Gamla testamentið 2022
12.–18. desember. Malakí: „Ég elska ykkur, segir Drottinn“


„12.–18. desember. Malakí: ‚Ég elska ykkur, segir Drottinn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„12.–18. desember. Malakí,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Höggmynd af Kristi

12.–18. desember

Malakí

„Ég elska ykkur, segir Drottinn.“

Það gæti verið einkar mikilvægt fyrir bekk ykkar að læra vissan boðskap í Malakí. Þegar þið lesið, biðjið þá fyrir því að greina hver sá boðskapur gæti verið. Ef þið gerið þetta, gæti það hjálpað ykkur að finna þá elsku sem Drottinn hefur til þeirra sem þið kennið.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þið gætuð byrjað á umræðu um bók Malakí með því að skrifa orðið Boðskapur á töfluna. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla mikilvægum boðskap sem þeir hafa fundið í hverjum kapítula Malakí. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að rifja upp og ígrunda það sem er miðlað, gætuð þið skrifað þennan boðskap á töfluna.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Malakí 1:6–14

Drottinn fer fram á „[hreina] fórnargjöf.“

  • Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir lærðu um fórnir í Malaí 1:6–14, gætuð þið boðið þeim að lesa versin í hljóði og ræða við aðra bekkjarmeðlimi um eitthvað sem prestar Ísraelsmanna skildu ekki um fórnargjafir. Hvers vegna biður Drottinn um það besta frá okkur? Meðlimir bekkjarins gætu gert lista yfir fórnargjafir eða fórnir sem við færum Drottni í dag. Fyrir hvern hlut á listanum, gætu þeir rætt hvað myndi gera þær að „[óhreinni]“ fórnargjöf eða „[hreinni]“ fórnargjöf (Malakí 1:7, 11).

Malakí 3

Spádómar Malakí eru að uppfyllast á síðari dögum.

  • Þið gætuð hafið umræðu um Malakí 3 með því að benda á að Moróní deildi versum úr þessum kapítulum þegar hann birtist Joseph Smith (sjá Joseph Smith – Saga 1:36–39). Hvaða sannleikur í þessum kapítulum telja meðlimir bekkjarins að gæti hafa verið einstaklega mikilvægur Joseph Smith – og okkur – að þekkja? Meðlimir bekkjarins gætu skipað sér í litla hópa og skráð eins mörg sannindi og þeir geta. Hvetjið hópana til að miðla því sem þeir skráðu og ræða hvers vegna þessi sanninndi séu mikilvæg á síðari dögum.

Malakí 3:8–12

Drottinn opnar gáttir himins þegar við greiðum tíund.

  • Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla vitnisburði sínum um tíundarlögmálið, gætuð þið boðið þeim að finna lögmál í Malakí 3:8–12 og deila því hvernig þeir komust að því að þetta lögmál væri sannleikur. Þeir gætu rætt um það hvernig Drottinn hafi blessað þá – andlega og stundlega – fyrir að greiða tíund. Þeir gætu einnig rætt lexíur um tíund sem öldungur David A. Bednar miðlaði í boðskap sínum „Flóðgáttir himins,“ (aðalráðstefna, október 2013) og deilt því sem þeir hafa lært við að gera sitt besta til að lifa eftir þessu lögmál.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að lesa Malakí 3:8–12 í hljóði og ígrunda hvernig þeir gætu kennt einhverjum ástæðu þess að Drottinn biður okkur að greiða tíund. Þeir gætu einnig lesið orð Gordons B. Hinckley forseta í „Fleiri heimildir.“ Hvað myndum við vilja að aðrir skildu varðandi tíund? Hvað felst t.d. í því að greiða tíund? Af hverju vill Drottinn að við gerum það? Hvernig opnast „[flóðgáttir] himins“ (vers 10) er við greiðum tíund? Hvaða áhyggjur gæti einhver haft af því að greiða tíund og hvernig gætum við svarað því? Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því hvernig það hefur styrkt trú þeirra á himneskan föður og Jesú Krist að halda þetta boðorð.

Ljósmynd
Elía birtist Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu

Myndskreyting af Elía birtast Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu eftir Robert T. Barrett

Malakí 3:23–24

„Ég sendi Elía spámann til ykkar.“

  • Meðlimir bekkjarins gætu öðlast innsýn í Malakí 3:23–24 með því að bera þessi vers saman við það hvernig Moróní vitnaði í þau fyrir Joseph Smith í Joseph Smith – Saga 1:38-39. (Það gæti hjálpað að fá einhvern til að skrifa niður hvora útgáfu hlið við hlið á töfluna.) Hverju bætir orðalag Morónís við skilning okkar á versunum í Malakí? Þið gætuð einnig rætt spurningar eins og: Hverjir eru „[feðurnir]“? (sjá 5. Mósebók 29:13). Hvernig snúa hjörtu okkar til feðra okkar og hvernig snúa hjörtu þeirra til okkar? Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja hvernig spádómur Malakí uppfylltist, þá geta þeir lesið um það þegar Elía fól Joseph Smith lykla innsiglunar ( sjá Kenning og sáttmálar 110:13–16). Hvers vegna eru meðlimir bekkjarins þakklátir fyrir það að þessir lyklar hafi verið endurreistir?

  • Malakí 3:23–24 veitir stórkostlegt tækifæri til að ræða um musteris- og ættarsöguverk. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað reynslu sem þeir hafa átt við að vinna þetta verk og hvernig sú reynsla hefur hjálpað þeim að snúa hjörtum þeirra til feðra þeirra. Hvað getum við gert til að hjálpa komandi kynslóðum að snúa hjörtum sínum til okkar?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Tíund snýst um trú.

Gordon B. Hinckley forseti sagði: „Við getum greitt tíund okkar. Þetta snýst ekki eins mikið um peninga og það snýst um trú. Ég á enn eftir að finna trúfastan tíundargreiðanda sem getur ekki borið því vitni að flóðgáttir himins hafi bókstaflega og dásamlega lokist upp og að blessunum hafi verið úthellt yfir hann eða hana“ („Let Us Move This Work Forward,“ Ensign, nóv. 1985, 85).

Bæta kennslu okkar

Miðlið erfiðleikum ykkar og trú. Stundum upplifa þeir einmannaleika sem takast á við erfiðleika. Það kann að vera viðeigandi að miðla stundum persónulegri reynslu um erfiðleika ykkar og hvernig frelsarinn hjálpaði ykkur.