Ritningar
Mormón 1


Bók Mormóns

1. Kapítuli

Ammaron gefur Mormón leiðbeiningar varðandi hinar helgu heimildir — Stríð hefst milli Nefíta og Lamaníta — Nefítarnir þrír eru teknir burtu — Ranglæti, vantrú, seiðir og galdrar eru allsráðandi. Um 321–326 e.Kr.

1 Og nú færi ég, aMormón, í bletur það, sem ég hef séð og heyrt og nefni það Bók Mormóns.

2 Og um sama leyti og aAmmaron fól heimildirnar Drottni, kom hann til mín, (ég var þá um 10 ára að aldri og var farinn að fá nokkra btilsögn í fræðum þjóðar minnar) og Ammaron sagði við mig: Ég sé, að þú ert skýr og árvakur drengur —

3 Þegar þú því verður um það bil tuttugu og fjögurra ára, vil ég, að þú hafir það hugfast, sem þú hefur séð og þessa þjóð varðar. Og þegar þú hefur náð þessum aldri, skalt þú fara til Antumlands, að hæð, sem nefnd verður aSím. En þar hef ég geymt fyrir Drottin allar heilagar áletranir, er þessa þjóð varða.

4 Og sjá. Þú skalt taka atöflur Nefís, en hinar skalt þú skilja eftir, þar sem þær eru. Og þú skalt letra á töflur Nefís allt, sem þú hefur séð og varðar þessa þjóð.

5 Og ég, Mormón, sem var afkomandi aNefís, (en nafn föður míns var Mormón), hafði það hugfast, sem Ammaron bauð mér.

6 Og svo bar við, að þegar ég var ellefu ára, fór faðir minn með mig til landsins í suðri, allt til Sarahemlalands.

7 Allt landið var orðið þakið byggingum, og fólksfjöldinn var næstum jafn mikill og sandkorn á sjávarströnd.

8 Og svo bar við, að á því ári hófst styrjöld meðal Nefíta, en þeir voru Nefítar, Jakobítar, Jósefítar og Sóramítar. Og þessi styrjöld var milli Nefíta annars vegar og Lamaníta, Lemúelíta og Ísmaelíta hins vegar.

9 En Lamanítar, Lemúelítar og Ísmaelítar nefndust Lamanítar og liðin tvö voru því Nefítar og Lamanítar.

10 Og svo bar við, að styrjöld hófst á milli þeirra við landamæri Sarahemla, hjá Sídonsvötnum.

11 Og svo bar við, að Nefítar höfðu safnað saman miklum fjölda manna, eða rúmlega þrjátíu þúsundum. Og svo bar við, að á þessu sama ári háðu þeir fjölda orrusta, þar sem Nefítar sigruðu Lamaníta og urðu mörgum þeirra að bana.

12 Og svo bar við, að Lamanítar létu af áformum sínum, og friður komst á í landinu. Og friður hélst í um það bil fjögur ár, og engar blóðsúthellingar urðu.

13 En svo mikið ranglæti ríkti í öllu landinu, að Drottinn tók burtu sína aelskuðu lærisveina, og fyrir kraftaverk og lækningar tók, vegna misgjörða þjóðarinnar.

14 Og agjafir Drottins þekktust ekki, og bheilagur andi kom ekki yfir neinn sakir ranglætis þeirra og cvantrúar.

15 Og ég var fimmtán ára að aldri og nokkuð alvörugefinn. Þess vegna vitjaði Drottinn mín, og ég fann og kynntist gæsku Jesú.

16 Og ég gjörði tilraun til að prédika fyrir þessari þjóð, en munni mínum var lokað, og mér var bannað að prédika fyrir þeim. Því að sjá. Þeir höfðu af ráðnum huga arisið gegn Guði sínum. Og hinir elskuðu lærisveinar voru bteknir úr landinu vegna misgjörða þeirra.

17 En ég hélt kyrru fyrir hjá þeim, en vegna harðúðar þeirra var mér bannað að prédika fyrir þeim. Og vegna forherðingarinnar í hjörtum þeirra var landið abölvað fyrir þeirra sakir.

18 Og Gadíantonræningjarnir, sem á meðal Lamaníta voru, herjuðu svo á landið, að íbúar þess tóku að fela afjársjóði sína í jörðu, en þeir reyndust hverfulir, vegna þess að Drottinn hafði lagt bölvun á landið, svo að fólkið fékk hvorki haldið þeim né fundið þá aftur.

19 Og svo bar við, að seiðar, galdrar og töfrar voru upp teknir og kraftur hins illa var að verki í gjörvöllu landinu, svo að jafnvel öll orð Abinadís og Lamanítans Samúels rættust.