Námshjálp
ÞJS, Markús 9


ÞJS, Markús 9:3. Samanber Markús 9:4

Jóhannes skírari er á fjalli ummyndunarinnar.

3 Og þeim birtist Elía ásamt Móse, eða með öðrum orðum, Jóhannes skírari og Móse, og voru þeir á tali við Jesú.

ÞJS, Markús 9:40–48. Samanber Markús 9:43–48

Jesús líkir því, að sníða af tælandi hönd eða fót, við að hætta samskiptum við félaga sem geta leitt afvega.

40 Ef hönd þín tælir þig því til falls, þá sníð hana af; eða ef bróðir þinn misbýður þér og játar ekki og lætur ekki af því, þá skal hann sniðinn af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til heljar.

41 Því að betra er þér inn að ganga til lífsins án bróður þíns en að þér og bróður þínum verði varpað til heljar, í hinn óslökkvandi eld, þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.

42 Og ennfremur, ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Því að hann er stoð þín, sem þú gengur með; ef hann gerist brotlegur skal hann sniðinn af.

43 Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins, en hafa báða fætur og verða varpað til heljar, í hinn óslökkvandi eld.

44 Lát því hvern mann standa eða falla með sjálfum sér en ekki fyrir aðra, eða ekki að treysta á aðra.

45 Leitið föður míns, og það mun gjört á hverri stundu sem þér biðjið, ef þér biðjið í trú og trausti þess að þér hljótið.

46 Og ef auga þitt, sem fyrir þig sér þann sem tilnefndur er til að vaka yfir þér og sýna þér ljósið, tælir þig til falls og misbýður þér, þá ríf hann úr.

47 Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða varpað í elda heljar.

48 Betra er þér að verða sjálfur hólpinn en að verða varpað til heljar með bróður þínum, þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.