Gamla testamentið 2022
7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel: „Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja“


„7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel: ‚Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„7.–13. nóvember. Hósea 1–6; 10–14; Jóel,” Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
brúðhjón á musterislóð

7.–13. nóvember

Hósea 1–6; 10–14; Jóel

„Ég ætla að … elska þá af frjálsum og fúsum vilja“

Þegar þið lesið og undirbúið þessa viku, hugleiðið hvaða fallegi og upplyftandi boðskapur úr bókum Hósea og Jóel gætu mætt þörfum þeirra sem þið kennið.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir lærðu í vikunni, gætuð þið boðið þeim að skrifa orð eða orðtök sem innblés þá í náminu. Því næst gætu þeir miðlað því hvers vegna orðið eða orðtakið hafi snert þá. Þessi orð eða orðtök gætu hjálpað við að leiða það sem eftir lifir umræðunnar.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Hósea 1–3; 14

Drottinn býður okkur ætíð að snúa aftur til hans.

  • Þið gætuð hafið umræðuna á Hósea 1–3 með því að skrifa hjónaband á töfluna og biðja meðlimi bekkjarins að gera lista yfir þau orð sem þau tengja við hjónaband. Hvað er líkt með því að gera sáttmála við Drottin og að ganga í hjónaband? Hvað er líkt með því að brjóta þann sáttmála og að vera ótrúr maka sínum? (sjá Hósea 2:5–7, 13). Síðan gæti bekkurinn rætt um það hvernig sambandið milli Hósea og Gómer sé táknrænt fyrir sambandið milli Drottins og fólks hans. Hvað kenna Hósea 2:14–23 og Hósea 14 okkur um elsku og miskunn Drottins? Hvernig sýnum við Drottni elsku okkar og trúfesti við hann?

  • Hósea 14 lýsir mörgum fallegum loforðum sem Drottinn gaf Ísraelsætt, að því skildu að fólkið sneri aftur til hans. Kannski gætu meðlimir bekkjarins leitað að þessum loforðum i þessum kapítula. Hvað sagðist Drottinn ætla að gera? Hvað gæti orðtakið „elska þá af frjálsum og fúsum vilja“ þýtt? (vers 5). Hvað kenna myndlíkingarnar í versum 6–8 um blessanir Drottins fyrir okkur, þar með taldar blessanir iðrunar?

    Ljósmynd
    kona situr á jörðinni og karlmaður leggur hendur á höfuð hennar

    Hinni syndugu Gómer, sem er táknræn fyrir Ísrael, var boðið endurlausn af Drottni. Myndskreyting eftir Deb Minnard, með leyfi frá goodsalt.com

Hósea 6:6; Jóel 2:12–13

Hollusta við Guð þarf að finnast hið innra, ekki aðeins með útvortis tjáningu.

  • Hósea 6:6 og Jóel 2:12–14 talar um dýrafórnir og að rífa klæði sem tákn um eftirsjá. Þó að slíkir gjörningar séu ókunnir í dag, þá geta þessi vers leitt til umræðna um það hvað skiptir Drottin mestu. Þið gætuð lesið Hósea 6:6 saman og rætt hvað þetta vers gæti táknað. Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að lesa Matteus 9:10–13 og öðrum að lesa Matteus 12:1–8. Því næst gætu meðlimir bekkarins kennt hver öðrum hvernig þessir atburðir í kennslu frelsarans hjálpa okkur að skilja regluna í Hósea 6:6. Hvernig getum við lifað eftir þessari reglu á okkar tíma?

    Þið gætuð einnig lesið Jóel 2:12–13 saman og rætt um það hvað það gæti táknað að rífa hjörtu okkar frekar en klæði okkar. Hvað lærum við af þessum versum varðandi hvað það merkir að vera sannir lærisveinar Jesú Krists?

Jóel 3

„Ég [mun] úthella anda mínum yfir allt hold“

  • Til að hefja umræðu um Jóel 3, gætuð þið miðlað bekknum því sem Moróní sagði um þennan spádóm þegar hann heimsótti Joseph Smith árið 1823 (sjá Joseph Smith – Saga 1:41). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig þeim finnst spádómarnir í Jóel 3:1–5 vera að uppfyllast í dag. Þið gætuð einnig rætt hvernig orð öldungs David A. Bednar í „Fleiri heimildir“ tengjast spádómi Jóels. Meðlimir bekkjarins gætu rætt um það hvað það merkir að hljóta úthellingu heilags anda í daglegu lífi sínu. Hvað getum við gert ef okkur finnst við ekki vera að hljóta þessa úthellingu? Hvernig getum við aðstoðað „syni [okkar] og dætur [okkar]“ að hljóta hana? (vers 1).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Við getum treyst á leiðsögn heilags anda.

Öldungur David A. Bednar kenndi:

„Við gerum okkur sjálfum stundum erfitt fyrir að hljóta persónulega opinberun. Það sem ég meina er að sáttmálsloforðið segir að er við heiðrum sáttmála okkar, getum við ávallt haft heilagan anda sem stöðugan förunaut. Við tölum samt um það og meðhöndlum það eins og það sé sjaldgæfur atburður að heyra rödd Drottins í gegnum heilagan anda. … [Andinn] ætti ávallt að vera með okkur. Ekki hverja nanósekúndu, en ef einstaklingur er að gera sitt besta – maður þarf ekki að vera fullkominn – en ef þið og ég erum að gera okkar besta og drýgjum ekki alvarlegar syndir, þá getum við reitt okkur á leiðsögn heilags anda. …

… Við virðumst trúa því að heilagur andi sé stórbrotinn og magnþrunginn og skyndilegur, þegar hann er kyrrlátur og hljóður og stigvaxandi í tímans rás. Þið þurfið ekki að bera kennsl á að þið séuð að meðtaka opinberun á því augnabliki sem þið meðtakið opinberun“ („Öldungur David A. Bednar umræða“ [kvöldstund með aðalvaldhöfum, 7. febrúar, 2020], broadcasts.ChurchofJesusChrist.org).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið aðra velkomna. Nemendur þurfa að vita að ykkur sé annt um þá og andlegan þroska þeirra. Það er hægt að sýna það með því að heilsa þeim hlýlega, þegar þeir koma í kennslustund. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 15.)