Nýja testamentið 2023
30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6: „Jesús Kristur, ‚sá sem gefur eilíft hjálpræði‘“


„30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6: ,Jesús Kristur, „sá sem gefur eilíft hjálpræði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Kristur stendur með ungri stúlku

Smyrsl Gíleaðs, eftir Annie Henrie

30. október–5. nóvember

Hebreabréfið 1–6

Jesús Kristur, „sá sem gefur eilíft hjálpræði“

Að skrá andleg hughrif, hjálpar ykkur að skilja hvað það er sem heilagur andi vill kenna ykkur. Að bregðast við hughrifum, sýnir að þið trúið að þessi hughrif séu raunveruleg.

Skráið hughrif ykkar

Hvert okkar þarf að láta af einhverju til að meðtaka fagnaðarerindi Jesú Krists – slæmum venjum, röngum skoðunum, óheilnæmum samböndum eða einhverju öðru. Hvað þá varðaði sem voru af Þjóðunum í hinni kristnu kirkju fyrrum, þá fólust trúskipti oft í því að segja skilið við falsguði. Hvað Hebreana (eða Gyðinga) varðaði, þá reyndust trúskipti þeim jafnvel enn flóknari. Þeirra trúrækni og trúarsiðir áttu sér jú rætur í tilbeiðslu hins sanna Guðs og kenningum spámanna hans, sem náðu þúsundir ára aftur í tímann. Postularnir kenndu þó að Móselögmálið hefði uppfyllst í Jesú Kristi og að æðra lögmál væri nú í gildi fyrir hina trúuðu. Myndi viðsnúningur hebreanna til kristindóms fela í sér að þeir yrðu að gefa upp fyrri trú sína og sögu? Í Hebreabréfinu er leitast við að svara slíkum spurningum með því að kenna að Móselögmálið, spámennirnir og helgiathafnirnar séu allt mikilvægt, en Jesús Kristur er mikilvægari (sjá Hebreabréfið 1:1–4; 3:1–6; 7:23–28). Í raun þá vísar allt þetta og vitnar um Krist, sem son Guðs og hinn fyrirheitna Messías, sem Gyðingar höfðu vænst.

Á þessum fyrri tíma og á okkar tíma, felast trúskipti í því að hafa Jesú Krist að þungamiðju tilbeiðslu sinnar og lífs síns. Þau felast í því að halda sig fast að sannleikanum og láta af því sem dregur okkur frá honum, því hann „gefur eilíft hjálpræði,“ „öllum, sem honum fylgja“ (Hebreabréfið 5:9).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hver ritaði Hebreabréfið?

Sumir fræðimenn hafa efast um að Páll hafi ritað Hebreabréfið. Ritstíll Hebreabréfsins er nokkuð frábrugðinn öðrum bréfum Páls og í fyrstu útgáfum textans var ekki getið um höfund. Þar sem hugmyndirnar sem fram eru settar í Hebreabréfinu samræmast þó öðrum kenningum Páls, þá hafa Síðari daga heilagir, að hefð kristinna, almennt viðurkennt að Páll hafi í það minnsta átt þátt í því að rita þetta bréf.

Sjá Leiðarvísi að ritningunum, „Bréf Páls postula.“

Hebreabréfið 1–5

Jesús Kristur er „ljóslifandi ímynd“ himnesks föður.

Margir Gyðingar áttu erfitt með að viðurkenna Jesú Krist sem son Guðs. Gætið að því hvernig Hebreabréfið vitnar um hann. Þegar þið t.d. lesið fyrstu fimm kaptítulana, gætuð þið skráð nöfn Jesú Krists, hlutverk, eiginleika og verk sem þar er getið um. Hvað kennir þetta ykkur um frelsarann? Hvað kennir þetta um himneskan föður?

Hverju bæta eftirfarandi orð öldungs Jeffreys R. Holland við skilning ykkar á kenningum þessara kapítula? „Jesús … kom til þess að bæta sýn [manna] á Guð, … til að sárbæna þá um að elska sinn himneska föður eins og hann hefur alltaf og mun alltaf elska þá. … Svo að með því að metta hinna hungruðu, lækna hinna sjúku, ávíta hræsnara, tala máli trúarinnar – var Kristur að sýna veg föðurins“ („Göfgi Guðs,“ aðalráðstefna, október 2003).

