Nýja testamentið 2023
10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9: „Þú ert Kristur“


„10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9: ‚Þú ert Kristur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Ummyndun Krists

Ummyndunin, eftir Carl Heinrich Bloch

10.–16. apríl

Matteus 15–17; Markús 7–9

„Þú ert Kristur“

Lestur ritninganna býður heilögum anda í líf ykkar. Eitt mikilvægt hlutverk heilags anda er að vitna um Jesú Krist. Þegar þið lesið ritningarnar í þessari viku, gætið þá vel að andlegum tilfinningum sem styrkja vitnisburð ykkar um frelsarann.

Skráið hughrif ykkar

Er ekki undarlegt að farísearnir og saddúkearnir hafi krafist þess að Jesú sýndi þeim „tákn af himni“? Voru hans mörgu og umtöluðu kraftaverk ekki nægileg? Hvað með máttugar kenningar hans eða uppfyllingu hans á fornum spádómum á svo marga vegu? Krafa þeirra byggðist ekki á skorti af táknum, heldur vildu þeir ekki „ráða tákn tímanna“ og taka á móti þeim. (Sjá Matteus 16:1–4.)

Pétur var vitni að kraftaverkum frelsarans, líkt og farísearnir og saddúkearnir. Hinn öruggi vitnisburður Péturs: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs,“ hlaust þó ekki með líkamlegri skynjun – hans „[holdi og blóði].“ „[Faðirinn] í himninum“ veitti honum vitnisburð með opinberun. Opinberun er kletturinn sem frelsarinn byggir kirkju sína á, þá og nú – opinberun frá himnum til þjóna sinna. Þetta er sá klettur sem við getum byggt lærisveinsdóm okkar á – opinberun um að Jesús er Kristur og að þjónar hans hafi „lykla himnaríkis.“ Ef við byggjum á þessari undirstöðu, mun „máttur heljar ekki á [okkur] sigrast“ (Matteus 16:15–19).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 16:13‒17

vitnisburður um Jesú Krist hlýst með opinberun.

Hvað myndi fólk í dag segja ef Jesús Kristur spyrði það: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ Hverju mynduð þið svara ef Jesús spyrði ykkur: „Hvern segið þið mig vera“? (Sjá Matteus 16:13–15.)

Íhugið vitnisburð ykkar um frelsarann og hvernig þið hlutuð hann. Hvað lærið þið í Matteus 16:15–17 sem gæti styrkt hann? Ef þið viljið læra meira um vitnisburð og persónulega opinberun, kannið þá þessi ritningarvers: Jóhannes 15:26; 2. Nefí 31:17–18; Alma 5:45–48; og Kenning og sáttmálar 8:2–3.

Sjá einnig „President Nelson: Hear Him—Personal Revelation [Nelson forseti: Hlýð þú á hann – Persónuleg opinberun]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 16:13–19; 17:1–9; Markús 9:2–9

„Lyklar himnaríkis“ eru á jörðinni í dag.

Þeir „lyklar himnaríkis“ sem frelsarinn lofaði að veita Pétri, eru prestdæmislyklar (Matteus 16:19). Hvað eru prestdæmislyklar? Af hverju þurfum við þá? Íhugið þessar spurningar er þið lesið um loforð frelsarans í Matteus 16:13–19 og uppfyllingu þess í Matteus 17:1–9; Markús 9:2–9 (sjá einnig Þýðing Josephs Smith, Markús 9:3Markús 9:4, neðanmálstilvísun a ]).

Fleira efni til að læra um prestdæmislykla, eru m.a. þetta: Kenning og sáttmálar 65:2; 107:18–20; 110:11–16; 128:9–11; „Lyklar prestdæmisins“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp); og boðskapur öldungs Garys E. Stevenson „Hvar eru lyklar og vald prestdæmisins?,“ (aðalráðstefna, apríl 2016). Þegar þið lærið þetta efni, íhugið þá að skrá það sem þið lærið um prestdæmislykla og blessanirnar sem þeim fylgja. Af hverju haldið að þið lyklar sé góð samlíking fyrir réttinn til að stjórna prestdæmisþjónustu?

