Gamla testamentið 2022
19.–25. september, Jesaja 40–49: „Huggið lýð minn“


„19.–25. september, Jesaja 40–49: ‚Huggið lýð minn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

19.–25. september, Jesaja 40–49,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús læknar blindan mann

Læknandi blinda manninn, eftir Carl Heinrich Bloch

19.–25. september

Jesaja 40–49

„Huggið lýð minn“

Sumir gætu hikað við að miðla hugsunum sínum í kennslustund vegna þess að þeim finnist þeir ekki þekkja ritningarnar vel. Hvernig getið þið hjálpað öllum meðlimum bekkjarins að finnast að andlegar hugleiðingar þeirra séu metnar?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið að skrifa spurningu eins og eftirfarandi á töfluna: Hvað kenndi andinn þér er þú lærðir Jesaja 40–49? Meðlimir bekkjarins gætu ígrundað þessa spurningu og skrifað svörin niður og nokkrir þeirra gætu miðlað hugsunum sínum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesaja 40–49

Jesús Kristur getur huggað okkur og veitt okkur von.

  • Í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að leitað sé að boðskap um huggun og von í Jesaja 40–49 og að skráð séu nokkur orðtök til að hefja kennsluna. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla hverjum þeim boðskap sem þeir fundu. Hvetjið þá til að ræða hvers vegna þessi boðskapur gæti hafa hjálpað Gyðingunum í ánauð og hvernig hann getur hjálpað okkur í dag. Þið gætuð einnig bent þeim á efni sem þið funduð í einkanámi ykkar. Hvað vill Drottinn að við vitum um hann? Hvernig huggar hann okkur? Þið gætuð minnt meðlimi bekkjarins á að „Drottinn“ í Gamla testamentinu vísi til Jehóva eða Jesú Krists.

  • Sálmurinn „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál“ (Sálmar, nr. 21) vísar til orða Jesaja í Jesaja 41:10; 43:2–5; 46:4. Eftir að hafa lesið þessar ritningargreinar og sungið viðeigandi vers í sálminum, gætu meðlimir bekkjarins talað um það hvenær þeir hafi fundið Drottin vera með sér og hvernig sú upplifun hafi hjálpaði þeim að „[hræðast] ei.“

Ljósmynd
Jesús situr og kennir fólki

„Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga“ (Jesaja 40:11).

Jesaja 40:1–3, 9–11; 43:8–13; 48:20–21; 49:1–9

„Þér eruð vottar mínir.“

  • Hver er merking þess að vera „vottar“ Drottins“? Meðlimir bekkjarins gætu ígrundað þessa spurningu er þeir lesa eina eða fleiri af eftirfarandi ritningargreinum: Jesaja 40:1–3, 9–11; 48:20–21; 49:1–9. Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti einnig veitt frekari skilning. Hver er „[fagnaðarboðinn]“ sem við miðlum sem vottar Drottins? Hvað í þessum versum hjálpar okkur að „óttast eigi“ er við miðlum vitni okkar? (Jesaja 40:9). Meðlimir bekkjarins gætu talað um þau tækifæri sem þeir fá til að vera vottar Drottins og hvernig vitnisburður þeirra getur blessað aðra.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að tileinka sér kenningarnar í Jesaja 43:8–13, gætuð þið boðið þeim að ímynda sér að þeir hafi verið kallaðir í vitnastúku í dómsmáli. Í þessu dómsmáli hefur Jesús Kristur verið ákærður fyrir það sem skráð er í Jesaja 43:11. Ef við værum kölluð sem vottar til stuðnins kröfu Jesú (sjá vers 10), hvaða vitnisburð gætum við lagt fram? Hvaða sönnun gætum við lagt fram úr okkar eigin lífi?

Jesaja 48:10; 49:13–16

Drottinn getur hreinsað okkur i gegnum raunir okkar.

  • Kannski gætu meðlimir bekkjarins rætt það hvernig þessi orð öldungs Quentin L. Cook hjálpa okkur að skilja Jesaja 48:10: „Persónueiginleikar og réttlæti sem mótast í eldi andstreymis fullkomnar okkur og hreinsar“ („Ósungnir söngvar,“aðalráðstefna, október 2001.) Þeir gætu einnig rætt um það hvernig þeirra eigin „[bræðsluofn þjáningar] hafi hjálpað við að fága þá andlega. Hvernig hjálpar Jesaja 49:13–16 okkur í raunum okkar? Sjá einnig myndbandið „The Refiner´s Fire“ [Eldur málmbræðslumannsins] (ChurchofJesusChrist.org).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Standa sem vitni

Margaret D. Nadauld forseti útskýrði merkingu þess að „standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allstaðar“ (Mósía 18:9):

„Þegar við stöndum stöðug sem vitni, lofum við að elska Drottinn, heiðra hann ávallt – daga sem nætur, sumar sem vetur, á góðum stundum og slæmum – elska Drottinn og leyfa þeim kærleika að skína í daglegu lífi okkar. …

Að standa sem vitni í öllu – stóru sem smáu, í öllum samræðum, í galsa og gríni, í lestri bóka og hlutstun tónlistar, í stuðningi málstaðar, veittri þjónustu, klæðnaði og vinavali. …

Að lokum segjumst við standa sem vitni alls staðar. Það þýðir ekki bara á opinberum vettvangi, heldur einnig í einrúmi, í leynum, á myrkum eða björtum stöðum, í kirkju, skóla, heima eða í bílnum, á fjöllum eða ströndum, á götu eða í almenningsgarði. …

Þegar við hugsum um mikilleika gjafar [frelsarans] til okkar, hvað smávægilegt gætum við þá gert fyrir hann og himneskan föður sem sendi hann? Við gætum staðið sem vitni um elsku þeirra og kennslu, alltaf, í öllu og allstaðar“ („Stand as Witness,“ Ensign, maí 2000, 93, 95).

Bæta kennslu okkar

Stuðla að kostgæfni í námi. „Nemendur eru endanlega ábyrgir fyrir eigin námi. Íhugið hvernig þið getið hjálpað nemendum að meðtaka og uppfylla þessa ábyrgð“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 29).