Nýja testamentið 2023
6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13: „Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru“


„6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13: ‚Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„6.–12. nóvember. Hebreabréfið 7–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Melkísedek veitir Abram blessun

Melkísedek blessar Abram, eftir Walter Rane. Gjöf listamannsins

6.–12. nóvember

Hebreabréfið 7–13

„Æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru“

Þegar þið lesið Hebreabréfið 7–13, gætuð þið hlotið hughrif með heilögum anda. Íhugið hvernig þið skráið þau; þið gætuð t.d. skráð þau í þessi lexíudrög, í spássíur ritninga ykkar eða í glósubók eða dagbók.

Skráið hughrif ykkar

Jafnvel trúföstustu heilagir eru stundum „smánaðir og aðþrengdir,“ sem getur dregið úr djörfung þeirra (sjá Hebreabréfið 10:32–38). Páli var ljóst að þeir Gyðingar sem snérust til kristinnar trúar urðu fyrir miklum ofsóknum vegna sinnar nýju trúar. Til að hvetja þá til að vera trúfastir vitnisburði sínum, minnti hann þá á hina löngu hefð trúfastra trúaðra frá þeirra eigin sögubakgrunni: Abel, Enok, Nóa, Abraham, Söru, Jósef, Móse – „umkringd slíkum fjölda votta“ um að loforð Guðs séu raunveruleg og þess virði að vænta (sjá Hebreabréfið 11; 12:1). Þessi hefð er nú líka ykkar. Það er trúararfleifð sem er allra þeirra sem beina sjónum „[sínum] til Jesú [sem] höfundar og fullkomnara trúarinnar“ (Hebreabréfið 12:2). Hvenær sem mótlæti fær okkur til að vilja „skjóta okkur undan,“ getum við þess í stað „[gengið] fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti“ (Hebreabréfið 10:22, 38). Hvað okkur varðar, eins og átti við um hina fornu heilögu, er Jesús Kristur „æðsti prestur þeirra gæða sem komin eru“ (Hebreabréfið 9:11).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Hebreabréfið 7

Melkísedeksprestdæmið vísar mér til Jesú Krists.

Um aldir höfðu Gyðingar iðkað levíska prestdæmið, sem líka er þekkt sem Aronsprestdæmið. Með fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists, kom endurreisn hins æðra Melkísedeksprestdæmis, sem bauð jafnvel enn meiri blessanir. Hvað lærum við um Melkísedeksprestdæmið af Hebreabréfinu 7? Með það í huga að tilgangur þessa bréfs – eins og allra ritninga – er að stuðla að trú á Jesú Krist, þá gætuð þið veitt athygli versum sem vitna um hann.

Hér eru nokkur dæmi um annan sannleika sem þið gætuð fundið:

Hvaða blessanir hafið þið hlotið frá Melkísedeksprestdæminu og „helgiathöfnum þess“? (Kenning og sáttmálar 84:20). Hvernig hefur Melkísedeksprestdæmið hjálpað ykkur að koma til Krists?

Sjá einnig Alma 13:1–13; Kenning og sáttmálar 121:36–46; Sannir í trúnni, „Melkísedeksprestdæmið,“ bls. 99; Leiðarvísir að ritningunum, „Melkísedek,“ KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp; Russell M. Nelson, „Andlegir fjársjóðir,“ aðalráðstefna, október 2019; Dallin H. Oaks, „Melkísedeksprestdæmið og lyklarnir,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Hebreabréfið 9; 10:1–22

Helgiathafnir fyrr og nú vísa á Jesú Krist.

Hinir upprunalegu hebresku lesendur þessa bréfs hafa verið afar kunnugir hinni fornu tjaldbúð og helgiathöfnunum sem Páll greindi frá. Sumir skildu þó ekki fyllilega að tilgangur þessara helgiathafna var að vísa til friðþægingarfórnar Jesú Krists.

Á tímum Biblíunnar fór æðsti presturinn inn í heilagasta stað (eða hið allra heilagasta) musterisins í Jerúsalem, á helgidegi sem nefndur var Friðþægingardagur, og fórnaði geit eða lambi fyrir syndir Ísraels.

Þegar þið lesið lýsingar Páls á þessum helgiathöfnum, gætið þá að táknum og kenningum sem auka skilning ykkar á friðþægingarhlutverki frelsarans.

