Nýja testamentið 2023
1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11: „Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var“


„1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11: ‚Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
maður faðmar son sinn

Glataði sonurinn, eftir Liz Lemon Swindle

1.–7. maí

Lúkas 12–17; Johannes 11

„Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var“

Þegar þið lesið Lúkas 12–17 og Jóhannes 11, gætið þá að því af kostgæfni sem himneskur faðir vill að þið vitið og gerið. Nám ykkar í þessum kapítulum getur lokið upp hjarta ykkar fyrir boðskap sem aðeins er ætlaður ykkur.

Skráið hughrif ykkar

Í flestum tilvikum væri 99 af 100 talið framúrskarandi – en ekki þegar þessar tölur standa fyrir ástkær börn Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 18:10). Í því tilviki væri virði jafnvel einnar sálar svo mikið að hún verðskuldaði að við gerðum allt til að leita hennar, þar til „[við fyndum hana]“ (Lúkas 15:4), eins og frelsarinn kenndi í dæmisögunni um týnda sauðinn. Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við“ (Lúkas 15:7). Ef það virðist ósanngjarnt, væri gagnlegt að hafa í huga að sannleikurinn er sá að það eru engir sem „þurfa þess ekki við [að iðrast].“ Við þörfnumst öll björgunar. Við getum líka öll tekið þátt í björguninni og fagnað yfir frelsun hverrar sálar (sjá Kenning og sáttmálar 18:15–16).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Lúkas 12; 14–16

Þegar ég stilli hjarta mitt inná hið eilífa, uppsker ég blessanir.

Af hverju sagði Guð „heimskingi“ við hinn harðduglega, farsæla mann, sem byggði stórar hlöður og fyllti þær með ávöxtum erfiðis síns? (sjá Lúkas 12:16–21). Í þessum kapítulum í Lúkasi, kennir frelsarinn með nokkrum dæmisögum sem geta hjálpað okkur að sjá lengra heiminum, til hins eilífa. Sumar þessara dæmisagna eru tilgreindar hér. Hvernig mynduð þið skilgreina boðskap hverrar þeirra? Hvað finnst ykkur Drottinn vera að segja við ykkur?

Sjá einnig Matteus 6:19–34; 2. Nefí 9:30; Kenning og sáttmálar 25:10.

Lúkas 15

Himneskur faðir gleðst þegar þeir sem eru týndir finnast.

Hvað lærið þið um það hvað himneskum föður finnst um þá sem hafa syndgað eða á einhvern hátt „týnst,“ þegar þið lesið dæmisögurnar sem Jesús kenndi í Lúkas 15? Hvernig ætti andlegum leiðtoga – eða hverju okkar – að líða gagnvart þeim? Íhugið hvernig fræðimennirnir og farísearnir hefðu svarað þessum spurningum (sjá Lúkas 15:1–2). Svar Jesú má finna í þremur dæmisögum í Lúkas 15. Íhugið við lesturinn hvað Jesús var að kenna fræðimönnunum og faríseunum með þessum dæmisögum.

Þið gætuð líka íhugað að skrá það sem er líkt og ólíkt með dæmisögunum. Þið gætuð t.d. fundið út hvað týndist í hverri dæmisögu og af hverju það týndist, hvernig það fannst og hvernig viðbrögð fólks voru við fundinn. Hvaða boðskap hafði Jesús fyrir þá sem eru „týndir“ – líka þá sem telja sig ekki vera týnda? Hvaða boðskap hafði hann fyrir þá sem leita hins týnda?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 18:10–16; Jeffrey R. Holland, „The Other Prodigal,“ Ensign, maí 2002, 62–64.

Ljósmynd
kona leitar að smápening

Týnda silfurmyntin, eftir James Tissot

Lúkas 16:1–12

Hvað var Kristur að kenna með dæmisögunni um rangláta ráðsmanninn?

