Ritningar
Mormón 3


3. Kapítuli

Mormón kallar Nefíta til iðrunar — Þeir vinna mikinn sigur og miklast yfir eigin styrk — Mormón neitar að vera herforingi þeirra og bænir hans fyrir þeim eru án trúar — Mormónsbók býður hinum tólf ættkvíslum Ísraels að trúa fagnaðarerindinu. Um 360–362 e.Kr.

1 Og svo bar við, að Lamanítar lögðu ekki aftur til orrustu fyrr en að tíu árum liðnum. Og sjá, ég hafði látið þjóð mína, Nefíta, búa land sitt og vopn sín undir bardagann.

2 Og svo bar við, að Drottinn mælti til mín: Hrópa þú til þessarar þjóðar — Iðrist og komið til mín, látið skírast, reisið aftur upp kirkju mína og yður mun hlíft.

3 Og ég hrópaði til þjóðarinnar, en árangurslaust. Menn gjörðu sér ekki ljóst, að það var Drottinn, sem hafði hlíft þeim og veitt þeim tækifæri til iðrunar. Og sjá, þeir hertu hjörtu sín gegn Drottni Guði sínum.

4 Og svo bar við, að að þessum tíu árum liðnum, en þá voru alls þrjú hundruð og sextíu ár frá komu Krists, sendi konungur Lamaníta mér bréf, sem gaf mér til kynna, að þeir væru að búa sig undir bardaga gegn okkur.

5 Og svo bar við, að ég lét allt fólk mitt safnast saman í landinu Auðninni við borg, sem var á landamærunum við mjóa eiðið, sem lá til landsins í suðri.

6 Og þar staðsettum við heri okkar til að stöðva heri Lamaníta og varna þeim að ná undir sig nokkru landa okkar. Þess vegna vígbjuggumst við gegn þeim af öllum okkar mætti.

7 Og svo bar við, að á þrjú hundruð sextugasta og fyrsta ári komu Lamanítar til borgar Auðnarinnar til að berjast gegn okkur. Og svo bar við, að þetta ár sigruðum við þá, svo að þeir sneru aftur til sinna eigin landa.

8 Og á þrjú hundruð sextugasta og öðru ári komu þeir enn til orrustu. Og við sigruðum þá aftur og drápum mikinn fjölda þeirra, en hinum dauðu var varpað á haf út.

9 Og vegna afreka sinna tók þjóð mín, Nefítar, að aguma af eigin styrk, og þeir sóru við himnana, að þeir skyldu sjálfir hefna bræðra sinna, sem óvinir þeirra höfðu drepið.

10 Og þeir sóru við himnana og einnig við hásæti Guðs, að þeir amundu ganga til orrustu gegn óvinum sínum og útrýma þeim í landinu.

11 Og svo bar við, að ég, Mormón, neitaði algjörlega þaðan í frá að vera herforingi og leiðtogi þeirra vegna ranglætis þeirra og viðurstyggðar.

12 Sjá, ég hafði leitt þá, þrátt fyrir ranglæti þeirra. Ég hafði leitt þá mörgum sinnum í orrustum, og ég hafði unnað þeim af öllu mínu hjarta, í samræmi við þá aelsku Guðs, sem í mér bjó. Og sál mína hafði ég opnað alla daga í bæn til Guðs míns fyrir þeim, en þó bán trúar vegna forherðingar þeirra.

13 Og þrisvar sinnum hef ég bjargað þeim frá óvinum sínum, en þeir hafa ekki iðrast synda sinna.

14 Og þegar þeir höfðu svarið við allt það, sem Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur hafði abannað þeim, að ganga til orrustu gegn óvinum sínum og hefna sjálfir bræðra sinna, sjá, þá barst mér rödd Drottins er sagði:

15 Mitt er að ahefna, og ég mun bendurgjalda. Og þar eð þetta fólk iðrast ekki, eftir að ég hef bjargað því, sjá, þá mun því útrýmt af yfirborði jarðar.

16 Og svo bar við, að ég neitaði algjörlega að ganga til orrustu gegn óvinum mínum, heldur gjörði ég það, sem Drottinn hafði boðið mér. Og ég stóð hjá sem vitni til að opinbera heiminum það, sem ég sá og heyrði samkvæmt opinberun andans, sem vitnað hafði um það, sem koma skyldi.

17 Þess vegna skrifa ég atil yðar, Þjóðanna, og einnig til yðar, Ísraelsætt, svo að þér búið yður undir að snúa aftur til erfðalands yðar, þegar verkið skal hefjast —

18 Já, sjá. Ég skrifa til allra heimshluta. Já, til yðar, þér tólf ættkvíslir Ísraels, en hinir tólf, er Jesús útvaldi sem lærisveina sína í landi Jerúsalem, munu adæma yður af verkum yðar.

19 Og ég rita einnig til leifa þessarar þjóðar, sem hinir atólf, er Jesús útvaldi í þessu landi, munu einnig dæma. Og þeir skulu dæmdir af hinum tólf, sem Jesús útvaldi í landi Jerúsalem.

20 Og þetta opinberar andinn mér. Þess vegna skrifa ég til yðar allra. Og í þeim tilgangi skrifa ég til yðar, að þér megið vita, að þér verðið öll að standa frammi fyrir adómstóli Krists, já, hver sála, sem tilheyrir gjörvallri bmannkynsfjölskyldu Adams. Og þér verðið dæmdir af verkum yðar, hvort sem þau eru góð eða ill —

21 Og einnig, til að þér megið atrúa fagnaðarerindi Jesú Krists, sem þér munuð hafa meðal yðar. Einnig til að bGyðingar, sáttmálslýður Drottins, hafi annað cvitni, auk hans, sem þeir sáu og heyrðu, um að Jesús, sem þeir deyddu, var dsjálfur Kristur og sjálfur Guð.

22 Og ég vildi, að ég gæti fengið yður um agjörvalla jörðina til að iðrast og búa yður undir að standa frammi fyrir dómstóli Krists.