Gamla testamentið 2022
3.–9. október. Jesaja 58–66 „Lausnarinn mun koma til Síonar“


„3.–9. október. Jesaja 58–66: ‚Lausnarinn mun koma til Síonar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„3.–9. október. Jesaja 58–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
Jesús kennir í samkunduhúsi

Jesús í samkunduhúsi Nasaret, eftir Greg K. Olsen

3.–9. október

Jesaja 58–66

„Lausnarinn mun koma til Síonar“

Þegar þið lærið hina fallegu kenningu í þessum kapítulum, bjóðið þá andanum að leiða ykkur í boðskapnum sem mun vera þýðingamestur fyrir meðlimi bekkjarins.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að skrifa tilvísunina í þau vers sem innblésu þá í ritningarnáminu þessa vikuna. Þið gætuð síðan, sem bekkur, fundið þau vers og rætt um þann sannleika sem í þeim má finna. Þessi innsýn gæti leitt til dýpri umræðna um eina eða fleiri kenningar sem tilgreindar eru hér á eftir.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesaja 58:3–12

Fasta færir blessanir.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða hvers vegna og hvernig Drottinn hefur boðið okkur að fasta, gætuð þið búið til tvo dálka á töfluna sem merktir eru „Fastið ekki eins og í dag“ og „Sú fasta sem mér líkar.“ Síðan gætu meðlimir bekkjarins lesið Jesaja 58:3–7, fyllt út fyrsta dálkinn með lýsingum á því hvernig Ísraelsmenn föstuðu og seinni dálkinn með lýsingum á föstu eins og Drottinn hefur í huga. Hvernig hafa þessi lýsingar áhrif á viðhorf ykkar til föstu? Meðlimir bekkjarins gætu einnig miðlað því hvernig þeir upplifa að fasta leiði til þeirra blessana sem Drottinn lofaði í vers 8–12.

  • Sumir bekkjarmeðlimanna gætu búið að reynslu sem gæti útskýrt fyrir öðrum ástæðu þess að við föstum. Bjóðið þeim að miðla því sem þeir sögðu. Þið gætuð einnig boðið meðlimum biskupsráðsins að tala um hvernig föstufórnir eru notaðar. Þið gætuð einnig miðlað einu af dæmunum úr boðskap Henrys B. Eyring forseta „Sú fasta, sem mér líkar“ (aðalráðstefna, apríl 2015). Hvernig getur fasta og föstufórn hjálpað við að „láta rakna bönd oksins“ hjá okkur sjálfum og öðrum? (Jesaja 58:6).

Jesaja 61:1–3; 63:7–9

Jesús Kristur er frelsari okkar og lausnari.

  • Þegar Jesús Kristur tilkynnti fólkinu í Nasaret að hann væri Messías, vitnaði hann í Jesaja 61:1–3 (sjá Lúkas 4:16–21; sjá einnig myndbandið „Jesus Declares He Is the Messiah,“ [Jesús lýsir því yfir að hann sé Messías,] ChurchofJesusChrist.org). Kannski gætu meðlimir bekkjarins lesið Jesaja 61:1–3 og rætt hvers vegna þessi vers eru góð lýsing á ætlunarverki frelsarans. Þið gætuð skrifað á töfluna allt það sem frelsarinn var vígður til að gera og rætt hvað hvert og eitt þeirra merkir. Hvernig uppfyllti frelsarinn þessa þætti í verki hans í jarðnesku lífi hans? Hvernig hefur hann uppfyllt þá í lífi okkar?

  • Meðlimir bekkjarins gætu einnig lesið Jesaja 63:7–9 og miðlað því hvernig Jesús Kristur hefur blessað líf þeirra á þennan hátt.

  • Jesaja 61:1–3 notar fallegt og ljóðrænt mál til að lýsa krafti Jesú Krists til að endurleysa það sem virðist eyðilagt. Til að hjálpa við að útskýra þessi vers, íhugið þá að miðla sögu um eitthvað sem talið væri að hefði týnst eða eyðilagst en kom svo í ljós að var enn fallegra. Sjáið til dæmis myndvandið „Provo City Center Temple“ [City Center musterið í Provo] (ChurchofJesusChrist.org; sjá einnig „Fleiri heimildir“] eða söguna í upphafi orða Dieter F. Uchtdorf forseta „Hann mun leggja þig á herðar sér og bera þig heim“ (aðalráðstefna, apríl 2016). Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig þeir hafa séð Drottinn veita fólki fallega hluti þegar þeir töldu líf sitt eyðulagt.

Jesaja 65:17–25

Við síðari komu sína mun Drottinn „skapa nýjan himin og nýja jörð.“

  • Jesaja 65:17–25 lýsir aðstæðunum á jörðinni eftir síðari komu frelsarans. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að lesa þessi vers yfir í leit að svörum við spurningum eins og: Hvernig mun lífið á hinni „[nýju] jörð vera öðruvísi en lífið er nú á jörðunni? Hvað finnið þið í þessum versum sem gefur ykkur ástæðu til að gleðjast?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Drottinn „skilur okkur ekki eftir í öskunni.“

Eftir að hafa sagt söguna af því hvernig eldur eyðilagði nærri því laufskálann í Provo, sem síðar var endurbyggður sem City Center musterið í Provo, sagði systir Linda S.Reeves: „Drottinn leyfir að við séum [prófuð og reynd], stundum upp að þolmörkum okkar. Við höfum séð líf ástvina – og kannski okkar eigið – brennt til grunna, í óeiginlegri merkingu, og höfum furðað okkur á því hvers vegna ástkær og umhyggjusamur faðir á himnum leyfir slíku að gerast. En hann skilur okkur ekki eftir [alein] í öskunni, hann stendur með opna arma og býður okkur innilega að koma til sín. Hann er að gera stórfenglegt musteri úr lífi okkar, þar sem andi hans getur dvalið að eilífu“ („Gerið tilkalls til blessana sáttmála ykkar,“ aðalráðstefna, október 2013).

Bæta kennslu okkar

Kynnist þeim sem þið kennið. Hver einstaklingur sem þið kennið býr að einstakri reynslu, lífsýn og hæfileikum. Íhugið þennan fjölbreytileika er þið leitist við að hjálpa öllum að læra á þýðingamikinn og eftirminnilegan hátt. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans],  7.)