Nýja testamentið 2023
23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið: „Ver fyrirmynd trúaðra“


„23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið: ‚Ver fyrirmynd trúaðra,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
þrjár konur á gangi fyrir utan musterið

23.–29. október

1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið

„Ver fyrirmynd trúaðra“

Stundum er gagnlegt í ritningarnámi að hafa eina eða fleiri spurningar í huga. Bjóðið andanum að leiða ykkur að svörum í náminu og skráið hughrifin sem þið verðið fyrir.

Skráið hughrif ykkar

Í bréfunum sem Páll skrifaði til Tímóteusar, Títusar og Fílemons, fáum við að nokkru séð inn í hjarta þjóns Drottins. Þessi bréf Páls eru ólík hinum að því leyti að þau eru rituð til einstaklinga en ekki safnaða – nánustu vina og samverkamanna Páls í verki Guðs – og lestur þeirra er eins og að hlýða á samtal. Við lesum um Pál hvetja Tímóteus og Títus, tvo safnaðarleiðtoga, í kirkjuþjónustu þeirra. Við lesum um hann hvetja vin sinn Fílemon til að sættast við samheilagan og koma fram við hann eins og trúbróður. Orð Páls voru ekki rituð beint til okkar og líklega hefur hann ekki átt von á að dag einn yrðu þau lesin af svo mörgum. Í þessum bréfum finnum við þó leiðsögn og hughreystingu fyrir okkur sjálf, hver sem persónuleg þjónusta okkar í Kristi kann að vera.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hverjir voru Tímóteus og Títus?

Tímóteus og Títus höfðu þjónað með Páli í einhverjum trúboðsferða hans. Þeir áunnu sér virðingu og traust Páls í þjónustu sinni. Tímóteus var síðar kallaður sem kirkjuleiðtogi í Efesus og Títus sem leiðtogi á Krít. Í þessum bréfum gaf Páll Tímóteusi og Títusi fyrirmæli og hvatti þá í ábyrgðarskyldum sínum, sem til að mynda fólu í sér að prédika fagnaðarerindið og kalla menn til að þjóna sem biskupar.

Sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Bréf Páls postula,“ „Tímóteusarbréfin,“ „Títusarbréfið.“

Ljósmynd
tveir trúboðar ræða við mann

„Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi“ (1. Tímóteusarbréf 4:12).

1. Tímóteusarbréf 4:10–16

„Ver fyrirmynd trúaðra“

Þótt Tímóteus væri tiltölulega ungur, þá vissi Páll að hann gæti orðið mikill kirkjuleiðtogi. Hver var leiðsögn Páls til Tímóteusar í 1. Tímóteusarbréf 4:10–16? Hvernig getur þessi leiðsögn hjálpað ykkur að leiða aðra til frelsarans og fagnaðarerindis hans?

Sjá einnig Alma 17:11.

2. Tímóteusarbréf

„Því að ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.“

2. Tímóteusarbréf er talið vera síðasta bréfið sem Páll ritaði og honum virðist hafa verið ljóst að lok jarðlífs hans væri nærri (sjá 2. Tímóteusarbréf 4:6–8). Hvernig gæti Tímóteusi hafa liðið að vita að mögulega yrði hann brátt án síns kæra vinar og leiðtoga? Hvað sagði Páll til að hughreysta hann? Þið gætuð líka lesið með eigin áskoranir og áhyggjuefni í huga. Hvaða boðskap vonar og hughreystingar getur Drottinn ætlað ykkur í 2. Tímóteusarbréfi?

Sjá einnig Kelly R. Johnson, „Varanlegur kraftur,“ aðalráðstefna, október 2020.

2. Tímóteusarbréf 3

Að lifa eftir fagnaðarerindinu, veitir öryggi gegn andlegum hættum okkar tíma.

Við lifum á þeim „síðustu dögum“ og „örðugu tíðum“ sem Páll ritaði um (2. Tímóteusarbréf 3:1). Þegar þið lesið 2. Tímóteusarbréf 3, skráið þá þær hættur á síðustu dögum sem greint er frá (sjá einnig 1. Tímóteusarbréf 4:1–3):

Getið þið komið með dæmi um slíkar hættur í heiminum umhverfis – eða í eigin lífi? Hvernig geta þessar hættur, eins og átti við um mennina sem sagt er frá í versi 6, „[smeygt sér inn á heimili ykkar og vélað ykkur syndum“]? Hvaða leiðsögn finnið þið í 2. Tímóteusarbréfi 3, og á fleiri stöðum í þessu bréfi, sem getur verndað ykkur og fjölskyldu ykkar gegn þessum andlegu hættum? (sjá t.d. 1. Tímóteusarbréf 1:3–11; 2. Tímóteusarbréf 2:15–16; Tímóteusarbréfið 2:1–8).

