Nýja testamentið 2023
3.–9. apríl. Páskar: „Dauði, hvar er broddur þinn?“


„3.–9. apríl. Páskar: ‚Dauði, hvar er broddur þinn?,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„3.–9. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Grafhvelfingin

3.–9. apríl

Páskar

„Dauði, hvar er broddur þinn?“

Þegar þið lesið vitnisburðina um upprisu frelsarans í þessum lexíudrögum, skráið þá hjá ykkur tilfinningar og hughrif sem þið upplifið frá heilögum anda.

Skráið hughrif ykkar

Í síðustu viku lífs frelsarans voru margir Gyðingar umhverfis hann að taka þátt í hinni hefðbundnu páskahátíð. Þeir höfðu til máltíðir, sungu lög og komu saman til að minnast frelsunar Ísraelsmanna úr ánauð Egypta. Fjölskyldur hlýddu á frásögnina um hinn eyðandi engil, sem fór fram hjá heimilum þeirra sem höfðu roðið dyrastafi heimilis síns með blóði lambs. Mitt í þessum hátíðarhöldum, sem voru svo rík af táknum um þessa björgun, voru þeir fáir sem gerðu sér grein fyrir að Jesús Kristur, Lamb Guðs, væri í þann mund að frelsa þá frá ánauð syndar og dauða – með þjáningum sínum, dauða og upprisu. Það voru þó einhverjir sem viðurkenndu Jesú sem sinn fyrirheitna Messías, hinn eilífa Bjargvætt. Frá þessum tíma hafa lærisveinar Jesú Krists borið öllum heimi vitni um „að Kristur dó vegna synda okkar, … að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi“ (1. Korintubréf 15:3–4).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Matteus 21–28

Jesús Kristur frelsar mig frá synd og dauða, styrkir mig í veikleika og huggar mig í raunum.

Ein leið til að einblína á blessanir friðþægingar frelsarans í þessari viku, er að verja tíma á hverjum degi til að lesa um síðustu vikuna í lífi Jesú (lestraráætlun gæti fylgt á eftir, ef mögulegt). Hvað finnið þið í þessum kapítulum sem hjálpar ykkur að finna elsku frelsarans? Íhugið hvað þessir kapítular kenna um það hvernig hann getur frelsað okkur frá synd, dauða, raunum og veikleikum. Hvernig iðkið þið trú á endurlausnarmátt hans?

Sjá einnig Easter.ComeuntoChrist.org.

Ljósmynd
Jesús á krossi

Krossfesting, eftir Louise Parker

Matteus 28:1–10; Lúkas 24:13–35; Jóhannes 20:19–29; 1. Korintubréf 15:1–8, 55

Margir sjónarvottar bera vitni um upprisu Jesú Krists.

Ímyndið ykkur hvernig það hefur verið fyrir lærisveinana að horfa upp á Jesú vera hæddan, misþyrmdan og krossfestan. Þeir höfðu verið vitni að mætti hans, skynjað sannleika kenninga hans og trúðu að hann væri sonur Guðs. Að verða vitni að dauða hans, hlýtur að hafa valdið sorg og ráðaleysi meðal lærisveinanna. Innan skamms áttu þeir þó eftir að verða vitni að hinu mikla kraftaverki upprisu hans.

Hvað getið þið lært af frásögnum um þá sem urðu vitni að hinum upprisna frelsara? Merkið við eða skráið reynslu hvers einstaklings í eftirfarandi versum: Matteus 28:1–10; Lúkas 24:13–35; Jóhannes 20:19–29; og 1. Korintubréf 15:1–8, 55. (Finna má fleiri vitni að upprisu Krists hér: 3. Nefí 11; Mormón 1:15; Eter 12:38–39; Kenning og sáttmálar 76:19–24; 110:1–10; og Joseph Smith – Saga 1:15–17.) Hvað vekur áhuga ykkar varðandi vitnisburði þessara vitna? Eftir upprisu frelsarans, voru aðrir reistir upp og birtust mörgum (sjá Matteus 27:52–53; 3. Nefí 23:9). Hvernig hefur trú ykkar á frelsarann og loforðið um upprisu áhrif á lífsmáta ykkar?

