Gamla testamentið 2022
5.–11. september. Jesaja 1–12 „Guð er hjálp mín“


„5.–11. september. Jesaja 1–12: ‚Guð er hjálp mín‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2022 (2021)

„5.–11. september. Jesaja 1–12,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2022

Ljósmynd
forn spámaður við skriftir

Spámaðurinn Jesaja spáir fyrir um fæðingu Krists, eftir Harry Anderson

5.–11. september

Jesaja 1–12

„Guð er hjálp mín“

Hugleiðið hvernig þið getið hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla hughrifum og skilningi sem þau hljóta í sjálfsnámi og fjölskyldunámi.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Í Lexíudrögum vikunnar í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur eru hugmyndir til að auka skilning á ritmáli Jesaja. Þið gætið boðið meðlimum bekkjarins að miðla hvernig ein þessara hugmynda, eða eitthvað annað, hjálpaði þeim að læra í Jesaja 1–12.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesaja 1–12

Orð Jesaja munu öll uppfyllast.

  • Frelsarinn ræddi um Jesaja og kenndi að „allt, sem hann mælti, hefur gerst og mun gerast, já, í samræmi við orð hans“ (3. Nefí 23.3). Þið gætuð hafið umræðu um Jesaja með því að miðla þessari ritningargrein og yfirlýsingunni í „Fleiri heimildir.“ Þið gætuð síðan skrifið á töfluna Dagur Jesaja, Jarðnesk þjónusta frelsarans, og Síðari dagar. Meðlimir bekkjarins gætu leitað ritningarhluta í Jesaja 1–12 sem gætu átt við eitt eða fleiri orðtök á töflunni (til dæmis, Jesaja 2:1–5; 7:1–7; 7:10–14; 9:2–7; 10–20; 11:10; 12–1). Hvers vegna er það blessun að hafa þessa spádóma tiltæka í dag?

Jesaja 1; 35

„Látið af að gjöra illt.“

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu í einkanámi sínu og fjölskyldunámi í Jesaja 1, 3, 5 um andlegt ástand Júdaríkis á tímum Jesaja. Kannski gætu þau farið yfir þessa kapítula og skráð vers og aðstæðurnar sem þau lýsa. Hvaða vonarboðskap fundum við í þessum kapítulum. (Ef þörf er á, gætuð þið bent meðlimum bekkjarins á Jesaja 1:16–20, 25–27; 3:10.) Ef Júda til forna var með skilaboð til okkar, hver gætu þau þá verið?

  • Meðlimir bekkjarins gætu ímyndað sér að þeir byggju í Jerúsalem á þeim tíma sem Jesaja spáði. Þið gætuð haft viðtal við nokkra þeirra og spurt þá hvað Jesaja hafi sagt og hvað þeim fyndist um það. Þið gætuð til dæmis beðið meðlimi bekkjarins að tala um þau orð Jesaja sem finna má í Jesaja 1:16–20; 3:16–26; 5:20–23. Hvað sagði Jesaja sem hvetur okkur til að iðrast?

Jesaja 2; 4; 11–12

Guð mun vinna gott verk á síðari dögum.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að hugleiða hvernig spádómar Jesaja um síðari daga eru að uppfyllast, gætuð þið valið nokkur vers úr Jesaja 2; 4; 11–12 (til dæmis Jesaja 2:2–3; 4:5–6). Biðjið síðan meðlimi bekkjarins að finna orðtök sem vísa til framtíðar (eins og „það skal verða“ eða „á þeim degi“). Bjóðið þeim að skipta út einhverjum þessara sagna með sögnum í nútíð (til dæmis „er“ eða „eru að fara“). Hvernig eru þessir spádómar að uppfyllast í lífi okkar? Afhverju er mikilvægt að þekkja þessa spádóma?

  • Þið gætuð bent á að þegar Moróni vitjaði Joseph Smith árið 1823 vitnaði hann í Jesaja 11 og sagði spádóminn vera í þann mund að uppfyllast (sjá Joseph Smith – Saga 1:40.; sjá einnig Kenningu og sáttmála 113:1–6). Meðlimir bekkjarins gætu lesið nokkur vers úr Jesaja 11 (til dæmis vers 6–12) og sagt stuttlega frá því sem Jesaja sá fyrir. Hvert er hlutverk okkar í uppfyllingu þessara spádóma?

Ljósmynd
kona heldur á barni

„Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn“ (Jesaja 9:6).

Jesaja 7–9

Jesaja spáði fyrir um Jesú Krist.

  • Þið gætuð spurt meðlimi bekkjarins hvað þeir hafi lært um Jesú Krist í ritningarversum eins og Jesaja 7:14; 8:13–14; 9:2,6–7. Hvers vegna er t.d. Immanúel gott heiti fyrir frelsarann? (sjá Matteus 1:23). Hvernig hefur Jesús Kristur verið okkur „Undraráðgjafi“ eða „Friðarhöfðingi“? Meðlimir bekkjarins gætu einnig miðlað öðrum ritningarhlutum sem þeir fundu í Jesaja 1–12 sem minna þau á Jesú Krist. Hvað kenna þessi vers okkur um hann?

  • Fyrir kennslustundina, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að koma með mynd af Kristi sem þeim finnst táknræn fyrir þá mynd af frelsaranum sem finna má í Jesaja 7–9. Gefið þeim tíma í kennslustundinni til að sýna myndina sem þeir komu með og útskýra hvernig hún tengist orðum Jesaja.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Spádómar Jesaja geta uppfyllst á margan hátt.

Dallin H. Oaks forseti kenndi: „Bók Jesaja inniheldur fjölmarga spádóma sem virðast geta uppfyllst á marga vegu. Einn virðist hafa að gera með fólkið á tímum Jesaja eða aðstæður hjá næstu kynslóð. Önnur merking, oft táknræn, virðist tengjast atburðum frá hádegisbaugi tímans, þegar Jerúsalem var eytt og fólki hennar var dreift eftir krossfestingu sonar Guðs. Enn önnur merking eða uppfylling sama spádóms virðist tengjast atburðum síðari komu frelsarans. Það að margir þessara spádóma geti haft fjölmargar merkingar undirstrikar mikilvægi þess að við leitum opinberunar frá heilögum anda til að hjálpa okkur að túlka þá“ („Scripture Reading and Revelation,“ Ensign, jan. 1995, 8).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið andanum að vera með. „Helg tónlist, ritningarnar, orð síðari daga spámanna, kærleikstjáning og vitnisburður og hljóðar íhugunarstundir, getur allt aukið nærveru andans“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).