Hver var Fílemon?

Fílemon var kristinn maður sem hafði snúist til trúar á fagnaðarerindið fyrir atbeina Páls. Fílemon átti þræl að nafni Onesímus, sem greinilega hafði strokið til Rómar. Þar hitti Onesímus Pál og snérist til trúar á fagnaðarerindið. Páll sendi Onesímus aftur til Fílemons með bréf þar sem hann hvatti Fílemon til að taka á móti Onesímusi „ekki lengur eins og þræli heldur þræli fremri, eins og elskuðum bróður“ (Fílemonsbréfið 1:16).

Fílemonsbréfið

Lærisveinar Jesú Krists koma fram við hver annan eins og bræður og systur.

Þegar þið lesið bréf Páls til Fílemons, íhugið þá hvernig þið gætuð tileinkað ykkur leiðsögn hans í samskiptum ykkar við aðra. Hér að neðan eru nokkrar spurningar til hugleiðingar:

  • Vers 1–7: Hvaða gefa orð eins og „samverkamaður“ og „samherjar“ í skyn um sambönd meðal heilagra? Hvenær hefur bróðir eða systir í Kristi „uppörvað“ ykkur?

  • Vers 8–16: Hver er merking þess að „fara bónarveg“ og að „bjóða“ að gera það sem skylt er? Af hverju kaus Páll að fara bónarveg að Fílemon í stað þess að bjóða honum? Hverju vonaðist Páll eftir að fá áorkað með því að senda Onesímus aftur til Fílemons?

  • Vers 16: Hver er merking þess að vera „kær bróðir [eða systir] … og kristinn“? Þekkið þið einhvern sem þið þurfið að meðtaka á þennan hátt?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Tímóteusarbréf 2:9–10.Hver er merking þess að „[skrýðast] góðum verkum“? Hver eru einhver góð verk sem fjölskylda okkar gæti gert í þessari viku? Þið gætuð sungið saman lag um góðverk, t.d. „Hef ég drýgt nokkra dáð?“ (Sálmar, nr. 91.)

1. Tímóteusarbréf 4:12.Til að auka þrá fjölskyldu ykkar til að vera „fyrirmynd trúaðra,“ íhugið þá að biðja hana að teikna myndir af fólki sem hefur verið henni góð fyrirmynd. Hvernig hefur þetta fólk hvatt okkur til að fylgja Jesú Kristi? Boðskapur Thomas S. Monson forseta „Ver fyrirmynd og ljós“ (aðalráðstefna, október 2015) getur vakið hugmyndir um hvernig vera skal öðrum fyrirmynd.

1. Tímóteusarbréf 6:7–12.Af hverju haldið þið að „fégirndin [sé] rót alls ills“? Hvaða hætta felst í því að helga líf okkar peningum og eignum? Hvernig getum við verið ánægð með blessanir okkar?

2. Tímóteusarbréf 3:14–17.Hvaða blessanir hljóta þeir sem þekkja og læra ritningarnar, samkvæmt þessum versum? Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir miðlað ritningarversum sem þeim hefur fundist einkar „nytsöm.“

Fílemonsbréfið 1:17–21.Hvað var Páll fús til að gera fyrir Onesímus? Hvernig svipar þessu til þess sem frelsarinn gerði fúslega fyrir okkur? (sjá einnig 1. Tímóteusarbréf 2:5–6; Kenning og sáttmálar 45:3–5). Hvernig getum við fylgt fordæmi Páls og frelsarans?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lýs þú,“ Barnasöngbókin, 96.

Bæta kennslu okkar

Kennið kenninguna á skýran og einfaldan hátt. Fagnaðarerindið er fallegt í einfaldleika sínum (sjá Kenning og sáttmálar 133:57). Reynið fremur að kenna hina hreinu og einföldu kenningu, en að skemmta fjölskyldu ykkar með lexíum sem krefjast mikils undirbúnings (sjá 1. Tímóteusarbréf 1:3–7).

Ljósmynd
tvö börn læra ritningarnar

„Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú“ (2. Tímóteusarbréf 3:15).