Nýja testamentið 2023
24.–30. apríl. Jóhannes 7–10: „Ég er góði hirðirinn“


„24.–30. apríl. Jóhannes 7–10: ‚Ég er góði hirðirinn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„24.–30. apríl. Jóhannes 7–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
Jesús með konu sem fallið hefur á jörðina

Ég sakfelli þig ekki heldur, eftir Evu Koleva Timothy

24.–30. apríl

Jóhannes 7–10

„Ég er góði hirðirinn“

Þegar þið lesið Jóhannes 7–10, gætuð þið hlotið innblástur frá heilögum anda um hinar kenningarlegu reglur í þessum kapítula. Skráið hughrif ykkar og gerið áætlun um að bregðast við þeim.

Skráið hughrif ykkar

Þótt Jesús Kristur hafi komið til að færa „[frið] á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum“ (Lúkas 2:14), þá „greindi menn á um hann“ (Jóhannes 7:43). Fólk sem varð vitni að sömu atburðum, komst að mjög ólíkum niðurstöðum um hver Jesús væri. Sumir sögðu: „Hann er góður.“ Aðrir sögðu: „Nei, hann leiðir fjöldann í villu“ (Jóhannes 7:12). Þegar hann læknaði blindan mann á hvíldardegi, sögðu sumir: „„Þessi maður er ekki frá Guði fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.“ Aðrir sögðu: „Hvernig getur syndugur maður gert þvílík tákn?“ (Jóhannes 9:16). Þrátt fyrir alla ringulreiðina, þá skynjuðu þeir sem leituðu sannleikans kraftinn í orðum hans, því „aldrei [hafði] nokkur maður talað þannig“ (Jóhannes 7:46). Þegar Gyðingar báðu Jesú að „[segja sér] berum orðum“ hvort hann væri Kristur, þá opinberaði hann reglu sem gerir okkur kleift að greina á milli sannleika og villu: „Mínir sauðir heyra raust mína,“ sagði hann, „og ég þekki þá og þeir fylgja mér“ (Jóhannes 10:24, 27).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Jóhannes 7:14–17

Þegar ég lifi eftir þeim sannleika sem Jesús Kristur kenndi, mun ég vita að hann er sannur.

Gyðingar furðuðu sig afar mikið yfir vitneskju Jesú, þar sem hann var ekki lærður (sjá vers 15) – hið minnsta ekki eins og þeim var venja. Jesús kenndi þessi í stað ólíkar aðferðir til að þekkja sannleikann, sem voru öllum tiltækar, burtséð frá menntun eða bakgrunni. Hvernig getið þið vitað að kenning Jesú sé sannleikur, samkvæmt Jóhannes 7:14–17? Hvernig hefur þessi aðferð hjálpað ykkur að hljóta vitnisburð um fagnaðarerindið?

Jóhannes 8:2–11

Miskunn frelsarans stendur öllum til boða.

Öldungur Dale G. Renlund ræddi um viðbrögð frelsarans við konunni sem hafði drýgt hór og sagði: „Vissulega lagði frelsarinn ekki blessun sína yfir hórdóm. Hann fordæmdi þó ekki konuna. Hann hvatti hana til að breyta lífshætti sínum. Hún fann hvata til að breytast sökum samúðar og miskunnar hans. Þýðing Josephs Smith á Biblíunni staðfestir viðsnúning hennar til lærisveinsdóms: ‚Upp frá þessu lofaði konan Guð og trúði á nafn hans‘ [sjá Jóhannes 8:11, neðanmálstilvísun c]“ („Okkar góði hirðir,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Hvenær hefur ykkur liðið eins og konunni, að finna miskunn frelsarans í stað fordæmingu? Hvenær hafið þið verið eins og fræðimennirnir og farísearnir og sakfellt eða dæmt aðra, jafnvel þótt þið séuð ekki syndlaus? (sjá Jóhannes 8:7). Hvað annað getið þið lært af samskiptum frelsarans við fræðimennina og faríseana og konuna sem staðin var að hórdómi? Hvað lærið þið um fyrirgefningu frelsarans við lestur þessara versa?

Sjá einnig „Go and Sin No More [Far þú og syndga ekki framar]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Jóhannes 9

Ef við höfum trú, getur Guð opinberað sig í þrengingum okkar.

