Ritningar
Kenning og sáttmálar 113


113. Kafli

Svör við ákveðnum spurningum varðandi rit Jesaja, gefin af spámanninum Joseph Smith í eða nálægt Far West, Missouri, mars 1838.

1–6, Stofn Ísaí, kvisturinn kemur þaðan, og rótarkvistur Ísaí er skilgreindur; 7–10, Dreifðar leifar Síonar eiga rétt á prestdæminu og eru kallaðar aftur til Drottins.

1 Hver er stofn aÍsaí, sem talað er um í 1., 2., 3., 4. og 5. versi, 11. kapítula Jesaja?

2 Sannlega svo segir Drottinn: Hann er Kristur.

3 Hver er kvisturinn, sem talað er um í fyrsta versi 11. kapítula Jesaja, sem spretta skyldi fram af stofni Ísaí?

4 Sjá, svo segir Drottinn: Það er þjónn í hendi Krists, sem að nokkru er afkomandi Ísaí sem og aEfraíms eða af ætt Jósefs, sem veitt er mikið bvald.

5 Hver er rótarkvistur Ísaí, sem talað er um í 10. versi 11. kapítula?

6 Sjá, svo segir Drottinn: Það er afkomandi Ísaí, sem og Jósefs, en honum tilheyrir prestdæmið og alyklar ríkisins réttilega, sem bmerki og til csamansöfnunar á fólki mínu á síðustu dögum.

7 Spurningar Eliasar Higbees: Hvað er átt við með boðinu í Jesaja, 52. kapítula, 1. versi, sem segir: Íklæð þig styrk þínum, Síon — og við hverja á Jesaja?

8 Hann á við þá, sem Guð mun kalla á síðustu dögum, sem hafa munu prestdæmisvaldið til að leiða aSíon aftur, og til endurlausnar Ísraels. Og að íklæðast bstyrk er að íklæðast valdi prestdæmisins, sem hún, Síon, hefur cerfðarétt á, og einnig að endurheimta þann kraft, sem hún hefur glatað.

9 Hvernig ber að skilja að Síon losi sig við hálsfjötra sína, 2. vers?

10 Okkur ber að skilja, að hinar adreifðu leifar eru hvattar til að bsnúa aftur til Drottins, sem þær hafa fallið frá. Og ef þær gjöra það, heitir Drottinn þeim, að hann muni tala til þeirra eða veita þeim opinberun. Sjá 6., 7. og 8. vers. Hálsfjötrar hennar eru bölvun Guðs, sem á henni hvílir, eða leifum Ísraels, sem dreifðar eru meðal Þjóðanna.