Nýja testamentið 2023
16.–22. október. 1. og 2. Þessaloníkubréf: „Bæta úr því sem áfátt er trú ykkar“


„16.–22. október. 1. og 2. Þessaloníkubréf: ‚Bæta úr því sem áfátt er trú ykkar,’” Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„16.–22. október. 1. og 2. Þessaloníkubréf,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Systurtrúboðar ræða við ungan mann

16.–22. október

1. og 2. Þessaloníkubréf

„Bæta úr því sem áfátt er trú ykkar“

Ef við skráum ekki hughrifin sem við verðum fyrir frá andanum, þá gætum við gleymt þeim. Hvað hvetur andinn ykkur til að skrá við lestur 1. og 2. Þessaloníkubréfs?

Skráið hughrif ykkar

Í Þessaloníku voru Páll og Sílas ásakaðir um að hafa komið „allri heimsbyggðinni í uppnám“ (Postulasagan 17:6). Prédikun þeirra vakti reiði ákveðinna leiðtoga meðal Gyðinga og þeir leiðtogar stuðluðu að uppþoti fólksins (sjá Postulasagan 17:1–10). Af því leiddi að Páli og Sílas var ráðlagt að fara frá Þessaloníku. Páll hafði áhyggjur af hinum nýju trúskiptingum í Þessaloníku og ofsóknunum sem þeir sættu, en var ómögulegt að fara til þeirra. „Því þoldi ég ekki lengur við,“ ritaði hann, „og sendi Tímóteus til að fá að vita um trú ykkar.“ Þegar Tímóteus, aðstoðarmaður Páls, kom aftur eftir þjónustu sína í Þessaloníku, sagði Páll hann hafa „borið [sér] gleðifregn um trú [þeirra] og kærleika“ (1. Þessaloníkubréf 3:5–6). Hinir heilögu í Þessaloníku voru í raun „fyrirmynd öllum trúuðum“ (1. Þessaloníkubréf 1:7) og tíðindi um trú þeirra barst til erlendra borga. Ímyndið ykkur gleði og létti Páls að heyra að koma hans til þeirra var „ekki árangurslaus“ (1. Þessaloníkubréf 2:1). Páli var þó ljóst að áður sýnd trúfesti nægði ekki til andlegrar afkomu á komandi tíð og hafði áhyggjur af áhrifum falskenninga meðal hinna heilögu (sjá 2. Þessaloníkubréf 2:2–3). Hann bauð þeim og okkur að vinna stöðugt að því að „bæta úr því sem áfátt er trú [okkar]“ og „taka enn meiri framförum“ (sjá 1. Þessaloníkubréf 3:10; 4:10).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

1. Þessaloníkubréf 1–2

Lærisveinar Krists þjóna öðrum af einlægni og elsku.

Í 1. Þessaloníkubréfi lýsa orð Páls bæði áhyggjum og gleði þess sem hefur helgað sig algjörlega þjónustu barna Guðs. Þið munið finna orð og orðtök sem lýsa eiginleika og breytni lærisveins Drottins og einkum þá í 1. Þessaloníkubréfi. Hvað lærið þið t.d. í 1. Þessaloníkubréf 1:5–8; 2:1–13 um þjónustu við Drottin?

Hugsið um eigin tækifæri til að þjóna Guði og börnum hans. Hvað finnið þið í þessum kapítulum sem hvetur ykkur til að þjóna betur? Íhugið að spyrja ykkur sjálf byggt á því efni sem þið finnið, svo sem: „Er ég fordæmi um það sem ég hef vitneskju um?“ (sjá 1. Þessaloníkubréf 1:7).

1. Þessaloníkubréf 3:7–13; 4:1–12

„Efli ykkur og auðgi að kærleika.“

Páll fagnaði yfir staðfestu hinna heilögu í Þessalóníku (sjá 1. Þessaloníkubréf 3:7–9). Hann vildi þó líka að þeir „[tækju] enn meiri framförum“ (1. Þessaloníkubréf 4:1). Þegar þið lesið 1. Þessaloníkubréf 3:7–13; 4:1–12, íhugið þá hvernig þið getið „[tekið] enn meiri framförum“ andlega (1. Þessaloníkubréf 4:10). Gætið t.d. að því að Páll notaði orð eins og „heilög“ og „helgun.“ Hvað lærið þið af ritmáli Páls um merkingu þessara orða? Hvernig getur frelsarinn hjálpað ykkur að verða helgari og heilagri?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Heilagur,“ „Helgur,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

1. Þessaloníkubréf 4:16–18; 5:1–10; 2. Þessaloníkubréf 1:4–10

Ef ég sýni staðfestu og vaki, mun síðari koman ekki koma mér að óvörum.

