Nýja testamentið 2023
9.–15. október. Filippíbréfið; Kólossubréfið: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir“


„9.–15. október. Filippíbréfið; Kólossubréfið: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„9.–15. október. Filippíbréfið; Kólossubréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Páll les fyrir bréf í fangelsi

9.–15. október

Filippíbréfið; Kólossubréfið

„Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir“

Hvenær lásuð þið síðast þau andlegu hughrif sem þið skráðuð í námi ykkar á Nýja testamentinu? Það gæti verið gagnlegt að rifja upp hughrifin sem þið hafið orðið fyrir.

Skráið hughrif ykkar

Páll ritaði bréf sín til Filippímanna og Kólossusmanna meðan hann var í fangelsi í Róm. Bréfin hafa þó ekki þann undirtón sem ætla mætti af einhverjum í fangelsi. Páll ritaði meira um gleði, fögnuð og þakklæti, en um þrautir og þrengingar: „Kristur er … boðaður,“ sagði hann, „og þetta gleður mig. Já, það mun áfram gleðja mig“ (Filippíbréfið 1:18). „Ég er hjá ykkur í andanum þótt ég sé líkamlega fjarlægur og horfi með fögnuði á … festu ykkar í trúnni á Krist“ (Kólossusbréfið 2:5). Vissulega er sá „friður Guðs“ sem Páll upplifði í erfiðum aðstæðum sínum „æðri öllum skilningi“ (Filippíbréfið 4:7), en engu að síður raunveruleiki. Í raunum okkar getum við fundið þennan sama frið og „verið ávallt glöð í Drottni“ (Filippíbréfið 4:4). Við getum, eins og Páll gerði, reitt okkur algjörlega á Jesú Krist, því „í honum eigum við endurlausnina“ (Kólossusbréfið 1:14). Við getum sagt eins og Páll: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir“ (Filippíbréfið 4:13; sjá einnig Kólossusbréfið 1:11).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Filippíbréfið 2:5–11; Kólossusbréfið 1:12–23

Trú mín er grundvölluð á Jesú Kristi.

Russell M. Nelson forseti sagði að þegar hann einbeitti sér að versum um Jesú Krist í ritningarnámi sínu, hefði það slík áhrif á sig að hann upplifði sig sem „breyttan mann!“ („Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2017). Íhugið að fylgja fordæmi hans, er þið lesið Filippíbréfið og Kólossusbréfið (sjá einkum Filippíbréfið 2:5–11; Kólossusbréfið 1:12–23). Hvað lærið þið um frelsarann? Hvernig getur þessi sannleikur hjálpað ykkur að upplifa ykkur sem „breyttan mann“ eða konu?

Filippíbréfið 2:12–13

Erum við að „[vinna] að sáluhjálp [okkar]“?

Sumir vísa í orðtakið „vinnið nú að sáluhjálp ykkar“ (Filippíbréfið 2:12) til að styðja þá hugmynd að við erum hólpin aðeins fyrir eigin tilverknað. Aðrir vísa í kennslu Páls „að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú“ (Efesusbréfið 2:8) til að staðhæfa að engin verk séu nauðsynleg til sáluhjálpar. Ritningarnar, og þar með talin skrif Páls, kenna þó greinilega að bæði sé þörf fyrir náð Jesú Krists og persónuleg verk til að hljóta sáluhjálp. Þótt við gerum okkar allra best til að vinna að eigin sáluhjálp, þá er það „Guð sem verkar í ykkur“ (Filippíbréfið 2:13; sjá einnig Filippíbréfið 1:6; 2. Nefí 25:23; Leiðarvísir að ritningunum, „Náð“).

Filippíbréfið 3:4–14

Fagnaðarerindi Jesú Krists er allra fórna virði.

Páll gaf margt upp á bátinn þegar þann snerist til trúar á fagnaðarerindið Jesú Krists, þar með talið áhrifastöðu sína sem farísei í samfélagi Gyðinga. Gætið að því sem Páli hlotnaðist í Filippíbréfinu 3:4–14 fyrir að vera fús til að færa fórnir fyrir fagnaðarerindið. Hvað fannst honum um fórnir sínar?

