Gamla testamentið 2022
17.–23. október. Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3: „Ég breyti sorg þeirra í gleði“


„17.–23. október. Jeremía 30-33; 36; Harmljóðin 1; 3: ‚Ég breyti sorg þeirra í gleði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„17.–23. október. Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
myndskurður af spámanninum Jeremía

Hróp spámannsins Jeremía, af myndskurði frá Nazarene skólanum.

17.–23. október

Jeremía 30–33; 36; Harmljóðin 1; 3

„Ég breyti sorg þeirra í gleði“

Ígrundið hughrifin sem þið fenguð í einkanámi ykkar á Jeremía og Harmljóðunum. Hvaða ritningarvers úr þessum kapítulum finnst ykkur að muni hafa mesta þýðingu fyrir nemendur ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu úr ritningarnámi sínu, gætuð þið skrifað álíka setningar á töfluna og Ég hef lært það að … , Ég hef vitnisburð um … , eða Ég hef upplifað … Meðlimir bekkjarins gætu miðlað einhverju úr Jeremía eða Harmljóðunum til að ljúka setningunum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jeremía 30–31; 33; Harmljóðin 1:1–7; 3:1–5

Drottinn mun leysa Ísrael úr ánauð og safna honum saman.

  • Boðskapur vonar í spádómum Jeremía getur veitt meðlimum bekkjarins von í þeirra eigin aðstæðum. Ef til vill gæti bekkurinn ykkar rætt aðstæður sem gætu valdið því að fólk á okkar tímum, finnst það vera jafn vondauft eins og á tímum Jeremía (sjá Jeremía 30:5; 31:15; Harmaljóðin 1:1–7; 3:1–5, og tilvitnunin í „Fleiri heimildir“). Þið gætuð því næst skipt bekknum í þrjá hópa og boðið hverjum hópi að fara yfir Jeremía 30; 31; og 33 í leit að boðskap sem gæti fært fólki í dag von. Hvernig hefur von á Drottin hjálpað okkur að standast mótlæti?

Jeremía 31:31–34; 32:37,–42

„Þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð.“

  • Upprifjun á Jeremía 31:37–42; 32:37–42 getur hjálpað bekk ykkar að ígrunda þá sáttmála sem þeir hafa gert. Ein leið til að hvetja til umræðna um þessi vers, er að gefa meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að lesa versin og skrifa spurningu á bréfmiða sem þeir myndu vilja ræða við bekkinn um varðandi lesefnið. Til dæmis gætu þeir viljað ræða hvað það þýðir að hafa lögmál Guðs ritað á hjörtu þeirra (sjá Jeremía 31:33) eða hvernig sáttmálar hjálpa okkur að þekkja Drottin (sjá Jeraemía 31:34). Þið gætuð safnað spurningunum saman og valið nokkrar til að ræða. Hvað lærum við af þessum versum sem getur innblásið okkur að vera hughraust við að halda sáttmála okkar?

Ljósmynd
stúlka lærir ritningarnar

Ritningarnar geta innblásið okkur að iðrast og snúa til Drottins.

Jeremía 36

Ritningarnar hafa kraft til að snúa okkur frá illu.

  • Meðlimir bekkjar ykkar gætu hafa öðlast innsýn í ritningarnar er þau lásu Jeremía 36 heima. Bjóðið þeim að miðla því sem þeir lærðu. Þið gætuð einnig úthlutað meðlimum bekkjarins nafni á persónu í kapítulanum og beðið þá að lesa um það sem sú persóna gerði með orð Guðs. Meðlimir bekkjarins gætu lesið orð og gjörðir Drottins (sjá vers 1–3, 27–31); Jeremía (sjá vers 4–7, 32); Barúks (sjá vers 4, 8–10, 114–18); Jahúdís og Jójakíms konungs (sjá vers 20–26); og Elnatans, Delaja og Gemarías (sjá vers 25). Hvernig sýna orð okkar og gjörðir tilfinningar okkar gagnvart ritningunum?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Þið getið ávallt átt von.

M. Russell Ballard forseti minntist á nokkrar aðstæður sem gætu valdið því að einhver missi vonina og hann veitti leiðsögn um hvar væri hægt að finna von:

„Sum okkar gætu upplifað að líf okkar sé fyllt vonbrigðum, vonsvikum og sorg. Mörgum finnst þeir hjálparvana við að takast á við það óskipulag sem virðist ríkja í heiminum. Aðrir örvænta yfir fjölskyldumeðlimum sem berast hraðbyri niður straum ofsafenginnar bylgju veikjandi gilda og hrakandi siðferðisstaðla. Margir hafa jafnvel talið sér trú um og sætt sig við að ekki verði ráðin bót á ranglæti og grimmd heimsins. Þeir hafa gefið upp vonina. …

… Sum okkar kunna að hafa misst vonina vegna syndar og misgjörðar. Menn geta orðið svo samdauna leiðum heimsins að þeir sjá enga leið út og missa alla von. Ákall mitt til allra sem hafa fallið í þessa gildru andstæðingsins er að gefast aldrei upp! Trúið mér, hversu vonlaust sem allt virðist vera eða hversu mikil sem örvæntingin verður, þá getið þið ávallt átt von. Ávallt“ („The Joy of Hope Fulfilled,“ Ensign, nóv. 1992, 31–32).

„Von okkar um andlegt öryggi á þessum óróleikatímum er einfaldlega sú að snúa huga okkar og hjarta til Jesú Krists. … Trú á Guð og son hans Jesú Krists er algjörlega nauðsynleg til að viðhalda stöðugri yfirsýn á tíma mótlætis og erfiðleika“ („The Joy og Hope Fulfilled,“ 32).

Bæta kennslu okkar

Fylgið andanum. Þið getið ekki séð fyrir framvindu hverrar lexíu, en er þið hlustið efitr hvatningu andans, mun hann leiða kennslu ykkar. Þegar þið eruð andlega viðbúin, mun Drottinn gefa ykkur „á því andartaki, hvað segja skal“ (Kenning og sáttmálar 100:6; sjá einnig Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).