Orðskviðirnir 1–4; 15–16; Prédikarinn 1–3; 11–12

„[Hneigðu] hjarta þitt að hyggindum.“

  • Boðið um að leita visku og skilnings er endurtekið í gegnum Orðskviðina. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir hafa lært um visku í námi sínu. Ein leið gæti verið að skrifa viska á töfluna og bjóða síðan meðlimum bekkjarins að bæta við númerum ritningargreina eða orðtökum úr Orðskviðunum eða Prédikaranum, sem þeim finnst að gætu veitt innsýn um visku. (Ef það gæti hjálpað, gætuð þið lagt það til við meðlimi bekkjarins að leita í Orðskviðunum 1–4; 15–16; Prédikaranum 1–3; 11–12.) Hvað lærum við um visku af þessum versum? Hvernig erum við blessuð þegar við leitum visku frá Guði?

Orðskviðirnir 1:7; 2:5; 3:7; 8:13; 15:33; 16:6; 31:30; Prédikarinn 12:13

„Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottin.“

  • Annað þema sem finna má allt í gegnum Orðskviðina og Prédikarann er „óttast Drottinn“ (Orðskviðirnir 1:7; sjá einnig Orðskviðirnir 2:5; 3:7; 8:13; 15:33; 16:6; 31:30; Prédikarinn 12:13). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins lesið eitthvað af þessum versum og miðlað því hver þeim finnst vera merking þess að óttast Guð. Hvernig er guðsótti öðruvísi en annars konar ótti? Þið gætuð miðlað innsýn frá útskýringum öldungs David A. Bednar í „Fleiri heimildir.“

Ljósmynd
kona með blóm

Learning to Trust the Lord, [Læra að treysta Drottni] eftir Kathleen Peterson

Orðskviðirnir 3:5–7

„Treystu Drottni af öllu hjarta.“

  • Meðlimir bekkjarins gætu notið þess að fá sýnikennslu sem hjálpaði þeim að skilja hvað það merkir að „treysta Drottni“ og [reiða sig] ekki á eigið hyggjuvit” (Orðskviðirnir 3:5). Þið gætuð til dæmis boðið meðlimi bekkjarins að halla sér upp að einhverju stöðugu, eins og vegg. Síðan gæti sá hinn sami reynt að halla sér upp að einhverju sem er ekki stöðugu, eins og kústi. Hvernig hjálpar þessi sýnikennsla okkur að skilja Orðskviði 3:5? Hvað kenna Orðskviðir 3:5-7 okkur um hvað það merkir að treysta á Drottin? Hvers vegna er það ekki skynsamlegt að reiða sig á eigið hyggjuvit? Hvernig höfum við fundið Drottin gera leiðir okkar greiðar þegar við höfum treyst honum?

Orðskviðirnir 15:1–2, 4, 18, 28; 16:24–32

„Mildilegt svar stöðvar bræði.“

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða hvernig þeir geti haft meiri frið og minni ágreining í lífi sínu, gætuð þið boðið þeim að lesa Orðskviðina 15:1–2, 18; 16:32. Þeir gætu þá miðlað þeirri reynslu sem þeir hafa upplifað sem sýnir fram á sannleikann í þessum versum. Hvenær hefur til dæmis „mildilegt svar“ hjálpað við að „[stöðva] bræði“? (Orðskviðirnir 15:1). Þau gætu einnig hugsað um tilvik þar sem frelsarinn sýndi fram á það sem kennt er í þessum versum (sjá Jóhannes 8:1–11; 18:1–11). Hvernig getum við fylgt fordæmi hans í samskiptum við aðra?

  • Þó að höfundar Orðskviðanna hafi ekki vitað um hina fjölmörgu samskiptamiðla sem eru til á okkar tíma, þá getur leiðsögnin í Orðskviðunum 15 og 16 átt við allskonar samskiptaform. Til þess að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja þetta, gætuð þið boðið þeim að velja eina af eftirfarandi ritningargreinum til að lesa: Orðskviðirnir 15:1–2, 4, 18, 28; 16:24, 27–30. Meðlimir bekkjarins gætu síðan endurorðað sitt vers í Orðskviðunum með því að heimfæra það upp á leiðsögn varðandi samskipti við aðra á samfélagsmiðlum, með textaskilaboðum eða á netinu. Þau geta fundið viðbótarráð til hjálpar undir „Málfar” í Til styrkar æskunni (2011), 20–21.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Guðlegur ótti er að elska og reiða sig á hann.“

Öldungur David A. Bednar útskýrði:

„Guðsótti hlýst því af réttum skilningi á guðlegu eðli og hlutverki Drottins Jesú Krists, fúsleika til að beygja okkur undir vilja hans og vitneskju um að allir karlar og konur beri ábyrgð á eigin syndum á degi dómsins. …

Guðlegur ótti er að elska og reiða sig á hann. Því dýpri sem guðsótti okkar er, því einlægari verður elska okkar til hans. og ‚fullkomin elska rekur allan ótta á braut‘ (Moroni 8:16). Ég heiti ykkur því að bjart ljós guðsóttans mun lýsa upp dimma skugga hins jarðneska ótta (sjá Kenning og sáttmálar 50:25), er við lítum til frelsarans, byggjum á honum sem undirstöðu okkar og sækjum áfram á sáttmálsvegi hans af staðfastri ákveðni“ („Þeir bældu þess vegna ótta sinn,“ aðalráðstefna, apríl, 2015).

Bæta kennslu okkar

Einblínið á Krist. Það er engin betri leið til að auka trú þeirra sem þið kennið en að beina kennslunni að frelsaranum. Bjóðið meðlimum bekkjarins, í gegnum kennslu ykkar, að byggja á „bjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs“ (Heleman 5:12).