Öldungur James E. Talmage útskýrði eina lexíu sem við getum lært af þessari dæmisögu: „Verið kostgæfin, því sá dagur sem þið fáið notið veraldarauðs ykkar mun senn renna til viðar. Dragið lærdóm jafnvel af óheiðarlegum og vondum; ef þeir eru svo hyggnir að huga að þeirri einu framtíð sem þeir fá séð fyrir, hversu miklu meira ættuð þið þá ekki, sem hafið trú á eilífri framtíð, að huga að henni! Ef þið hafið ekki lært að nota hinn „rangláta mammon“ af visku og hyggni,“ hvernig er þá hægt að treysta ykkur fyrir varanlegum auðæfum? (Jesus the Christ [1916], 464). Hvaða fleiri lexíur finnið þið í þessari dæmisögu?

Lúkas 17:11–19

Þakklæti fyrir blessanir mína færir mig nær Guði.

Ef þið hefðuð verið einn af þessum tíu líkþráu mönnum, haldið þið þá að þið hefðuð farið aftur til að þakka frelsaranum? Hvaða meiri blessanir hlaut hinn þakkláti líkþrái maður fyrir að færa þakkir?

Þið gætuð líka íhugað orð frelsarans: „Trú þín hefur bjargað þér“ (vers 19). Hvernig tengjast trú og þakklæti að ykkar mati? Hvernig hjálpar hvort tveggja okkur að verða heil? Myndbandið „Spámannleg bæn þakklætis, vonar og lækningar fyrir heiminn” (KirkjaJesuKrists.is) getur hjálpað ykkur að íhuga þessar spurningar.

Sjá einnig Dale G. Renlund, „Íhugið gæsku og mikilleika Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

Jóhannes 11:1–46

Jesús Kristur er upprisan og lífið.

Kraftaverkið að reisa Lasarus upp frá dauðum, var áhrifamikill og óhrekjanlegur vitnisburður um að Jesús væri sannlega sonur Guðs og hinn fyrirheitni Messías. Hvaða orð eða orðtök í Jóhannes 11:1–46 styrkja trú ykkar á að Jesús Kristur sé „upprisan og lífið“? Hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur að Jesús er „upprisan og lífið“?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Lúkas 15:1–10.Skilja fjölskyldumeðlimir ykkar hvernig það er að týna einhverju – eða týnast sjálfur? Að ræða um upplifanir þeirra, gæti hvatt til umræðna um dæmisögurnar um týnda sauðinn og týndu drökmuna. Þið gætuð líka þess í stað farið í leik þar sem einhver felur sig og hinir í fjölskyldunni reyna að finna viðkomandi. Hvernig hjálpar þessi leikur okkur að skilja þessar dæmisögur?

Lúkas 15:11–32.Hvernig getum við verið eins og faðirinn í sögunni ef einn ástvina okkar hefði villst frá? Hvað getum við lært af reynslu eldri sonarins sem gæti hjálpað okkur að vera kristilegri? Hvernig er faðirinn í dæmisögunni eins og himneskur faðir okkar?

Lúkas 17:11–19.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að skilja frásögnina um líkþráu mennina tíu, þá gætuð þið boðið þeim að skilja eftir leynda þakklætismiða fyrir hverja aðra. Þið gætuð líka sungið saman „Er í stormum lífs þíns“ (Sálmar, nr. 27) og tilgreint þær blessanir sem fjölskylda ykkar hefur hlotið.

Jóhannes 11:1–46.Fjölskyldumeðlimir gætu horft á myndbandið „Lazarus Is Raised from the Dead [Lasarus reistur upp frá dauðum]“ (ChurchofJesusChrist.org) og gefið vitnisburði sína um Jesú Krist.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Dýrmæt er hirðinum hjörðin,“ Sálmar, nr. 92.

Bæta kennslu okkar

Notið sögur og fyrirmyndir til að kenna trúarreglur. Frelsarinn kenndi oft trúarreglur með því að segja sögur og dæmisögur. Hugsið um fyrirmyndir og sögur úr eigin lífi sem varpa skæru ljósi á reglur fagnaðarerindisins fyrir fjölskyldu ykkar (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 22).

Ljósmynd
maður krýpur í þakklæti frammi fyrir Jesú

Hvar eru hinir níu, eftir Liz Lemon Swindle