Gamla testamentið 2022
19.–25. desember. Jól: „Vér höfum vonað á [hann] og hann mun frelsa oss“


„19.–25. desember. Jól: ‚Vér höfum vonað á [hann] og hann mun frelsa oss,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„19.–25. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesúbarnið vafið í hvít klæði og liggjandi í hálmi

Því barn er oss fætt, eftir Simon Dewey

19.–25. desember

Jól

„Vér höfum vonað á [hann] og hann mun frelsa oss“

Í persónulegu námi ykkar og undirbúningi fyrir kennslu, hugleiðið þá að hjálpa nemendum bekkjar ykkar að upplifa þá endurómandi gleði af fæðingu frelsarans. Bjóðið andanum að bera þeim vitni um endurleysandi elsku Jesú Krists.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Jólahátíðin gæti verið góður tími til að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla því hvernig nám í Gamla testamentinu hefur styrkt trú þeirra á Jesú Krist.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Við gleðjumst í lausnara okkar.

  • Þó að jólin séu þekkt sem tími gleði, þá eru margir sem eru í aðstæðum sem gera þeim erfitt fyrir að upplifa gleði, jafnvel á þessum árstíma. Mikilvægur boðskapur jólanna er að frelsarinn getur létt byrðar okkar og hjálpað okkur að finna frið og jafnvel gleði. Til að miðla þessum boðskap, gætuð þið skrifað eftirfarandi ritningargreinar á töfluna: Sálmarnir 35:9; Jesaja 25:8–9; 44:21–24; 51:11; Sefanía 3:14–20; HDP Móse 5:5–11. Því næst gætuð þið skrifað spurningu á töfluna fyrir meðlimi bekkjarins til að ígrunda er þeir lesa ritningargreinarnar, eins og Hvaða ástæður gefa þessar ritningargreinar fyrir því að gleðjast? Biðjið þá að miðla því sem þeir fundu. Ef til vill gætuð þið einnig gefið meðlimum bekkjarins tíma til að skrifa niður þeirra eigin gleði í frelsaranum. Þeir gætu einnig hlotið aukinn skilning í boðskap Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“

  • Jólin eru tilvalin til að smita gleði Krists með því að þjóna öðrum. Fyrir kennslu, gætuð þið boðið meðlimi bekkjarins að lesa boðskap öldungs Ulisses Soares „Englaskarar okkar tíma“ (jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins, 8. des. 2019, KirkjaJesuKrists.is, Jesús Kristur/Fæðing hans (jól)/Jólasamkomur) og koma undir það búinn að miðla því hvernig þjónustuverk hafi hjálpað öldungi Soares og fjölskyldu hans að upplifa gleði jólanna. Þið gætuð einnig miðlað hluta boðskapar hans í kennslustundinni. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað eigin reynslu af því að inna af hendi og þiggja þjónustu um jólin. Hvernig getum við framfylgt boði öldungs Soares um að fylgja „fullkomnu fordæmi kærleika og gæsku til allra manna“ sem frelsarinn veitti?

Tákn geta gert okkur kleift að minnast Jesú Krists.

  • Í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur eru nokkur tákn tilgreind í Gamla testamentinu sem kenna um Jesú Krist. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir lærðu um frelsarann frá þessum eða öðrum táknum sem þeir fundu í námi sínu. Hvað höfum við lært um að finna frelsarann í ritningunum? Hvaða reynsla hefur kennt okkur að „allt er skapað og gjört til að bera vitni um [hann]“? (HDP Móse 6:63).

Hann gaf okkur son sinn að gjöf.

  • Að gefa gjafir, er jólahefð í flestum menningarheimum. Þið gætuð leitt umræðu með meðlimum bekkjarins um þær gjafir sem Guð hefur gefið okkur, sérstaklega gjöf sonar hans Jesú Krists. Til að gera svo, gætuð þið sýnt myndbandið „He Is the Gift [Hann er gjöfin]“ (ChurchofJesusChrist.org) og boðið meðlimum bekkjarins að miðla því hvað gjöf frelsarans táknar fyrir þá. Hvernig getum við sýnt himneskum föður þakklæti okkar fyrir þessa gjöf?

Jesaja 7:14; 9:5

„Hann skal nefndur Undraráðgjafi.“

  • Spámaðurinn Jesaja notaði mörg nöfn og titla til að lýsa Messíasi, sem myndi fæðast í Betlehem (sjá til dæmis Jesaja 7:14; 9:5). Meðlimir bekkjarins gætu kannski haft gaman að því að læra meira um frelsarann og ætlunarverk hans með því að læra um þess titla. Þeir gætu valið titil og fundið aðrar ritningargreinar sem hjálpa þeim að skilja merkingu hans. Þeir gætu t.d. lært meira um titilinn „Friðarhöfðingi“ (Jesaja 9:5) með því að lesa Sálmana 85:8; Jesaja 52:; Lúkas 2:14; eða Jóhannes 16:33. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna aðrar ritningargreinar, leggið þá til að þeir leiti í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Hvað segja þessir titlar um frelsarann og það sem hann gerir fyrir okkur?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Jesús Kristur býður frið og gleði.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Þegar við einblínum á sáluhjálparáætlun Guðs … og Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá getum við fundið gleði, þrátt fyrir það sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar. Gleðin á rætur í honum og er sökum hans. Hann er uppspretta hverskyns gleði. Við finnum hana á jólum, er við syngjum: ‚Fagna þú veröld, … því frelsarinn borinn er‘ [Sálmar, nr. 76], og við getum fundið hana allt árið í kring. Hvað Síðari daga heilaga varðar, þá er Jesús Kristur sjálf gleðin! …

Á sama hátt og frelsarinn býður frið sem er „æðri öllum skilningi,“ [Filippíbréfið 4:7], þá býður hann líka svo djúpa og mikla gleði, að hún er æðri mannlegri röksemd eða skilningi“ („Gleði og andleg þrautsegja,” aðalráðstefna, október 2016).

Bæta kennslu okkar

Undirbúið ykkur með fólk í huga. „Látið leiðast af skilningi ykkar á því fólki sem þið kennið við [undirbúning] ykkar. … Kristilegir kennarar einskorða sig ekki við ákveðna kennsluaðferð; þeir einsetja sér að hjálpa fólki að efla trú á Jesú Krist“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans],  7).