Gamla testamentið 2022
21.–27. nóvember. Jónas; Míka: „Hann hefur unun af að sýna mildi“


„21.–27. nóvember. „Jónas; Míka: „Hann hefur unun af að sýna mildi,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„21.–27. nóvember. Jónas; Míka,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
maður skríðandi á ströndu með hval í sjó í bakgrunni

Jónas á ströndu við Níníve, eftir Daniel A. Lewis

21.–27. nóvember

Jónas; Míka

„Hann hefur unun af að sýna mildi“

Varanleg trúarumbreyting krefst meira en upplyftandi sunnudagaskólalexíu aðra hverja viku. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að leitast eftir andlega persónulegri reynslu allt sitt líf.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Hugleiðið að skrifa álíka setningar á töfluna og: Sannleikur sem upp í hugann kom, Eitthvað nýtt sem ég lærði og Eitthvað sem ég hefði áhuga á að læra enn frekar. Veitið meðlimum bekkjarins tíma til að fara yfir það sem þeir lásu í Jónasi og Míka sem tengist einu orðtakanna á töflunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jónas 1–4; Míka 7:18–19

Drottinn er miskunnsamur öllum þeim sem leita til hans.

Minnið meðlimi bekkjarins á að náð Drottins geti hjálpað þeim að skynja elsku hans til þeirra og hvatt þá til að iðrast. Þið gætuð boðið bekknum að lesa Míka 7:18–19 og skráð einhver atvik á töfluna úr Jónas 1–4 sem sýna að Drottinn hefur unun af því að sýna mildi. Hvaða annarri reynslu af miskunn Guðs getum við miðlað – úr ritningunum eða okkar eigin lífi.

Það að upplifa miskunn Drottins getur innblásið okkur til að vera miskunnsamari. Hér er ein hugmynd sem gæti hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að læra um miskunn úr bók Jónasar. Þið gætuð skrifað álíka spurningar á töfluna: Hvað getur miskunn Guðs, eins og hún er sýnd í Jónas 1–4, kennt mér um að vera miskunnsamari? Hver meðlimur bekkjarins gæti valið sér kapítula til að yfirfara og leita að svörum við spurningunni. Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að hugleiða tækifæri sem þeir hafa til að láta af dómhörku og sýna þess í stað sjálfum sér og öðrum mildi.

Ljósmynd
tvær manneskjur tala saman við á

Við getum miðlað börnum Guðs fagnaðarerindinu.

Jónas 1; 3–4

Öll börn Guðs þurfa að heyra fagnaðarerindið.

  • Ein leið til að læra af sögu Jónasar er að bera hana saman við frásagnir um trúboða í Mormónsbók. Íhugið að búa til tvo dálka á töflunni með yfirskriftunum Jónas og Alma og synir Mósía. Bjóðið bekknum að bera saman viðhorf Jónasar varðandi það að kenna fólkinu í Níníve (sjá Jónas 1; 3–4) og viðhorf sona Mósía varðandi það að kenna Lamanítunum (sjá Mósía 28:1–5; Alma 17:23–25). Hvað lærum við af þessu verkefni um að deila fagnaðarerindinu með börnum Guðs?

  • Eins og Jónas, erum við mörg kannski hikandi við að bjóða öðrum að snúa til Drottins. Hverjar eru mögulegar ástæður þess að Jónas flúði þá köllun sína að vara íbúa Níníve við? Af hverju hikum við stundum að miðla fagnaðarerindinu? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig Drottinn hefur hjálpað þeim að sigrast á slíkum efasemdum. Leiðsögn Henrys B. Eyring forseta í „Fleiri heimildir“ gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að bera kennsl á það sem gæti gert okkur kleift að miðla fagnaðarerindinu.

Míka 6:6–8

„Hvers … væntir [Drottinn] af þér“

  • Míka 6:6–7 fjallar um nokkra þætti fornra helgisiða Gyðinga. Sum atriði eru samt mikilvægari Guði en ytri siðir. Bjóðið meðlimum bekkjarins að finna þessi mikilvægu atriði í versi 8. Kannski gætu meðlimir bekkjarins fundið lykilorðtök í þessu versi og rætt hvað hvert orðtak þýðir. Þeir gætu síðan valið sín eftirlætis orðtök, fundið ritningargreinar tengdar efninu í Leiðarvísi að ritningunum eða efnistengdum sálmum í Sálmabókinni og miðlað því sem þeir læra. Af hverju eru þessi lögmál Drottni mikilvægt?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Elska, fordæmi og vitnisburður:

Eftir að hafa rætt um viðvörun Jónasar til fólksins í Níníve, deildi Henry B. Eyring forseti reynslu þar sem móðir hans veitti honum viðvörun:

„Ég minnist þess enn hve móðir mín talaði eitt sinn ljúflega til mín eitt laugardagssíðdegi þegar ég var lítill drengur og spurði hana hvort ég mætti gera eitthvað sem mér fannst afskaplega eðlilegt en henni fannst áhættusamt. Ég furða mig á þeim krafti sem hún bjó yfir, frá Drottni trúi ég, til að fá mig til að skipta um skoðun með fáeinum orðum. Í minningunni voru þau: ‚Ó jæja, ég býst við að þú gætir gert það. Valið er þitt.‘ Aðvörun hennar fólst aðeins í þeirri áherslu sem hún lagði á orðin gætir og valið. Það nægði mér þó.

Sá kraftur sem hún bjó yfir til að aðvara með fáeinum orðum átti rætur í þrennu sem ég vissi um hana. Í fyrsta lagi þá vissi ég að hún elskaði mig. Í öðru lagi vissi ég að hún hafði þegar gert það sem hún vildi að ég gerði og hlotið blessanir fyrir. Og í þriðja lagi þá hafði hún veitt mér þann óhagganlega vitnisburði sinn um að val mitt væri svo mikilvægt að Drottinn myndi greina mér frá því hvað gera skyldi ef ég spyrði hann. Elska, fordæmi og vitnisburður: Þetta voru lykilatriði þessa dags“ („A Voice of Warning [Viðvörunarraust],“ Ensign, nóv. 1998, 32).

Bæta kennslu okkar

Undirbúið ykkur sjálf. Áhrifamikil trúarkennsla hefst á persónulegum undirbúningi. Áður en þið undirbúið kennsluna, leggið þá áherslu á að fylla hjarta ykkar heilögum anda með innihaldsríku námi og bæn. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 12.)