Gamla testamentið 2022
24.–30. október. Esekíel 1–3; 33–34; 36–37; 47: „Ég mun … leggja ykkur nýjan anda í brjóst“


„24.–30. október. Esekíel 1–3; 33–34; 36–37; 47: ,Ég mun … leggja ykkur nýjan anda í brjóst,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„24.–30. október. Esekíel 1–3; 33–34; 36–37; 47,” Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús leiðir sauði

Kom, fylg mér, eftir Scott Sumnet

24.–30. október

Esekíel 1–3; 33–34; 36–37; 47

„Ég mun … leggja yður nýjan anda í brjóst”

Drottinn hefur varðveitt orð Esekíels með viturlegan tilgang í huga og þau geta blessað meðlimi bekkjar ykkar. Ígrundið þetta er þið lesið ritverk Esekíels þessa vikuna.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Fólkið sem heyrði orð Esekíels fannst orð hans vera „ljúf“ og „ánægjuleg,“ en þau „[fóru] ekki eftir þeim“ (sjá Esekíel 33:30–33). Meðlimir bekkarins gætu miðlað hluta sem þeir fundu í ritverki Esekíels sem innblés þeim að framkvæma eitthvað.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Esekíel 34.

Drottinn býður okkur að hirða um sauði sína.

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna persónulega merkingu í Esekíel 34, gætuð þið skrifað mögulegar aðstæður sem þau gætu tekist á við á töfluna, eins og búa sig undir trúboð, ala upp börn, eða hljóta hirðisþjónustuverkefni. Meðlimir bekkjarins gætu valið eitt atriði til að hugleiða er þau lesa Esekíel 34:1–10í hljóði. Bjóðið þeim að miðla því hvaða ráð þeir myndu gefa öðrum í þeim aðstæðum sem þeir völdu, byggt á þessum versum. Hvað merkir að hirða um sjálfan sig en ekki sauði Drottins? Hvernig ættum við að vera hirðar eins og frelsarinn? (sjá vers 11–16).

Þið gætuð fundið fyrir hvatningu til að spyrja spurninga sem hjálpa meðlimum bekkjarins að hugleiða hið táknræna í Esekíel 34:11–31. Hvað gæti, til dæmis, „[gott] haglendi“ og „[hvíldarstaður]“ þýtt í versi 14 og 15? Hver er munurinn á sauð sem „villist [frá]“ eða þess sem er [hrakinn í burtu]“? (vers 16). Hvernig bjargar frelsarinn báðum sauðunum? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað öðrum táknum sem þeir finna í þessum versum og rætt hvað þessi tákn kenna þeim um Jesú Krist.

Esekíel 37.

Drottinn er að safna saman fólki sínu og veita þeim nýtt líf.

  • Lestur á Esekíel 37 og hugleiðing á loforði Drottins um að safna saman Ísrael, gæti veitt okkur skilning á samansöfnuninni og hvernig við tökum þátt í henni. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að hljóta þennan skilning, gætuð þið skrifað álíka spurningar á töfluna og Hverju er Drottinn að reyna að koma til leiðar með samansöfnun Ísraels? Hvernig kemur hann henni til leiðar? Þið gætuð síðan beðið helming bekkjarins að lesa Esekíel 37:1–14 og hinn helminginn að lesa Esekíel 37:15–28 er meðlimir hans leita sér skilnings á því sem finna mætti í þessum tveimur hlutum til að svara spurningunum á töflunni. Það gæti hjálpað að útskýra að tréstafir Jósefs og Júda, sem nefndir eru í versum 16–19, tákna Mormónsbók og Biblíuna. Þegar meðlimir bekkarins miðla svörum sínum, skuluð þið hvetja þá til að ræða hlutverk þeirra í síðari daga samansöfnun Ísraels.

Ljósmynd
eyðimörk og Dauðahafið

Esekíel sá í sýn þar sem fljót rann frá musterinu og læknaði Dauðahafið.

Esekíel 47:1–12

Musterið veitir andlega lækningu.

  • Myndir gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja sýnina sem lýst er í Esekíel 47:1–12. Þið gætuð til dæmis sýnt mynd af musteri, fljóti, eyðimörk og Dauðahafinu (sjá myndir í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og Myndasafn Biblíunnar, nr. 3, „Óbyggðir Júdeu“). Það gæti verið hjálplegt að útskýra að Dauðahafið sé svo salt að fiskar og jurtir geta ekki lifað í því. Meðlimir bekkarins gætu lesið vers 1–12 og miðlað því síðan hvað vakti áhuga þeirra varðandi vatnið sem lýst er í sýninni (sjá einnig Opinberunarbókin 22:1 og tilvitnunina í „Fleiri heimildir“). Þau gætu einnig teiknað mynd af sýn Esekíels. Hvað gæti vatnið táknað? Hvað gætu trén í versi 12 táknað? Kannski gætu meðlimir bekkarins miðlað því hvernig musterið og blessanir þess hafa veitt þeim andlegt líf og lækningu.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Musterisblessanir geta læknað okkur.

Öldungur Dale G. Renlund sagði varðandi vatnið sem rann út úr musterinu í sýn Esekíels (sjá Esekíel 47:1–12.):

„Tvö einkenni vatnsins eru athyglisverð. Í fyrsta lagi, þó að hinn litli lækur hafi ekki haft neinar aðrennslisár þá óx hann upp í stórt fljót og varð breiðari og dýpri því lengra sem hann flæddi. Eitthvað álíka gerist með þær blessanir sem flæða frá musterinu er einstaklingar eru innsiglaðir sem fjölskyldur. Mikilvægur vöxtur verður, fram og aftur í gegnum ættliðina, er innsigunarathafnir skeyta fjölskyldum saman.

Í öðru lagi þá lifnaði allt við sem fljótið snerti. Á sama hátt hafa blessanir musterisins undraverða hæfni til að græða. Musterisblessanir geta læknað hjörtu, líf og fjölskyldur“ („Ættarsaga og musterisverk: Inniglun og lækning,“aðalráðstefna apríl 2018: sjá einnig myndbandið „And the River Will Grow,“ [Og fljótið mun vaxa] ChurchofJesusChrist.org).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið öðrum að meðtaka af andanum. „Stundum munu kennarar freistast til að hugsa að það sé þeirra þekking, aðferðir eða persónuleiki sem innblæs þá sem þeir kenna. … Tilgangur ykkar sem kennara er ekki að vera með tilkomumikla framsetningu, heldur að hjálpa öðrum að taka á móti áhrifum heilags anda“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).