Gamla testamentið 2022
31. október–6. nóvember. Daníel 1–6: „Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa“


„31. október–6. nóvember. Daniel 1–6: ,Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„31. október–6. nóvember. Daniel 1–6,” Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Daníel túlkar draum konungs

Daníel ræður draum Nebúkadnesars, eftir Grant Romney Clawson

31. október–6. nóvember

Daníel 1–6

„Enginn annar Guð er til sem megnar að frelsa“

Margir meðlimir bekkjarins munu kannast við sumar sögurnar í bók Daníels. Þegar þið lesið og undirbúið kennsluna, leitið þá leiðsagnar andans um hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna persónulega merkingu úr þessum kapítulum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það gæti verið gagnlegt að bjóða meðlimum bekkjarins að greina frá framvindu einkanáms eða fjölskyldunáms þeirra í ritningunum. Þegar meðlimir bekkjarins miðla skilningi á einhverju sem andinn kenndi þeim í þessari viku, gætuð þið spurt hvað þeir gerðu sem veitti þeim þann skilning.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Daníel 1; 3; 6

Við getum treyst Drottni þegar trú okkar er reynd.

  • Til að hefja umræður um hvernig Daníel, Sadrak, Mesek og Abed-Negó sýndu trú á Drottin, gætuð þið beðið nokkra meðlimi bekkjarins að draga saman þær áskoranir sem þessir fjórir menn lýstu í Daníel 1, 3 og 6. Hvers vegna hefði verið erfitt að vera trúfastur í þessum aðstæðum? Hvaða aðstæðum stöndum við frammi fyrir sem reyna á trú okkar? Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Daníel 1:10–13; 3:15–18; 6:10, til að finna hvernig þessir fjórir menn brugðust við áskorunum sínum. Hvernig getur fordæmi þeirra hjálpað í viðleitni okkar til að vera trúfastir lærisveinar Jesú Krists?

  • Líkt og Daníel og vinir hans, höfum við mörg fundið fyrir þrýstingi til að hvika frá stöðlum okkar. Hvað er það helst sem veldur slíkum þrýstingi í lífi okkar? Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra af fordæmi Daníels og vina hans, gætuð þið skipt bekknum í þrjá hópa og beðið hvern hóp að fara yfir efirfarandi kapítula: Daníel 1, 3, eða 6 Hvernig blessaði Drottinn Daníel, Sadrak, Mesak og Abed-Negó þegar þeir völdu að vera trúfastir þvert á þrýstinginn sem þeir stóðu frammi fyrir. Hver hópur gæti síðan sagt bekknum frá því sem lærðist. Meðlimir bekkarins gætu rætt saman um það hvernig hægt er að vera trúfastur, þrátt fyrir félagslegan þrýsting eða annars konar þrýsting. Þeir gætu einnig rætt mikilvægi þess að leita góðra vina sem myndu styðja okkur í stöðlum okkar.

Daníel 2

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er ríki Guðs á jörðu.

  • Umræða um Daníel 2 gæti hjálpað meðlimum bekkarins að skilja hvernig Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er að uppfylla örlög sín sem hinn forspáði steinn sem „[losnaði] úr fjallinu“ (vers 45). Til að byrja með gætuð þið sem bekkur lesið lýsingu Daníels og túlkun hans á draumi Nebúkadnesars, sem sjá má í Daníel 2:31–45. Því næst gætuð þið sýnt mynd af steini (eða teiknað hann á töfluna). Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir læra um ríki Guðs með því að bera það saman við lýsinguna af steininum í Daníel 2:34–35, 44–45. Kannski gætu meðlimir bekkjarins þekkt hluta sögu kirkjunnar á svæði ykkar, sem þeir gætu miðlað. Hvernig höfum við séð spádóma Daníels uppfyllast í eigin lífi?

Daníel 2:1–30

Það krefst andlegs undirbúnings að hljóta opinberun.

  • Kannski gætu meðlimir bekkjarins haft hag af því að læra um það hvernig Daníel bjó sig undir að meðtaka opinberunina sem hann þurfti til að lýsa og túlka draum Nebúkadnesars. Þið gætuð byrjað á að biðja meðlimi bekkjarins að lesa Daníel 2:1–15 og miðla því svo hvernig þeim myndi líða ef þeir væru í stöðu Daníels. Bjóðið þeim að lesa Daníel 2:16–18 til að læra það sem Daníel gerði. Hvað lærum við um það hvernig Guð undirbjó Daníel í Daniel 1:17? Hvað getum við lært af Daníel sem gæti hjálpað okkur er við leitum persónulegrar opinberunar? Hvað getum við lært af orðum Daníels og gjörðum, eftir að hann hlaut aðstoð Drottins? (sjá Daníel 2:20–30).

Ljósmynd
fjórir drengir sitja við borð og afþakka kjöt sem maður býður þeim

Myndskreyting af Daníel og vinum hans að afþakka mat konungs, eftir Brian Call

Daníel 3

Þegar niðurstaðan er óljós, getum við samt valið trú.

  • Upplifun Sadraks, Mesaks og Abed-Negós sem sjá má í Daníel 3 getur hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að skilja betur hvað það þýðir að hafa trú á Jesú Kristi. Þið getið boðið meðlimum bekkjarins að taka saman söguna um þá áskorun sem Sadrak, Mesak og Abed-Negó stóðu frammi fyrir (sjá Daníel 3:1–12) og ræða svo um það hvernig þeir brugðust við (sjá Daníel 3:13–18). Hvað lærum við um trú af viðbrögðum þessara manna? Þið gætuð skrifað þessi orðtök á töfluna Guð okkar getur … og Ef ekki … úr versum 17–18. Meðlimir bekkjarins gætu lagt til hvernig þeir gætu fyllt í eyðurnar með aðstæðum sem þeir gætu staðið frammi fyrir. Þeir gætu t.d. lagt til: „Guð okkar getur svarað öllum spurningum mínum“ og „Ef ekki, vil ég treysta honum í þolinmæði.“ Þegar meðlimir bekkjarins miðla dæmum, skuluð þið hvetja þá til að ræða um það hvernig frelsarinn styður okkur og styrkir jafnvel þegar við vitum ekki hvernig allt fer.

Bæta kennslu okkar

Notið sýnigögn. „Listaverk, svo sem myndir, myndbönd og leikþættir, geta hjálpað til við að virkja nemendur – sérstaklega þá sem læra best af sýnidæmum – og gert frásagnir úr ritningunum eftirminnilegri“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22).