Hebreabréfið 2:9–18; 4:12–16; 5:7–8

Jesús Kristur þoldi allt, svo hann fengi skilið og liðsinnt mér þegar ég þjáist.

Finnst ykkur að þið getið „[gengið] með djörfung að hásæti Guðs“ og leitað miskunnar? (Hebreabréfið 4:16). Eitt af því sem Hebreabréfið kveður á um er að Guð sé aðgengilegur og að náð hans sé tiltæk, þrátt fyrir syndir okkar og veikleika. Hvað finnið þið í Hebreabréfinu 2:9–18; 4:12–16; 5:7–8 sem styrkir trú ykkar á að Jesús Kristur muni liðsinna í ykkar jarðnesku áskorunum? Íhugið að skrá hugsanir og tilfinningar ykkar um það sem frelsarinn hefur gert fyrir ykkur í dagbók.

Sjá einnig Mósía 3:7–11; Alma 7:11–13; 34; Matthew S. Holland, „Hin óviðjafnanlega gjöf sonarins,“ aðalráðstefna, október 2020.

Hebreabréfið 3:74:11

Blessanir Guðs eru þeim tiltækar sem „hafa ekkert illt í hjarta“.

Með því að vísa í frásögn fornra Ísraelsmanna, vonaðist Páll til þess að sannfæra Gyðinga um að forðast mistök forfeðra sinna – að hafna blessunum Guðs vegna vantrúar. (Þið getið lesið frásögnina sem Páll vísar til í 4. Mósebók 14:1–12, 26–35.)

Íhugið hvernig Hebreabréfið 3:74:11 gæti átt við um ykkur. Til að gera það, gætuð þið íhugið spurningar sem þessar:

  • Hvernig ögruðu Ísraelsmenn Drottni? (sjá Hebreabréfið 3:8–11). Hvað er afleiðing þess að herða hjarta sitt?

  • Hvenær hef ég forherst í hjarta? Eru einhverjar blessanir sem Guð vill veita mér, en ég hlýt ekki, vegna eigin vantrúar?

  • Hvað get ég gert til að þróa mildi og auðmýkt í hjarta? (sjá Eter 4:15; Orðskviðirnir 3:5–6; Alma 5:14–15).

Sjá einnig 1. Nefí 2:16; 15:6–11; Jakob 1:7–8; Alma 12:33–36; Neill F. Marriott, „Gefa Guði hjarta okkar,“ aðalráðstefna, október 2015.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Hebreabréfið 1:8–9.Á hvaða hátt hefur Jesús sýnt að hann hefur unun á réttlæti og andstyggð á misgjörð? Hvað getum við gert til að breyta ranglátum þrám, ef við höfum þær?

Hebreabréfið 2:1–4.Getið þið hugsað um sýnikennslu sem gæti hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja merkingu þess að halda fast í þann trúarlega sannleika „er við höfum heyrt“? Þið gætuð útskýrt þetta með einhverjum hlut sem erfitt er að halda um. Hvernig er viðleitni ykkar til að viðhalda vitnisburði ykkar eins og að ná taki á þessum hlut? Hvernig getum við tryggt að það „er við höfum heyrt“ renni okkur ekki úr greipum svo við berumst „afleiðis“? (vers 1).

Hebreabréfið 2:9–10.Til að kanna orðtakið „leiða þau til hjálpræðis,“ gætuð þið byrjað á því að ræða um hvað sá gerir sem leiðir. Hvað merkir hjálpræði? Hvernig leiðir Jesús Kristur okkur til hjálpræðis?

Hebreabréfið 5:1–5.Þessi vers geta hjálpað ykkur með umræður um merkingu þess að vera kallaður af Guði af einhverjum sem hefur vald til þess. Hvað getum við lært af fordæmi Jesú Krists um að hljóta og uppfylla kallanir?

Ljósmynd
Móse vígir Aron

„Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, það er Guð sem kallar hann eins og Aron“ (Hebreabréfið 5:4). Móse kallar Aron til þjónustu, eftir Harry Anderson

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ver hjá mér hverja stund,“ Sálmar, nr. 31.

Bæta persónulegt nám

Reynið hinar ýmsu aðferðir. Íhugið að nota hinar ýmsu námsaðferðir, í stað þess að læra ritningarnar alltaf á sama hátt. Ef þið þurfið hugmyndir, sjá þá „Hugmyndir að bættu ritningarnámi fjölskyldunnar“ fremst í þessari kennslubók.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Ljós heimsins, eftir Walter Rane