Gamla testamentið 2022
5.–11. desember. Haggaí, Sakaría 1–3; 7–14: „[Heilagleiki til Drottins]“


„5.–11. desember. Haggaí, Sakaría 1–3; 7–14: ‚[Heilagleiki til Drottins],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„5.–11. desember. Haggaí, Sakaría 1–3; 7–14,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Laie-musterið, Havaí

Laie-musterið, Havaí

5.–11. desember

Haggaí; Sakaría 1–3; 7–14

„[Heilagleiki til Drottins]“

Þegar þið lesið Haggaí og Sakaría, íhugið þá hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna merkingu í þessum spádómum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Meðlimir bekkjarins gætu miðlað versum frá Haggaí og Sakaría sem þeir hafa hugleitt eða rætt við aðra í vikunni og rætt hvernig þessi vers hjálpuðu þeim að koma nær Drottni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Haggaí 1; 2:1–9

„[Sjáið] hvernig ykkur hefur farnast.“

  • Leiðsögnin í Haggaí 1 getur hjálpað meðlimum bekkjarins að hugsa um eigin forgangsröðun. Þið gætuð boðið þeim að lesa Haggaí 1:1–7 og borið kennsl á það hvernig fólkið í Jerúsalem var ekki að hafa það í forgangi sem Drottinn vildi að það gerði. Hvað er það sem Drottinn hefur beðið okkur að hafa í forgangi í lífi okkar? Hvað getur truflað okkur frá því að einbeita okkur að himneskum föður og frelsaranum og þeirra forgangsatriðum? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað reynslu sinni sem hefur hjálpað þeim að „sjá hvernig [þeim] hefur farnast“ og skoða forgangsatriði sín.

  • Til að hjálpa bekkjarmeðlimum að hugsa um það hvernig þeir geta betur einblínt á forgangsatriði Drottins, gætuð þið beðið þá að yfirfara Haggaí 2:1–9. Hvaða leiðsögn veitti Drottinn sem getur hjálpað okkur að gera verk hans? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig þeir ná að setja forgangsatriði Drottins fremst í sínu lífi er þeir takast á við sínar mörgu mikilvægu ábyrgðir. Hvað kennir Haggaí 2:1–9 um það hvernig Drottinn blessar okkur þegar við setjum hann fremst í lífi okkar? (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að skrifa niður það sem þeim finnst þeir vera hvattir til að gera út af þessari umræðu.

Sakaría 1–3; 7–814

Drottinn getur gert okkur heilög.

  • Til að hefja umræðuna um heilagleika, gætuð þið lesið saman í Sakaría 14:20–21. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvað „[heilagleiki til Drottins]“ tákni fyrir þá. Hvaða áhrif gæti það haft á fólk ef það sæi hugtakið „[heilagleiki til Drottins]“ skrifað á hversdagslega hluti? Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur að sjá það á musterum í dag? Meðlimir bekkjarins gætu því næst lesið Sakaría 1:1–6; 3:1–7; 7:8–10; 8:16–17 og rætt hvað þeir læra um merkingu þess að vera heilagur. Afhverju er persónulegur heilagleiki okkar Drottni mikilvægur? Hvernig hjálpar hann okkur að verða heilög?

  • Meðlimir bekkjarins gætu lesið Sakaría 2:10–11; 8:1–8; 14:9–11, 20–21 og miðlað hughrifum sínum um hvernig það væri að búa með frelsaranum í heilagleika. Hvernig býr Drottinn okkur undir að búa við þær aðstæður sem Sakaría lýsti? Hvernig getum við fengið aðgang að krafti hans til að gera okkur kleift að verða heilagri?

Ljósmynd
Sigurinnreið Jesú í Jerúsalem

„Sjá, konungur þinn kemur til þín. Réttlátur er hann og sigursæll, lítillátur og ríður asna“ (Sakaría 9:9). Sigurinnreið, eftir Harry Anderson

Sakaría 9:9–11; 11:12–13; 12:10; 13:6–7

Jesús Kristur er hinn fyrirheitni Messías.

  • Til þess að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá tengingu á milli orða Sakaría og lífs frelsarans, á sama hátt og fólkið á tíma Jesú gerði, gætuð þið skipt bekknum í tvo hópa. Gefið bekkjarmeðlimum í öðrum hópnum eina af þessum ritningargreinum: Sakaría 9:9–11; 11:12–13; 12:10; 13:6–7. Gefið bekkjarmeðlimum í hinum hópnum eina af þessum ritningargreinum: Matteus 21:1–11; 26:14–16; 26:31; Jóhannes 19:37. Hver meðlimur bekkjarins ætti að reyna að finna einhvern úr hinum hópnum sem hefur ritningargrein sem samsvarar hans. Hvað lærum við um frelsarann af þessum versum?

  • Til þess að hjálpa meðlimum bekkjarins að ígrunda Sakaría 9:9–11, gætuð þið sýnt mynd af Sigurinnreið frelsarans í Jerúsalem (sjá Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Þið gætuð líka sýnt myndbandið „The Lord´s Triumphal Entry into Jerusalem“ [Sigurinneið Drottins í Jerúsalem] (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig upplifunin hefði verið að vera meðal fólksins sem bauð Jesú velkominn inn í borgina. Hvernig bjóðum við hann velkominn í líf okkar, á heimili og í samfélag okkar?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Sjáið hvernig ykkur hefur farnast“

Eftir að vitna í Haggaí 1:4–7, kenndi öldungur Terence M. Vinston:

„Við getum fundið varanlega gleði þegar frelsari okkar og fagnaðarerindi hans verða burðargrindin sem við byggjum líf okkar á. Það er hins vegar svo auðvelt að láta þá burðargrind fyllast af því sem heimsins er, þar sem fagnaðarerindið verður aukaatriði, eða einfaldlega að mæta í kirkju í tvo klukkutíma hvern sunnudag. Þegar málinu er þannig háttað, er það jafngildi þess að setja laun okkar í ,götótta pyngju.‘

Haggaí er að segja okkur að vera stefnuföst. …

Það er enginn fjársjóður, ekkert áhugamál, engin staða, enginn samfélagsmiðill, tölvuleikur, íþrótt eða samband við fræga manneskju eða nokkuð jarðneskt sem er dýrmætara en eilíft líf. Leiðsögn Drottins til allra manna er því: ‚Sjáið hvernig ykkur hefur farnast‘“ („Sannir lærisveinar frelsaransaðalráðstefna október 2019).

Bæta kennslu okkar

Hlustið. Að hlusta er kærleiksverk. Ein leið til að hlusta á áhrifaríkan hátt er að horfa á þann sem er að tala. Það gerir ykkur mögulegt að taka eftir samskiptum sem fara fram án orða. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 34.)