Nýja testamentið 2023
15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12: „Konungur þinn kemur til þín“


„15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12: ‚Konungur þinn kemur til þín,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2022)

„15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2023

Ljósmynd
maður í tré er Jesús nálgast

Sakkeus í mórberjatrénu, eftir James Tissot

15.–21. maí

Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12

„Konungur þinn kemur til þín“

Áður en þið lesið þessi lexíudrög, lesið þá Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; og Jóhannes 12. Skráið hughrif sem þið gætuð miðlað fjölskyldu ykkar eða í námsbekk kirkjunnar.

Skráið hughrif ykkar

Frelsarinn var svangur eftir að hafa ferðast frá Betaníu til Jerúsalem og fíkjutré sem fyrir augum bar virtist góður kostur til að seðja hungrið. Þegar Jesús koma að trénu, sá hann að það bar engan ávöxt (sjá Matteus 21:17–20; Markús 11:12–14, 20). Á nokkurn hátt, var fíkjutréð eins og hinir hræsnisfullu trúarleiðtogar í Jesúsalem: enga andlega næringu var að finna í innantómum kenningum þeirra og ytri heilagleika. Farísearnir og fræðimennirnir virtust halda mörg boðorð, en samt fóru þeir varhluta af tveimur æðstu boðorðunum: að elska Guð og elska náungann eins og sjálfan þig (sjá Matteus 22:34–40; 23:23).

Margir tóku aftur á móti að bera kennsl á hina góðu ávexti kenninga Jesú. Þegar hann kom til Jerúsalem, tók fólkið á móti honum með greinum sem það hafði klippt af trjám til að leggja á leið hans og fagnaði og sagði, eins og hinn forni spádómur sagði: „Konungur þinn kemur til þín“ (Sakaría 9:9). Þegar þið lesið í þessari viku, íhugið þá ávexti kenninga og friðþægingarfórnar frelsarans í lífi ykkar og hvernig þið getið borið „mikinn ávöxt“ (Jóhannes 12:24).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Lúkas 19:1–10

Drottinn dæmir ekki eftir ytra útliti, heldur eftir þrám hjartans.

Á tíma Jesú álitu margir að tollheimtumenn væru óheiðarlegir og stælu frá fólkinu. Þar sem Sakkeus var auðugur yfirtollheimtumaður, gæti hann hafa sætt meiri grunsemdum. Jesús leit þó á hjarta Sakkeusar. Hvað segir Lúkas 19:1–10 um hjarta Sakkeusar? Þið gætuð skráð hjá ykkur þau orð í þessum versum sem lýsa því hvað Sakkeus gerði til að sýna frelsaranum hollustu sína. Hverjar eru þrár hjarta ykkar? Hvað gerið þið til að leita frelsarans, eins og Sakkeus gerði?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 137:9.

Matteus 23; Lúkas 20:45–47

Jesús fordæmir hræsni.

Áhugavert er hve samskipti frelsarans við faríseana og fræðimennina voru öðruvísi en samskipti hans við Sakkeus. Dieter F. Uchtdorf forseti útskýrði: „[Jesús] reis upp í réttlátri reiði gegn hræsnurum eins og fræðimönnunum, faríseunum og saddúkeunum – þeim er reyndu að virðast réttlátir til að öðlast lof, áhrif og ríkidæmi í heiminum, en á meðan voru þeir að undiroka sjálft fólkið sem þeir áttu að vera að blessa“ („Um einlægleika,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Í Matteus 23 notaði frelsarinn nokkrar samlíkingar til að lýsa hræsni. Íhugið að merkja við eða skrá þessar samlíkingar og geta þess hvað þær kenna um hræsni. Hvernig er hræsni ólík þeim mannlega veikleika sem við öll tökumst á við er við reynum að lifa eftir fagnaðarerindinu? Hvað eruð þið hvött til að gera öðruvísi vegna kenninga frelsarans?

Sjá einnig Bible Dictionary, „Hypocrite [Hræsnari].“

Matteus 21:1–11; Markús 11:1–11; Lúkas 19:29–44; Jóhannes 12:1–8, 12–16

Jesús Kristur er konungur minn.