Þær helgiathafnir sem við framkvæmum á okkar tíma eru öðruvísi en á tíma Páls, en tilgangur þeirra er sá sami. Hvernig vitna helgiathafnir okkar tíma um Jesú Krist?

Til að læra meira um fornar helgiathafnir Gyðinga og táknrænt gildi þeirra, horfið þá á myndböndin „The Tabernacle [Tjaldbúðin]“ og „Sacrifice and Sacrament [Fórn og sakramentið]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Hebreabréfið 11

Trú krefst þess að við reiðum okkur á loforð Guðs.

Hvað mynduð þið segja, ef einhver biði ykkur að skilgreina trú? Systir Anne C. Pingree vísaði í ritmálið í Hebreabréfinu 11 er hún veitti þessa skilgreiningu á trú: „Sú andlega hæfni að hafa trú á fyrirheitum sem eru „álengdar“ og hlotnast ekki í þessu lífi“ („Að sjá fyrirheitin álengdar,“ aðalráðstefna, október 2003).

Íhugið að þróa ykkar eigin skilgreiningu á trú er þið hugleiðið hugmyndirnar í Hebreabréfinu 11. Hvað kenna fordæmi þeirra sem getið er um í þessum kapítula ykkur um trú? (Sjá einnig Eter 12:6–22.)

Hvaða loforð sjáið þið „álengdar“? Hvernig getið þið sýnt Drottni að þið eruð sannfærð um þau og hafið meðtekið þau? (Hebreabréfið 11:13).

Sjá einnig Alma 32:21, 26–43; Jeffrey R. Holland, „An High Priest of Good Things to Come,“ Ensign, nóv. 1999, 36–38; Sannir í trúnni, „Trú á Drottin Jesú Krist,“ 166.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Hebreabréfið 10:32–36.Þið gætuð beðið fjölskyldumeðlimi að segja frá reynslu þar sem þeir hafa tekið á móti „ljósi“ og sannleika. Hvernig getur þessi reynsla stuðlað að því að við „[vörpum] eigi frá [okkur] djörfung [okkar] á tímum erfiðleika eða efa?

Hebreabréfið 11.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldumeðlimum ykkar að læra af hinum trúföstu fyrirmyndum í Hebreabréfinu 11? Það gæti verið skemmtilegt að leika einhverjar frásagnanna um þessar fyrirmyndir. Þið getið kynnt ykkur sumar þessara frásagna í Gamla testamentinu. Fjölskylda ykkar gæti líka ef til vill þess í stað rætt fordæmi annars trúfasts fólks – þar með talið áa, kirkjuleiðtoga og meðlima í samfélagi ykkar. Þið gætuð líka sungið söng um trú, svo sem „Trú“ (Barnasöngbókin, 50).

Hebreabréfið 12:2.Af hverju var Jesús fús til að þola sársauka og þjáningar á krossinum, samkvæmt þessu versi? Hvað kennir þetta okkur um það hvernig við getum tekist á við þrengingar okkar? Russell M. Nelson forseti greindi frá gagnlegum skilningi á þessu versi í boðskap sínum „Gleði og andleg þrautseigja“ (aðalráðstefna, október 2016).

Hebreabréfið 12:5–11.Af hverju agar og leiðréttir Drottinn okkur? Hverju veitum við athygli í þessum versum um það hvernig Drottinn lítur á ávítur? Hvaða áhrif hafa þessi vers á það hvernig við ávítum eða bregðumst við ávítum?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Trú,“ Barnasöngbókin, 50.

Bæta kennslu okkar

Notið tónlist til að laða að andann og læra kenningu. Æðsta forsætisráðið sagði: „Í tónlistinni felst ótakmarkaður kraftur til að auka andlegan styrk [okkar]“ („formáli Æðsta forsætisráðsins,“ Sálmar, x). Ef til vill gæti söngur um trú, svo sem „Sannir í trúnni“ (Sálmar, nr. 109), auðgað umræður fjölskyldunnar um Hebreabréfið 11.

Ljósmynd
líkan af hinni fornu Jerúsalem

Tákn og helgiathafnir hins forna musteris kenndu um hlutverk Jesú Krists.