Gamla testamentið 2022
26. september–2. október. Jesaja 50–57: „En vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði“


„26. september–2. október. Jesaja 50–57: ‚En vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„26. september–2. október. Jesaja 50–57,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Kristur með þyrnikórónu að þola háð hermanns

Kristur hæddur, eftir Carl Heinrich Bloch

26. september–2. október

Jesaja 50–57

„En vorar þjáningar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði“

Mikilvægasta leiðin til að undirbúa kennslu er að lesa og ígrunda ritningarnar. Hvað skynjið þið og lærið er þið lesið Jesaja 50–57?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla upplifunum sínum við lestur Jesaja 50–75, gætuð þið skrifað álíka setningu á töfluna og Trú mín á Jesú Krist styrktist við að lesa … Biðjið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig þeir myndu ljúka setningunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesaja 50–52

Framtíðin er björt fyrir fólk Drottins.

  • Við höfum öll upplifað það að finnast við veiklunduð. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að treysta á styrk Drottins, gætuð þið beðið hvern þeirra að lesa nokkur vers úr Jesaja 50–57 og miðla einhverju í þeim sem myndi styrkja einhvern sem upplifði sig veikan og vondaufan. Þið gætuð einnig bent á það að hinn upprisni Drottinn endurtók sum af orðum Jesaja fyrir fólkið í Ameríku (sjá 3. Nefí 20:32–45). Hvernig auka orð frelsarans í 3. Nefí 20:30–45 skilning okkar á því hvenær þessir spádómar munu uppfyllast?

  • Í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að skráð sé allt í Jesaja 50–52 sem Drottinn býður fólki sínu að gera. Kannski gætu meðlimir bekkjarins miðlað því sem þeir fundu og rætt hvað þessi boð þýða fyrir þá? Þið gætuð viljað leggja áherslu á boðin í Jesaja 51:1–2, 6–6; 52:1–3, 9–11. Hvernig getum við framkvæmt þessi boð? Þið gætuð bent á að Kenning og sáttmálar 113:7–10 veitir innblásna útskýringu á Jesaja 52:1–2. Hvernig auka þessi orð skilning okkar?

Ljósmynd
höggmynd af Kristi að bera kross

Sökum kærleika, eftir myndhöggvarann Angela Johnson

Jesaja 52:13–15; 53

Jesús Kristur tók á sig syndir okkar og sorgir.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá orð Jesaja fyrir sér í Jesaja 53, gætuð þið stillt upp nokkrum myndum af atburðunum sem tengdust friðþægingu Jesú Krists (sjá Listaverkabók fagnaðarerindisins,nr. 56–60). Þið gætuð því næst beðið meðlimi bekkarins að finna setningar í Jesaja 53 sem lýsa atburðunum á myndunum. Hvað kenna orð Jesaja um þjáningu frelsarans fyrir okkur? Hvað leggja þau til um ástæðu þess að hann þjáðist fyrir okkur? Hvað hvetja þessar kenningar okkur til að gera?

  • Til að bjóða heilögum anda að bera vitni um sannleikann sem kenndur er í Jesaja 52:13–15, 53, gætuð við beðið meðlimi bekkjarins að lesa þessi vers í hljóði á meðan þið spilið upptöku af sálmi um friðþægingu Jesú Krists. Bjóðið meðlimum bekkjarins að leita að orðum eða orðtökum í ritningunum sem þeim finnast sérstaklega mikilvæg. Bjóðið þeim síðan að miðla því sem þeir fundu og hvernig þeim líður gagnvart frelsaranum. Íhugið einnig að bjóða meðlimum bekkjarins að lesa Mósía 15:10–12, þar sem Abinadí útskýrði hvað orðtakið „afkomendur hans“ þýðir. Hvernig hjálpar þetta okkur að skilja Jesaja 53:10?

Jesaja 54.

Jesús Kristur vill að við snúum aftur til hans.

  • Lestur Jesaja 54 gæti innblásið meðlimi bekkarins sem eru vondaufir vegna synda sinna og veikleika. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að leita í kapítula 53 að orðtökum eða versum sem sýna tilfinningar frelsarans til okkar. Hvernig vill hann að við lítum á syndir og veikleika fortíðar? Hvaða tilfinningar vill Drottinn að við höfum til hans? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla hver öðrum því sem þeir læra um Jesú Krist frá þessum kapítula. Yfirlýsing Dieter F. Uchtdorf, forseta í „Fleiri heimildir“ getur verið viðbót við umræðu ykkar.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Við getum átt von í Jesú Kristi.

Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi:

„Það skiptir engu hversu miklar rústir líf okkar virðist vera. Það skiptir engu hversu miklar syndir okkar eru, hversu beisk við erum, einmana, yfirgefin eða harmþrungin. Þá má jafnvel endurreisa sem eiga sér enga von, eru örvæntingarfullir, eru rúnir trausti og ráðvendni eða hafa snúið frá Guði.

Gleðitíðindi fagnaðarerindisins eru þessi: Sökum hinnar eilífu sæluáætlunar okkar kærleiksríka himneska föður, og fyrir tilverknað hinnar altæku friðþægingar Jesú Krists, er ekki aðeins mögulegt að endurleysa okkur frá föllnu ástandi til hreinleika, heldur getum við líka náð lengra en dauðlegir menn fá ímyndað sér og orðið erfingjar eilífs lífs og tekið á móti óviðjafnanlegri dýrð Guðs („Hann mun leggja þig á herðar sér og bera þig heim,“ aðalráðstefna, apríl 2016).

Bæta kennslu okkar

Lifið verðug leiðsagnar andans. Þegar þið lifið verðuglega eftir fagnaðarerindinu, lifið þið verðug andans, sem er besti kennarinn. Þegar þið leitið leiðsagnar heilags anda, mun hann veita ykkur hugsanir, hughrif og skapandi hugsanir um það hvernig á að mæta þörfum þeirra sem þið kennið. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans],  5.)