Gamla testamentið 2022
12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35: „Undarlega og undursamlega“


„12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35: ‚Undarlega og undursamlega,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„12.–18. september. Jesaja 13–14; 24–30; 35“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Joseph Smith sá himneskan föður og Jesú Krist í Lundinum helga.

Lundurinn helgi, eftir Brent Borup

12.–18. september

Jesaja 13–14; 24–3035

„Undarlega og undursamlega“

Áður en þið getið hjálpað öðrum að uppgötva sannleikann í bók Jesaja, verðið þið að uppgötva sannleikann sjálf. Þegar þið lesið þessa vikuna, hugleiðið þá hvaða sannleika ykkur er blásið í brjóst að leggja áherslu á í kennslustundinni.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir læra í Jesaja, gætuð þið spurt þá hvernig þeir myndu svara einhverjum sem segði: „Bók Jesaja er hreinlega of erfið til að skilja.“ Hvað hefur hjálpað okkur að fá skilning á kenningum Jesaja? Hvaða ritningargreinar hafa innblásið okkur?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesaja 24:21–23; 25:6–8; 26:19; 28:16

Ritverk Jesaja beinir okkur að Jesú Kristi.

  • Eins og var með Nefí, þá gæti bekkur ykkar notið vitnisburðar Jesaja um Jesú Krists (sjá 2. Nefí 11:2). Þið gætuð beðið þá að miðla einhverjum versum sem þeir hafa fundið í lestri sínum í vikunni, sem kenndi þeim um frelsarann. Eða þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu um Jesú Krist frá Jesaja 24:21–23; 25:6–8; 26:19; 28:16 eða öðrum versum sem þið funduð í námi ykkar. Afhverju er þessi sannleikur okkur mikilvægur?

    Ljósmynd
    Jesús í rauðum kufli

    Hann kemur aftur til að ráða og ríkja, eftir Mary R. Sauer

Jesaja 24:1–5; 28:1–8; 29:7–10; 30:8–14

Fráhvarf er að snúa frá Drottni og spámönnum hans.

  • Í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að við hugleiðum eitthvað af því myndmáli sem Jesaja notar til að lýsa afleiðingum þess að snúa frá Drottni og hafna spámönnum hans. Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir fundu. Þið gætuð einnig boðið þeim að fara yfir einhverjar af eftirfarandi ritningargreinum: Jesaja 24:1–5; 28:7–8; 29:7–10; 30:8–14. Byggt á því sem þau lesa, gætu þau lokið þessari setningu: „Ef við snúum frá Drottni, erum við eins og …“ Hvað getum við gert til að vera trúföst Drottni og forðast fráhvarf? (Sjá „Fleiri heimildir“ fyrir frekari hugmyndir.) Hvernig blessar Drottinn þá sem eru honum trúir?

  • Til að hefja umræðu um viðhorf og breytni sem geta leitt til fráhvarfs, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að leita í Jesaja 24:1–5; 28:1–8; 29:7–10; 30:8–14. Biðjið þá að leita að því sem fólk á tímum Jesaja var að hugsa og gera. Setjið viðvörunarmerki á töfluna sem segir Viðvörun: Eftirfarandi viðhorf og breytni geta leitt til fráhvarfs. Meðlimir bekkjarins gætu skráð á töfluna það sem þeir finna í versunum. Gefið þeim tækifæri til að miðla því hvernig þeir verja sig og fjölskyldu sína gegn fráhvarfi.

Jesaja 29:13–24; 30:18–2635

Drottinn getur endurheimt það sem er týnt eða brostið.

  • Hér er spurning sem þið gætuð skrifað á töfluna sem gæti hjálpað meðlimum bekkjarins við hugleiðingar Jesaja 29: Hvernig tengjist ritverk Jesaja endurreisn fagnaðarerindisins á okkar tíma? Hvetjið þá til að hugsa um þessa spurningu er þau lesa í hljóði Jesaja 29:13–24. Ef þeir þurfa aðstoð, gætu þeir einnig lesið ritningarhluta eins og þessa: 2. Nefí 27:6–26; Joseph Smith – Saga 1:17–19, 63–65. Eftir að þeir ræða spurninguna á töflunni, gætu þeir rætt hvers vegna „undarlega“ og „undursamlega“ (Jesaja 29:14) eru góð orð til að lýsa endurreisn fagnaðarerindisins. Hvað lærum við um endurreisnina af „Endurreisn fyllingar fagnaðarerindis Jesú Krists: Tvö hundruð ára afmælisyfirlýsing til heimsins til heimsins“? (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp/Grunngögn.)

  • Í kapítulum 30 og 35 í Jesaja eru nokkur ritningarvers sem gætu styrkt enn frekar trú á mátt Drottins til að blessa þá sem koma til hans. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva þessi ritningarvers, gætuð þið boðið þeim að læra annað hvort Jesaja 30:18–26 eða Jesaja 35. Biðjið þá að miðla orðum eða orðtökum sem þeir finna sem gætu hjálpað einhverjum að koma til Drottins til endurlausnar.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Vera trú Drottni og kirkju hans.

M. Russell Ballard forseti veitti eftirfarandi leiðsögn til að hjálpa okkur að vera trú Drottni og kirkju hans.

„Við þurfum að upplifa stöðuga umbreytingu, með því að auka trú okkar á Jesú Krist og trúfesti okkar við fagnaðarerindi hans, alla okkar ævi – ekki aðeins einu sinni, heldur reglubundið [sjá Alma 5:26]. …

… Orð Drottins, eru að finna í ritningunum og í kenningum postulanna og spámannanna. Þeir veita leiðsögn og handleiðslu, sem eru líkt og björgunarvesti, ef við hagnýtum þau, og gera okkur kleift að vita hvernig við getum haldið fast báðum höndum. …

Auk þess að venja sig á að lesa ritningarnar persónulega, þurfum við að verða eins og synir Mósía sem höfðu ,beðið mikið og fastað‘ [Alma 17:3]“ („Verið í bátnum og haldið ykkur fast!aðalráðstefna, október 2014).

Bæta kennslu okkar

Tjáið að þið hafið fulla trú á nemendum. Sumir í námsbekk ykkar gætu haft litla trú á sjálfum sér til að læra fagnaðarerindið. Fullvissið þá um að heilagur andi muni kenna þeim þegar þeir reyna sitt besta til að læra. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 29–30.)