1. KapítuliPahóran annar verður yfirdómari en er myrtur af Kiskúmen — Pakúmení sest í dómarasætið — Kóríantumr stjórnar herjum Lamaníta, hertekur Sarahemla og drepur Pakúmení — Morónía sigrar Lamaníta og nær aftur Sarahemla, og Kóríantumr er veginn. Um 52–50 f.Kr. 2. KapítuliHelaman, sonur Helamans, verður yfirdómari — Gadíanton verður leiðtogi flokks Kiskúmens — Þjónn Helamans drepur Kiskúmen og flokkur Gadíantons flýr út í óbyggðirnar. Um 50–49 f.Kr. 3. KapítuliMargir Nefítar flytja til landsins í norðri — Þeir byggja hús úr steinsteypu og skrá margar heimildir — Tugir þúsunda snúast til trúar og láta skírast — Orð Guðs leiðir menn til sáluhjálpar — Nefí, sonur Helamans, sest í dómarasætið. Um 49–39 f.Kr. 4. KapítuliFráhverfingar meðal Nefíta sameinast Lamanítum og ná Sarahemla á sitt vald — Ósigur Nefíta er afleiðing ranglætis þeirra — Kirkjan lamast, og fólkið verður máttvana líkt og Lamanítar. Um 38–30 f.Kr. 5. KapítuliNefí og Lehí helga sig prédikun — Nöfn þeirra verða þeim hvatning til að sníða líf sitt eftir forfeðrum sínum — Kristur frelsar þá sem iðrast — Nefí og Lehí snúa mörgum til trúar en þeim er varpað í fangelsi og eldslogar umlykja þá — Skýsorti yfirskyggir þrjú hundruð manns — Jörðin skelfur, og rödd býður mönnum að iðrast — Nefí og Lehí tala við engla og mannfjöldinn er umluktur eldi. Um 30 f.Kr. 6. KapítuliRéttlátir Lamanítar prédika fyrir ranglátum Nefítum — Báðar þjóðir eru farsælar á tímum friðar og nægta — Lúsífer, höfundur syndarinnar, vekur hjörtu hinna ranglátu og Gadíantonræningjanna til morða og ranglætis — Ræningjarnir hrifsa til sín öll völd meðal Nefíta. Um 29–23 f.Kr. 7. KapítuliÍ norðri er Nefí hafnað og hann snýr aftur til Sarahemla — Hann biðst fyrir úr garðturni sínum og kallar síðan fólkið til iðrunar, ella muni það farast. Um 23–21 f.Kr. 8. KapítuliSpilltir dómarar reyna að egna fólkið gegn Nefí — Abraham, Móse, Senos, Senokk, Esías, Jesaja, Jeremía, Lehí og Nefí, allir vitnuðu þeir um Krist — Með innblæstri kunngjörir Nefí morð yfirdómarans. Um 23–21 f.Kr. 9. KapítuliSendimenn finna yfirdómarann látinn við dómarasætið — Þeim er varpað í fangelsi en þeir síðar látnir lausir — Með innblæstri nefnir Nefí Seantum sem morðingjann — Sumir viðurkenna að Nefí sé spámaður. Um 23–21 f.Kr. 10. KapítuliDrottinn veitir Nefí innsiglunarvaldið — Hann fær vald til að binda og leysa á jörðu og himni — Hann býður fólkinu að iðrast eða farast — Andinn hrífur hann frá einum mannfjölda til annars. Um 21–20 f.Kr. 11. KapítuliNefí fær Drottin til að láta þá heldur líða hungursneyð en styrjaldir — Margir farast — Þeir iðrast og Nefí biður Drottin um regn — Nefí og Lehí fá margar opinberanir — Gadíantonræningjarnir styrkja stöðu sína í landinu. Um 20–6 f.Kr. 12. KapítuliMenn eru ótraustir, hégómlegir og skjótir til illverka — Drottinn agar fólk sitt — Menn eru ekkert í samanburði við kraft og vald Guðs — Á degi dómsins munu menn öðlast ævarandi líf eða ævarandi fordæmingu. Um 6 f.Kr. 13. KapítuliLamanítinn Samúel segir fyrir um tortímingu Nefíta, ef þeir iðrist ekki — Bölvun mun hvíla á þeim og auðæfum þeirra — Þeir hafna spámönnunum og grýta þá, þeir eru umkringdir illum öndum og hamingjunnar leita þeir í misgjörðum. Um 6 f.Kr. 14. KapítuliSamúel spáir birtu að nóttu til og nýrri stjörnu við fæðingu Krists — Kristur endurleysir menn frá stundlegum og andlegum dauða — Táknin um dauða hans verða m.a. þriggja daga myrkur, björg klofna og mikið umrót verður í náttúrunni. Um 6 f.Kr. 15. KapítuliDrottinn agar Nefíta vegna þess að hann elskar þá — Lamanítar sem snúast til trúar eru ákveðnir og staðfastir í trú sinni — Drottinn verður Lamanítum miskunnsamur á síðari dögum. Um 6 f.Kr. 16. KapítuliNefítar sem trúa Samúel láta skírast — Ekki hægt að drepa Samúel með örvum og steinum þeirra Nefíta sem ekki iðruðust — Sumir herða hjörtu sín en aðrir sjá engla — Hinir vantrúuðu segja að ekki sé rökrétt að trúa á Krist og komu hans til Jerúsalem. Um 6–1 f.Kr.