Gamla testamentið 2022
14.–20. nóvember. Amos; Óbadía: „Leitið Drottins og þér munuð lifa“


„14.–20. nóvember. Amos; Óbadía: ‚Leitið Drottins og þér munuð lifa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„14.–20. nóvember. Amos; Óbadía,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
ásjóna Jesú upplýst af kertaljósi í dimmu herbergi

Brauð lífsins, eftir Chris Young

14.–20. nóvember

Amos; Óbadía

„Leitið Drottins og þér munuð lifa“

Þegar þið lesið Amos og Óbadía, verið þá opin fyrir hughrifum varðandi það sem þið ættuð að kenna meðlimum bekkjar ykkar. Skráið þessar hugleiðingar og leitið tækifæra til að miðla þeim í sunnudagsbekk ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Á sama hátt og Amos og Óbadía vöruðu fólkið við á þeirra tíma, eru orð þeirra okkur viðvörun í dag. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjar ykkar að miðla kenningum úr Amos og Óbadía sem eiga við um okkur.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Amos 3:7–8; 7:10–15

Drottinn opinberar sannleika fyrir tilstilli spámanna sinna.

  • Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla sannleika um spámenn sem þeir fundu í einkanámi eða fjölskyldunámi í Amos 3 og Amos 7. Þið gætuð skráð svör þeirra á töfluna. Hvaða annan sannleika vitum við um spámenn? (Fyrir frekari hugmyndir, farið þá á Gospel Topics [Trúarefni] í greinina „Prophets [Spámenn]“ [topics.ChurchofJesusChrist.org].) Hvetjið nokkra meðlimi bekkjarins til að miðla því hvernig þeir öðluðust vitnisburð um mikilvægt hlutverk spámanna í áætlun Guðs.

  • Hvernig gætum við sagt vini frá ástæðu þess að mikilvægt sé að hafa spámann á okkar tíma? Þið gætuð skrifað spurningar á töfluna er einhver, sem ekki er meðlimur kirkjunnar, gæti spurt um spámenn. Hvernig gætum við svarað einhverjum þessara spurninga með því að nota Amos 3:7–7 og 7:10–15?

  • Sem hluta af umræðu ykkar um spámenn, gætuð þið miðlað einu af eftirfarandi myndböndum: „We Need Living Prophets“ [Við þörfnumst lifandi spámanna] eða „Words of the Prophets“ [Orð spámannanna] (ChurchofJesusChrist.org). Hvernig hafa síðari daga spámenn hjálpað okkur að komast nær Jesú Kristi?

Amos 5; 8:11–12

Fráhvarf er eins og hungursneyð eftir að heyra orð Drottins.

  • Til að hefja samræður um hungursneyðina sem Amos lýsti í Amos 8:11–12, gæti ykkur fundist það hjálplegt að kynna ykkur stuttlega andlegar aðstæður fólksins sem hann var að kenna. Hvernig höfðu Ísraelsmenn snúið frá Drottni? (Sjá, til dæmis, Amos 2:6–8; 5:11–12). Af hverju er það hjálplegt að vita um fall þeirra? Meðlimir bekkarins gætu því næst lesið Amos 8:11–12 og talað um það hvers vegna „hungur“ og „þorsti“ séu góð orð til að lýsa ástandi þeirra sem snúa frá Drottni. Meðlimir bekkarins gætu einnig lesið Amos 5 og leitað að versum sem geta hjálpað okkur að forðast fráhvarf (sjá til dæmis vers, 4, 11–12, 14–15, 25–26).

  • Skilningur á að andlegt hungur fylgi fráhvarfi hjálpar okkur að skilja hina andlegu veislu sem við njótum vegna endurreisnarinnar. Þið gætuð skrifað nokkrar spurningar varðandi fráhvarfið og endurreisnina á töfluna, eins og Af hverju var fráhvarf? Hvaða áhrif hafði fráhvarfið á börn Guðs? Hvaða áhrif hafði endurreisnin? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að leita svara við þessum og öðrum spurningum með því að nota álíka heimildir og þessar: „Boðskapur hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists“ í kafla 3 í Boða fagnaðarerindi mitt ([2004], 31); Gospel Topics greinin „Apostasy [Fráhvarf]“ (topics.ChurchofJesusChrist.org); myndbandið „The Great Apostasy“ [Fráhvarfið mikla] (ChurchofJesusChrist.org); og tilvitnunin í „Fleiri heimildir.“ Bjóðið meðlimum bekkjarins að tala um sannleika sem hefur verið endurreistur á okkar tíma sem skiptir þá sérstaklega miklu máli.

Ljósmynd
hópur ungmenna fyrir framan musteri

Við getum orðið frelsarar á Síonsfjalli með því að gera musteris- og ættarsöguverk.

Óbadía 1:21.

„Bjargvættir munu … halda upp til Síonarfjalls“

  • Hvers vegna er hendingin „Bjargvættir … á [Síonsfjalli]“ (Óbadía 1:21) góð lýsing á okkur þegar við gerum musteris- og ættarsöguverk? Hvernig lætur það verk sem við vinnum fyrir áa okkar í musterinu okkur finnast við vera nær frelsaranum Jesú Kristi? Meðlimir bekkarins gætu miðlað nýlegri reynslu af því að gera musteris- og ættarsöguverk.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Lærum af fortíðinni.

M. Russell Ballard forseti kenndi:

„Á þeim tiltölulega stutta tíma sem Nýja testamentið nær yfir, … snérist fólkið gegn Kristi og postulum hans. Hrunið var svo mikið að við þekkjum það sem fráhvarfið mikla er leiddi til aldalangrar andlegrar stöðnunar og vanþekkingar sem nefnt hefur verið hinar myrku aldir.

… Himneskur faðir okkar elskar öll börn sín, og hann vill að öll njóti þau blessana fagnaðarerindisins í lífi sínu. Andlegt ljós glatast ekki vegna þess að Guð snúi baki sínu við börnum sínum. Fremur er það afleiðing þess, að börn hans hafa sameiginlega snúið baki sínu við honum. Það er náttúruleg afleiðing af slæmu vali einstaklinga, samfélaga, ríkja og heilla menningarheima. Þetta hefur sannast aftur og aftur í tímans rás. Ein af hinum miklu lexíum þessa söguferils er að val okkar, bæði sem einstaklinga og heildar, hefur andlegar afleiðingar fyrir okkur sjálf og fyrir afkomendur okkar“ („Læra af hinu liðna,“ aðalráðstefna, apríl 2009).

Bæta kennslu okkar

Hjálpa nemendum að bera kennsl á heilagan anda. „Spyrjið nemendur, eins og andinn býður, hvernig þeim líði og hvað þeim finnst þeir hvattir til að gera. Hjálpið þeim að tengja andlegar tilfinningar sínar við áhrif heilags anda“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 11).