Í 1. Þessaloníkubréfi 5:1–10 notar Páll nokkrar samlíkingar til að kenna um þann tíma þegar Jesús kemur aftur til jarðarinnar. Þegar þið lærið þessar samlíkingar, íhugið þá að skrá þau hughrif sem þið verðið fyrir varðandi síðari komu Jesú Krists.

  • „Þjófur á nóttu“:

  • „Jóðsótt yfir þungaða konu“:

  • Aðrar samlíkingar sem þið finnið:

Hvaða fleiri sannindi lærið þið í 1. Þessaloníkubréfi 4:16–18; 5:1–10; 2. Þessaloníkubréfi 1:4–10? Hvað eruð þið hvött til að gera til að vaka og búa ykkur undir komu frelsarans?

Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Undirbúningur fyrir síðari komu Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

2. Þessaloníkubréf 2

Því var spáð að fráhvarf, eða frávik frá sannleikanum, myndi eiga sér stað fyrir síðari komuna.

Margir hinna heilögu í Þessaloníku trúðu mitt í miklum ofsóknum að síðari koman hlyti að vera nærri. Páll vissi þó að „fráhvarfið“ yrði fyrst að koma áður en Jesús kæmi aftur til jarðar – sem væri andspyrna og frávik frá sannleikanum (sjá 2. Þessaloníkubréf 2:1–4). Þið gætuð aukið skilning ykkar á fráhvarfinu mikla – og þakklæti ykkar fyrir endurreisnina – með því að hugleiða eitthvað af eftirfarandi:

  • Ritningarvers sem segja fyrir um fráhvarfið: Jesaja 24:5; Amos 8:11–12; Matteus 24:4–14; 2. Tímóteusarbréf 4:3–4

  • Ritningarvers sem staðfesta að fráhvarfið hafði þegar hafist á tíma Páls: Postulasagan 20:28–30; Galatabréfið 1:6–7; 1. Tímóteusarbréf 1:5–7

  • Athuganir kristinna siðbótamanna varðandi fráhvarfið mikla:

    Marteinn Lúter: „Ég hef ekkert gert nema reynt að siðbæta kirkjuna í samræmi við hinar heilögu ritningar. … Ég segi einfaldlega að kristindómurinn er ekki lengur til meðal þeirra sem hefðu átt að varðveita hann“ (í E. G. Schweibert, Luther and His Times: The Reformation from a New Perspective [1950], 590).

    Roger Williams: „Fráhvarfið … hefur svo spillt öllu að engin breyting getur orðið á því fráhvarfi fyrr en Kristur mun senda frá sér nýja postula til að stofna nýja kirkju“ (í Philip Schaff, The Creeds of Christendom [1877], 851).

Sjá einnig 2. Nefí 28; Leiðarvísir að ritningunum, „Fráhvarf,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

1. Þessaloníkubréf 3:9–13.Hvað vekur áhuga ykkar varðandi tilfinningar Páls til vina sinna? Hvernig getum við „[eflst og auðgast] að kærleika hvert til annars“? (vers 12).

1. Þessaloníkubréf 4:13–18.Hvaða orðtök í þessum versum varðandi upprisuna hughreysta ykkur?

1. Þessaloníkubréf 5:14–25.Þegar þið lesið leiðsögn Páls í 1. Þessaloníkubréfi 5:14–25, biðjið þá hvern fjölskyldumeðlimi að finna orðtak sem fjölskyldan gæti einbeitt sér að. Finnið frumlegar leiðir til að sýna þessi orðtök á heimili ykkar til áminningar. Hver einstaklingur gæti t.d. fundið eða teiknað myndir sem sýna eða undirstrika orðtakið sem hann valdi.

2. Þessaloníkubréf 3:13.Hafið þið einhvern tíma „þreyst á því að gera gott“ – kannski fundist það yfirþyrmandi að vera lærisveinn? Hvað hjálpar þegar okkur líður þannig? (Sjá Galatabréfið 6:9; Kenning og sáttmálar 64:33.) Hvernig getum við styrkt hvert annað þegar þetta gerist?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Mig langar að líkjast Jesú,“ Barnasöngbókin, 40.

Bæta persónulegt nám

Leitið daglega að opinberun. „Opinberanir hljótast ,orð á orð ofan‘ (2. Nefí 28:30), ekki í einu lagi… Hugsið ekki um [trúarnám] sem eitthvað sem þið þurfið að gefa ykkur tíma fyrir, heldur eitthvað sem þið gerið stöðugt“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]12).

Ljósmynd
Kristur í skýjum

Kristur upprisinn, eftir Robert T. Barrett