Gamla testamentið 2022
28. nóvember–4. desember. Nahúm, Habakkuk, Sefanía: „[Vegir hans eru eilífir]“


„28. nóvember–4. desember. Nahúm, Habakkuk, Sefanía: ‚[Vegir hans eru eilífir],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„28. nóvember–4. desember. Nahúm, Habakkuk, Sefanía,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús horfir á stjörnurnar

„[Vegir hans eru eilífir]“ (sjá Habakkuk 3:6). Í upphafi var orðið, eftir Eva Timothy

28. nóvember–4. desember

Nahúm; Habakkuk; Sefanía

„[Vegir hans eru eilífir]“

Fordæmi ykkar sem nemenda fagnaðarerindisins getur blessað meðlimi bekkjar ykkar. Miðlið þeim hvernig heilagur andi er að hjálpa ykkur að skilja ritningarnar og tjáið fullvissu ykkar um að hann geti hjálpað þeim líka.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að veita meðlimum bekkjarins tækifæri til að miðla innsýn sinni úr ritningunum, gætuð þið skrifað Nahúm, Habakkuk og Sefanía sem yfirskrift á töfluna. Því næst gætu meðlimir bekkjarins skrifað undir yfirskriftirnar orð eða orðtök sem vöktu athygli þeirra og kapítulann og versið þar sem þeir fundu það. Gefið þeim tíma til að útskýra hvers vegna þessi orð eða orðtök snertu þá og hvað heilagur andi kenndi þeim.

Kennið kenninguna

Nahúm 1

Drottinn er bæði máttugur og miskunnsamur.

  • Í Lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að leitað sé í Nahúm að versum sem lýsa eiginleikum Drottins. Þið gætuð spurt meðlimi bekkarins hvað þeir hafi lært um Drottin í einkanámi sínu. Hvað lætum við t.d. um hann í versum 1–9? Þið gætuð bent þeim á að Nahúm spáði fyrir um dóm Drottins yfir Níníve, höfðuborg Assýríu og margra ára áþján Assýríu á Ísraelsmönnum. Hvers vegna var það mikilvægt fyrir Ísraelsmenn að heyra boðskap Nahúms um Guð? Hvers vegna er það mikilvægt fyrir okkur í dag?

    Ljósmynd
    steinvirki

    „Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar“ (Nahúm 1:7).

Habakkuk 1:1–4; 2:1–43

Við getum treyst vilja og tímasetningu Drottins.

  • Það gæti verið hjálplegt meðlimum bekkjarins að vita að Habakkuk var, eins og mörg okkar, uggandi yfir því sem hann sá í heiminum umhverfis. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill lesið Habakkuk 1:1–4 og dregið saman áhyggjur Habakkuks. Þeir gætu einnig borið spurningar hans saman við aðrar í ritningunum, eins og þær sem má finna í Markús 4:37–38 og Kenningu og sáttmálum 121:1–6. Hvaða álíka spurningar spyr fólk varðandi Guð í dag? Hvaða ráð gaf Drottinn í Habakkuk 2:1–4 sem hjálpar ykkur að treysta vilja hans og tímasetningu? (sjá einnig Markús 4:39–40, Kenning og sáttmálar 121:7–8). Meðlimir bekkjarins gætu fundið annan hjálplegan skilning í „Fleiri heimildir.“ Þeir gætu einnig miðlað því hvernig frelsarinn hefur hjálpað þeim að „lifa fyrir trú sína“ jafnvel þegar þeir eru með ósvaraðar spurningar.

  • Til að hefja umræður um Habakkuk 3, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að fara yfir kapítulann og miðla því sem þeir finna um tjáningu lofgjörðar og trúar. Til að hjálpa þeim að heimfæra þessi orð upp á sig sjálfa, gætuð þið boðið hverjum bekkjarmeðlim að skrá persónulegar blessanir frá Guði. Bjóðið þeim að ígrunda hvað myndi gerast ef þeir glötuðu einhverjar þessara jarðnesku blessana? Lesið saman Habakkuk 3:17–19 og ræðið hvers vegna það gæti verið erfitt að „gleðjast í Drottni“ (vers 18) í erfiðleikum eins og lýst er í versi 17. Hvað getum við gert til að þróa trú eins og Habakkuk átti?

Sefanía 3:14–20

Drottinn mun gleðjast með fólki sínu í Síon.

  • Til að hjálpa bekkjarmeðlimum að finna von fyrir framtíðina í Sefanía 3:14–20, gætuð þið skrifað á töfluna „[Kætist] og [gleðjist] af öllu hjarta,“ því … og síðan gætu meðlimir bekkjarins leitað í þessum versum eftir blessunum sem lofað er fyrir framtíðina, sem geta hjálpað þeim að gleðjast í dag. Hvernig geta þessi loforð hjálpað okkur á erfiðleikatímum?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Trú felur í sér að treysta á visku Guðs, umhyggju og tímasetningu.

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði:

„Hversu lengi bíðum við eftir líkn frá raunum sem yfir okkur dynja? Hvað með að standast persónulega erfiðleika meðan við bíðum og bíðum og hjálpin er svo sein á ferðinni? Hví þessar tafir þegar byrðarnar eru þyngri en við fáum borið?

… til eru tímar í lífi okkar þegar jafnvel besta andlega viðleitni okkar og einlægustu bænir veita ekki þá sigra sem við þráum, hvort sem um er að ræða alheimsmál eða lítil persónuleg mál. Meðan við því störfum og bíðum sameiginlega eftir svari við sumum bæna okkar, veiti ég ykkur postullegt fyrirheit um að þær eru heyrðar og þeim er svarað, þó ekki endilega á þeim tíma eða á þann hátt sem við vildum. En þeim er ávallt svarað á þeim tíma og á þann hátt sem alviturt og eilíflega miskunnsamt foreldri ætti að svara þeim. …

Trú merkir að treysta Guði jafnt á góðum sem slæmum tímum, jafnvel þó að það þýði þjáningar, þar til við sjáum arm hans opinberast í okkar þágu.“(„Vona á Drottinn,“ aðalráðstefna, október 2020).

Bæta kennslu okkar

Spyrjið opinna spurninga. Þegar þið spyrjið nemendur bekkjarins um reynslu þeirra varðandi ritningarnar, „segið þeim þá að þið séuð ekki að leita að ákveðnu svari, heldur að þið hafið raunverulegan áhuga á því sem þau eru að læra“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 29). Fyrir dæmi um opnar spurningar, sjá þá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 31–32.