Íhugið síðan lærisveinsstöðu ykkar sjálfra? Hverju hafið þið fórnað fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists? Hvað hefur ykkur hlotnast? Eru einhverjar aðrar fórnir sem ykkur finnst þið þurfa að færa til að verða trúfastari lærisveinn frelsarans?

Sjá einnig 3. Nefí 9:19–20; Kenning og sáttmálar 58:2–5; Taylor G. Godoy, „Einn dag í viðbót,“ aðalráðstefna, apríl 2018.

Filippíbréfið 4:1–13

Ég get fundið gleði í Kristi, burtséð frá eigin aðstæðum.

Líf Páls er glöggt dæmi um þennan sannleika sem Russell M. Nelson forseti kenndi: „Þegar við einblínum á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá getum við fundið gleði, í öllu sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar. Gleðin á rætur í honum og er sökum hans“ („Gleði og andleg þrautseigja,“ aðalráðstefna, október 2016).

Þegar þið lesið Filippíbréfið – einkum kapítula 4 – gætið þá að yfirlýsingum sem geta stuðlað að gleði ykkar. Hvenær hafið þið upplifað „frið Guðs“ á erfiðum tíma? (vers 7). Hvenær hafið þið fundið styrk „fyrir hjálp“ Krists til að gera það sem erfitt er? (vers 13). Af hverju haldið þið að mikilvægt sé að vera sáttur og nægjusamur í öllum aðstæðum? (sjá vers 11). Hvernig getur það að tileinka ykkur eiginleikana í versi 8 vakið ykkur gleði í eigin aðstæðum?

Sjá Alma 33:23; Dieter F. Uchtdorf, „Þakklát í öllum aðstæðum,“ aðalráðstefna, apríl 2014.

Kólossusbréfið 3:1–17

Lærisveinar Jesú Krists verða „nýir“ þegar þeir lifa eftir fagnaðarerindi hans.

Hvernig getið þið sagt að Jesús Kristur sé að hjálpa ykkur að verða „nýr maður“? Ein leið til að íhuga þetta er að kanna Kólossusbréfið 3:1–17 og skrá atferli, eiginleika og breytni hins „gamla manns“ og síðan atferli, eiginleika og breytni hins „nýja manns.“

Skráið hugsanir ykkar um það hvernig frelsarinn er að breyta ykkur, svo þið getið rifjað það upp síðar í lífi ykkar og íhugað eigin framþróun.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Filippíbréfið.Fjölskylda ykkar gæti tekið eftir því að orðin gleði eða fögnuður koma oft fyrir í Filippíbréfinu. Í hvert sinn sem þið sjáið þessi orð, gætuð þið stöðvað lesturinn og rætt það sem Páll kenndi um að finna gleði.

Filippíbréfið 2:14–16.Hvernig getum við „[skinið] eins og ljós í heiminum“?

Filippíbréfið 4:8.Fjölskyldumeðlimir gætu borið kennsl á það sem ætti að „hugfesta“ og samræmist lýsingunni í þessu versi (sjá einnig Trúaratriðin 1:13). Hvernig myndi fjölskylda ykkar verða blessuð af því að fylgja leiðsögn Páls?

Kólossubréfið 1:23; 2:7.Ef til vill gæti fjölskylda ykkar lesið þessi vers meðan hún situr umhverfis tré eða horfir á mynd af tré (eins og þá sem fylgir með þessum lexíudrögum). Hver er merking þess að vera „grundvallaður“ eða „rótfestur“ í Kristi? Hvernig getum við hjálpað hvert öðru að efla andlegar rætur okkar?

Kólossusbréfið 2:2–3.Fjölskylda ykkar gæti haft gaman af því að fylla „fjársjóðskistu“ af því sem gæti táknað „sannfæringu“ og „fjársjóði spekinnar og þekkingarinnar“ sem þið finnið í fagnaðarerindinu.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Nú fagna vér skulum,“ Sálmar, nr. 3.

Bæta kennslu okkar

Lifið samkvæmt vitnisburði ykkar. „Þið kennið það sem þið eruð,“ kenndi öldungur Neal A. Maxwell. „Eiginleikar ykkar verða meira í minnum hafðir … en einhver ákveðinn sannleikur í einhverri ákveðinni lexíu“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13).

Ljósmynd
tré með margar rætur

Páll kenndi að trú okkar ætti að vera „rótfest“ í Jesú Kristi (Kólossusbréfið 2:7).