Þegar Jesús kom til Jerúsalem, aðeins nokkrum dögum áður en hann fullkomnaði friðþægingu sína, sýndu þeir sem viðurkenndu hann sem konung hollustu sína með því að smyrja hann, setja klæði sín og pálmagreinar á leið hans inn í Jerúsalem og hrópa lofgjörðarorð. Íhugið hvernig eftirfarandi efni getur aukið skilning ykkar á þessum atburðum, sem áttu sér stað í síðustu vikunni fyrir dauða frelsarans.

Hvernig getið þið heiðrað og tekið á móti frelsara ykkar sem Drottni og konungi?

Sjá einnig Gerrit W. Gong, „Hósanna og hallelúja – Hinn lifandi Jesús Kristur: Hjarta endurreisnar og páska,“ aðalráðstefna, apríl 2020; „The Lord’s Triumphal Entry into Jerusalem [Sigurinnreið Drottins í Jerúsalem]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.

Matteus 22:34–40

Tvö æðstu boðorðin eru að elska Guð og aðra eins og okkur sjálf.

Ef ykkur hefur einhvern tíma fundist yfirþyrmandi að fylgja Jesú Kristi, gætu orð frelsarans til lögvitringsins í Matteus 22 hjálpað ykkur að einfalda og skerpa lærisveinshlutverk ykkar. Hér er ein leið til að gera það: Skráið nokkur boðorða Drottins. Hvernig tengist hvert boðorð sem þið skráðuð æðstu boðorðunum tveimur? Hvernig hjálpar það ykkur að halda hin boðorðin, ef þið einblínið á tvö æðstu boðorðin?

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Matteus 21:12–14.Hvernig sýna orð og athafnir Jesú í Matteus 21:12–14 hvað honum fannst um musterið? Hvernig sýnum við hvað okkur finnst um musterið? Hvað getum við „[rekið út]“ (vers 12) úr lífi okkar, til að gera heimili okkar líkara musterinu? Íhugið að syngja söng um musterið, t.d. „Musterið“ (Barnasöngbókin, 99).

Matteus 21:28–32.Hvaða lexíur í dæmisögunni um manninn með tvo sonu gæti hjálpað fjölskyldu ykkar? Þið gætuð t.d. notað frásögnina til að ræða mikilvægi einlægrar hlýðni og iðrunar. Ef til vill gæti fjölskylda ykkar skrifað handrit til að færa dæmisöguna í leikrænan búning og skipst á við að leika hin ýmsu hlutverk.

Matteus 22:15–22; Lúkas 20:21–26.Börn gætu notið þess að búa til gervismápeninga með „mynd og yfirskrift“ af Jesú. Þau gætu skrifað aftan á smápeningana eitthvað sem „Guðs er“ (Matteus 22:21) sem við getum gefið honum. Þið gætuð líka rætt merkingu þess að hafa „mynd og yfirskrift“ frelsarans á okkur (Matteus 22:20; sjá einnig Mósía 5:8; Alma 5:14).

Jóhannes 12:1–8.Hvernig sýndi María elsku sína til frelsarans? Hvernig sýnum við elsku okkar til hans?

Ljósmynd
kona þurrkar fætur Jesú með hári sínu

Fætur Jesú þvegnir, eftir Brian Call

Jóhannes 12:42–43.Hvaða félagslegar aðstæður letja okkur stundum frá því að tjá eða verja trú okkar á Krist? Finna má dæmi um fólk sem vildi ekki láta undan félagslegum þrýstingi hér: Daníel 1:3–20; 3; 6; Jóhannes 7:45–53; 9:1–38; og Mósía 17:1–4. Hvernig getum við sýnt öðrum virðingu þegar þeir tjá eða verja trúarskoðanir sínar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Nú fagna vér skulum,“ Sálmar, nr. 3.

Bæta kennslu okkar

Notið myndir til að fá fjölskyldumeðlimi til þátttöku. Í Trúarmyndum og í Media Library á ChurchofJesusChrist.org eru margar myndir og mörg myndbönd sem geta hjálpað fjölskyldu ykkar að sjá fyrir sér trúarreglur eða atburði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]22).

Ljósmynd
sigurinnreið Krists

Sigurinnreiðin, eftir Walter Rane