Sjá einnig „Jesus Is Resurrected [Jesús er upprisinn],“ „The Risen Lord Appears to the Apostles [Hinn upprisni Drottinn birtist postulum sínum],“ „Blessed Are They That Have Not Seen, and Yet Have Believed [Blessaðir eru þeir sem hafa ekki séð, en trúa þó]“ (myndbönd), ChurchofJesusChrist.org.

1. Pétursbréf 1:3–11

Jesús Kristur veitir mér von og gleði.

Hvaða orð eða orðtök í 1. Pétursbréfi 1:3–11 veita ykkur von, vegna Jesú Krists? Hvenær hafið þið fundið þessa von?

Öldungur Gerrit W. Gong bar vitni um að upprisan „veitir þeim von sem hafa misst limi, getu til að sjá, heyra eða ganga, eða þjást af erfiðum sjúkdómi, geðsjúkdómi eða öðrum ófullkomleika. Hann finnur okkur. Hann gerir okkur heil. … [Líka,] vegna þess að ‚Guð [friðþægði] sjálfur fyrir syndir heimsins [Alma 42:15], … getur hann liðsinnt okkur af miskunn, samkvæmt ófullkomleika okkar. … Við iðrumst og gerum allt sem við getum. Hann umlykur okkur eilíflega „[í elskandi örmum sínum]‘ [2. Nefí 1:15]“ („Hósanna og hallelúja – Hinn lifandi Jesús Kristur: Hjarta endurreisnar og páska,” aðalráðstefna, apríl 2020).

Sjá einnig Alma 27:28; 36:1–24; 3. Nefí 9:11–17; Moróní 7:40–41.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

ComeuntoChrist.org.Á vefsíðunni Easter.ComeuntoChrist.org er tímalína og lýsing á því sem gerðist dag hvern í síðustu viku lífs frelsarans. Fjölskylda ykkar gæti dag hvern í vikunni lesið þessa lýsingu til að komast að því hvað frelsarinn gerði þann daginn eða þið gætuð lesið saman sem fjölskylda um síðustu viku lífs hans í ritningunum (sjá tillögur í “Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi“ hér að ofan).

Sálmar og Barnasöngbókin.Íhugið að syngja saman lög um friðþægingu og upprisu frelsarans í þessari viku, einnig lög sem þið eruð síður kunnug. (Sjá efnislykil í Sálmar eða Barnasöngbókin, undir efni eins og „Friðþæging,“ „Páskar“ eða „Upprisa.“) Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að læra lögin, þá gætuð þið sýnt myndir sem eiga við textann.

Sjá „Jesus Christ“ í safninu Gospel Library.Safnið Gospel Library, undir „Jesus Christ“ hefur að geyma myndbönd, listaverk og tónlist sem getur hjálpað fjölskyldu ykkar að minnast upprisu frelsarans á þessum páskum.

„Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna.“Lesið sem fjölskylda „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna,“ (KirkjaJesuKrists.is). Biðjið hvern fjölskyldumeðlim að velja sér páskaboðskap úr þessum vitnisburði og deila honum með hinum. Þið gætuð t.d. búið til veggspjald til að sýna á samfélagsmiðlum, á útidyrum ykkar eða á heimili ykkar.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Jesús er risinn,“ Barnasöngbókin, 44.

Bæta persónulegt nám

Setjið viðráðanleg markmið. Ritningarlestur, jafnvel aðeins fáeinar mínútur á dag, getur blessað líf okkar. Einsetjið ykkur að læra dag hvern, finnið leiðir til að minna ykkur á skuldbindingu ykkar og gerið ykkar besta til að fylgja þessu eftir. Ef þið gleymið, gefist þá ekki upp. Byrjið bara aftur.

Ljósmynd
Kristur í Getsemane

Getsemane, eftir Adam Abram