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Melkísedeksprestdæmið og lyklarnir,“ aðalráðstefna, apríl 2020; Leiðarvísir að ritningunum, „Ummyndun.“

Ljósmynd
stytta af Pétri með lykla

Prestdæmislyklar eru vald til að stjórna notkun prestdæmisins.

Matteus 17:14–21; Markús 9:14–29

Þegar ég leita aukinnar trúar, get ég byrjað á þeirri trú sem ég þegar hef.

Faðirinn sem tilgreindur er í Matteus 17 og Markús 9 hafði ástæðu til að vera óviss um að Jesús gæti læknað son hans. Hann hafði beðið lærisveina Jesú um að lækna son sinn, en þeir gátu það ekki. Þegar hann þó bað frelsarann um kraftaverk, ákvað hann að sýna trú. „Ég trúi,“ sagði hann. Hann viðurkenndi þó líka að trú hans væri ekki fullkomin og bætti við: „Hjálpa þú vantrú minni.“

Hvað kennir andinn ykkur er þið lesið um þetta kraftaverk? Hvernig hefur himneskur faðir hjálpað ykkur að styrkja trú ykkar? Hvað getið þið gert til að byggja á þeirri trú sem þið þegar hafið? Ef til vill gætuð þið tekið saman ritningarvers, ráðstefnuboðskap eða upplifanir sem hafa styrkt trú ykkar.

Sjá einnig Jeffrey R. Holland, „Ég trúi,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 15:7–9; Markús 7:6–7.Hver er munurinn á því að heiðra Guð með vörum okkar og heiðra hann í hjarta?

Matteus 15:17–20; Markús 7:18–23.Af hverju erum við varkár varðandi það sem við setjum í munn okkar? Af hverju ættum við að vera enn varkárari varðandi það sem úr munni okkar og hjarta kemur – byggt á því sem Jesús kenndi í þessum versum? Hvernig getum við haldið hjarta okkar hreinu?

Matteus 16:15–17.Hvernig opinberar Guð okkur að Jesús er „Kristur, sonur hins lifanda Guðs“? (vers 16). Hvernig getum við búið okkur undir að hljóta þessa opinberun frá honum?

Matteus 16:13–19; 17:1–9.Til að kenna börnum um prestdæmislykla, gætuð þið sagt þeim sögu öldungs Garys E. Stevenson um það þegar hann læsti lyklana inni í bílnum sínum (sjá myndbandið „Where Are the Keys? [Hvar eru lyklarnir]“ á ChurchofJesusChrist.org). Þið gætuð látið börnin nota lyklana til að opna húsið, bílinn eða aðra lása. Íhugið að sýna mynd af forseta kirkjunnar og bera vitni um að hann hafi alla lykla prestdæmisins, á sama hátt og Pétur gerði.

Matteus 17:20.Spámenn hafa í raun fært fjöll með trú á Jesú Krist (sjá Jakob 4:6; HDP Móse 7:13). Yfirleitt er það þó ekki kraftaverkið sem við þörfnumst. M. Russell Ballard forseti kenndi: „Ef við höfum trú, jafn litla og mustarðskorn, getur Drottinn gert okkur kleift að færa fjöll ótta og efasemda í þeim verkefnum sem bíða okkar við að þjóna börnum Guðs, þar með talið fjölskyldu, kirkjumeðlimum og öðrum utan kirkju“ („Dýrmætar gjafir frá Guði,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Hver eru sum þeirra fjalla í lífi okkar sem þarf að færa úr stað? Hvernig getum við sýnt trú á mátt Guðs til að hjálpa okkur að færa þessi fjöll?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Trú mín er á Krist,“ Sálmar, nr. 34.

Bæta kennslu okkar

Komið oft saman. Henry B. Eyring forseti kenndi: „Látið aldrei það tækifæri fara forgörðum að safna saman börnum ykkar til að læra um kenningu Krists. Slíkar stundir eru svo sjaldgæfar í samanburði við verk óvinarins“ („The Power of Teaching Doctrine,“ Ensign, maí 1999, 74).

Ljósmynd
maður með veikan son frammi fyrir Jesú

Meistari, ég hef komið með son minn til þín, eftir Walter Rane