Gamla testamentið 2022
10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20: „Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig“


„10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20; ‚Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„10.–16. október. Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
spámaður talar við menn

Jeremía, eftir Walter Rane

10.–16. október

Jeremía 1–3; 7; 16–18; 20

„Áður en ég mótaði þig í móðurlífi valdi ég þig“

Er þið lesið, hugsið þá um meðlimi bekkjar ykkar og leitið leiðsagnar andans til að vita hvaða boðskapur gæti verið mikilvægastur fyrir þá.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ein leið til að hvetja til miðlunar er að bjóða meðlimum bekkjarins að skrifa á bréfmiða sannleika úr fagnaðarerindinu sem þeir hafa lært við lestur Jeremía þessa vikuna. Þið gætuð síðan safnað bréfmiðunum saman og valið nokkra til að ræða sem bekkur. Hvernig hjálpar ritverk Jeremía okkur að skilja þennan sannleika?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jeremía 1:4–19

Spámenn eru kallaðir til að flytja orð Drottins.

  • Þið gætuð hafið umræðu um köllun Jeremía sem spámanns með því að sýna mynd af núverandi spámanni og beðið meðlimi bekkjarins að miðla því hvernig þeir komust að því að hann var kallaður af Guði. Þið gætuð einnig beðið þá að miðla því hvernig þeir hafa hjálpað öðrum að þekkja þennan mikilvæga sannleika. Hvernig blessar þessi vitneskja líf okkar? Meðlimir bekkjarins gætu síðan skráð á töfluna það sem þeir lærðu um spámenn frá Jeremía 1:4–19. Hvað „uppræta“ spámenn í dag eða „rífa niður“? Hvað „byggja þeir upp“ og „gróðursetja“? (vers 10).

  • Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla því sem Jeremía lærði um sjálfan sig í Jeremía 1:5. Hvernig gæti þessi þekking hafa haft áhrif á þjónustu hans? Meðlimir bekkjarins gætu lesið yfirlýsinguna í „Fleiri heimildir“ og eftirfarandi ritningar sem styðja við þennan sannleika: Alma 13:1–4; Kenning og sáttmálar 138:53–56, Abraham 3:22–23. Hvernig hefur þessi sannleikur um fortilveruna áhrif á það hvernig við lifum jarðnesku lifi okkar?

Ljósmynd
Einstaklingur stendur í fornri vatnsþró

Fólk í Ísrael notaði vatnsþrær til að geyma dýrmætt vatn.

Jeremía 2; 7

„Hún hefur yfirgefið mig, uppsprettu lifandi vatns.“

  • TIl að hvetja til umræðu um Jeremía 2:13, gætuð þið teiknað vatnsþró á töfluna (stórt neðanjarðar uppistöðulón) og uppsprettu (eins og náttúrulaug). Meðlimir bekkjarins gætu síðan lesið Jeremía 2:13 og rætt um það hvers vegna það sé betra að fá vatn úr uppsprettu frekar en að grafa vatnsþró. Hvað gæti verið andlegt jafngildi þess að búa til sprungna vatnsþró. Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að lesa versin úr Jeremía 2 og 7 og miðla því hvernig Ísraelsmenn höfðu yfirgefið „uppsprettu lifandi vatns“ (sjá til dæmis Jeremía 2:26–28; 7:2–11). Hvers vegna er „lifandi vatn“ gott tákn um það sem frelsarinn veitir okkur?

Jeremía 3:14-18; 16:14-15.

Drottinn mun safna saman þjóð sinni.

  • Vegna þess að Jeremía bar samansöfnun Ísraels á síðari dögum saman við frelsunina frá Egyptalandi í gegnum Móse, gætuð þið sýnt mynd frá brottförinni (sjá lexíudrög fyrir 2.–10. apríl í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Bjóðið meðlimum bekkjarins að ræða hve þýðingamikil brottförin var Ísraelsmönnum í margar kynslóðir. Meðlimir bekkjarins gætu svo lesið Jeremía 16:14–15 og rætt um það hvernig síðari daga samansöfnun Ísraels muni verða fólki Guðs enn mikilvægari (sjá einnig Jeremía 3:14–18). Meðlimir bekkjarins sem lásu yfir „Hope of Israel [Von Ísraels]“ sem hluta af einkanámi þeirra, gætu miðlað því sem þeir lærðu um mikilvægi samansöfnunar Ísraels (sjá Russell M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Hope of Israel [Von Ísraels]“ [heimslæg trúarsamkoma ungmenna, 3. júní, 2018], viðauki í New Era og Ensign, ágúst 2018 2–17 ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð líka þess í stað lesið hluta af þessum boðskap sem námsbekkur. Hvernig fer samansöfnun Ísraels fram á okkar svæði?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Himneskur faðir þekkir ykkur.

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Andi ykkar er eilíf eining. Drottinn sagði við spámanninn Abraham: ‚Þú varst útvalinn áður en þú fæddist‘ [Abraham 3:23]. Drottinn sagði eitthvað álíka þessu um Jeremía [sjá Jeremía 1:5] og marga aðra [sjá Alma 13:2–3]. Hann sagði það jafnvel um ykkur [sjá Kenning og sáttmálar 138:55–56].

Himneskur faðir hefur þekkt ykkur í afar langan tíma. Þið, sem synir hans og dætur, voruð útvalin af honum til að koma til jarðarinnar á þessum sérstaka tíma, til að vera leiðtogar í hinu mikla verki hans á jörðu. Þið voruð ekki útvalin vegna líkamlegra eiginleika ykkar, heldur vegna andlegra eiginleika ykkar, svo sem hugprýði, hugrekki, ráðvendni hjartans, þrá ykkar eftir sannleika og visku og þrá ykkar til að þjóna öðrum.

Þið þróuðuð suma þessara eiginleika í fortilverunni. Aðra getið þið þróað hér á jörðu, ef þið keppið stöðugt að þeim“ („Ákvarðanir fyrir eilífðina,“ aðalráðstefna, október 2013).

Bæta kennslu okkar

Lifið eftir fagnaðarerindinu af öllu hjarta. Þið munið verða kristilegir kennarar er þið umfaðmið fagnaðarerindið og lifið eftir því hvern dag í lífi ykkar. Kristileg kennsla krefst ekki fullkomnunar af ykkur – einungis að þið reynið og haldið áfram að reyna. Þegar þið vinnið ötullega að því að gera ykkar besta og leitið fyrirgefningar þegar það tekst ekki, getið þið orðið þeir lærisveinar Krists sem hann þarf á að halda. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13–14.)