Hvað kennir Jóhannes 9:1–3 um þrautir og þrengingar lífsins? Þegar þið lesið Jóhannes 9, íhugið þá hvernig „verk Guðs [urðu] opinber“ í lífi blinda mannsins. Hvernig hafa þau opinberast í lífi ykkar – þar með talið í þrengingum ykkar?

Jóhannes 10:1–30

Jesús Kristur er góði hirðirinn.

Þótt þið séuð ekki kunnug sauðum og hirðingu þeirra, getur lestur Jóhannes 10, þar sem segir: „Ég er góði hirðirinn,“ kennt ykkur mikilvægan sannleika um hann. Til að finna þann sannleika, gætið þá að orðtökum sem lýsa góðum hirði og íhugið síðan hvernig þessi orðtök eiga við um frelsarann. Hér á eftir eru nokkur dæmi:

  • Vers 3: „Hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá.“

  • Vers 11: Hann „leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.“

  • Vers 16: „Það verður ein hjörð, einn hirðir.“

Hér eru nokkrar fleiri spurningar til að hjálpa ykkur að íhuga þennan kapítula: Hvernig er Jesús eins og dyr? (sjá vers 7–9). Hvernig hefur hann veitt ykkur „líf í fyllstu gnægð“? (vers 10). Hvenær hefur ykkur fundist hann þekkja ykkur persónulega? (sjá vers 14). Hvernig þekkið þið rödd góða hirðisins? (sjá vers 27).

Sjá einnig Sálmana 23; Esekíel 34; Alma 5:37–39; 3. Nefí 15:21–16:5; Gerrit W. Gong, „Góður hirðir, lamb Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Jóhannes 7:24.Til að hjálpa fjölskyldunni að skilja kenningar Jesú í Jóhannes 7:24, þá gætuð þið sýnt eitthvað sem lítur öðruvísi út að innan en utan. Fjölskyldumeðlimir líka gætu þess í stað sagt frá upplifunum sem kenndu þeim að dæma ekki eftir útliti. Þið gætuð líka skráð eiginleika hvers fjölskyldumeðlims sem ekki eru sýnilegir auganu (sjá einnig 1. Samúelsbók 16:7; Thomas S. Monson, „Sjá aðra eins og þeir geta orðið,” aðalráðstefna, október 2012).

Jóhannes 8:31–36.Hver er merking þess að vera „þræll syndarinnar“? (sjá einnig Moróní 7:11). Hvaða sannleikur sem Jesús kennir getur gert okkur frjáls?

Ljósmynd
Kristur læknar blindan mann

Jesús læknar blindan, eftir Carl Heinrich Bloch

Jóhannes 9.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldu ykkar að sjá fyrir sér frásögnina um Jesú lækna blinda manninn í Jóhannes 9? Þið gætuð leikið frásögnina saman eða horft á myndbandið „Jesus Heals a Man Born Blind [Jesús læknar mann blindan frá fæðingu]“ (ChurchofJesusChrist.org). Gerið hlé á frásögninni endrum og eins, svo fjölskyldumeðlimir geti lesið samsvarandi vers í Jóhannes 9. Biðjið þá að skrá allar lexíur sem þeir lærðu af frásögninni, svo sem merkingu þess að snúast til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists.

Jóhannes 10:1–18, 27–29.Til að fá fjölskyldumeðlimi til að vera með í því að læra dæmisöguna um góða hirðinn, biðjið þá hvern þeirra að teikna mynd af einu eftirfarandi: Þjóf, dyr, hirði og daglaunamanni (ráðnum verkamanni), úlfi og sauði. Biðjið þá að lesa Jóhannes 10:1–18, 27–29 og ræðið síðan saman sem fjölskylda það sem frelsarinn kenndi um það sem þeir teiknuðu.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Minn hirðir er Drottinn,“ Sálmar, nr. 19.

Bæta persónulegt nám

Gætið að innblásnum orðum og orðtökum. Við lesturinn getur andinn beint athygli ykkar að ákveðnum orðum eða orðtökum sem innblása og hvetja ykkur eða virðast aðeins rituð fyrir ykkur. Íhugið að skrá minnispunkta um öll orð eða orðtök sem innblása ykkur í Jóhannes 7–10.

Ljósmynd
Jesús með lamb

Ekki lengur týnt, eftir Greg K. Olsen