2021
Trú til að spyrja og síðan framkvæma
Nóvember 2021


„Trú til að spyrja og síðan framkvæma,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Kvöldhluti laugardags

Trú til að spyrja og síðan framkvæma

Útdráttur

Ljósmynd
maður biðst fyrir

Sá háttur sem hafður er á við að hljóta opinberun frá Guði hefur ekki breyst frá tíma Adams og Evu. Hann hefur verið sá sami fyrir alla kallaða þjóna Drottins, allt frá upphafi til þessa dags. Það sama gildir um þig og mig. Það er alltaf gert með því að iðka trú. …

Þið hafið spurningar sem þið leitið svara við. Þið hafið hið minnsta næga trú til að vonast eftir svörum frá Drottni fyrir milligöngu þjóna hans. Ykkur gefst ekki kostur á að spyrja ræðumenn upphátt um svör, en þið getið spurt kærleiksríkan föður ykkar í bæn.

Af eigin reynslu veit ég að svör munu berast sem falla að eigin þörfum og andlegu þroskastigi. …

Ef trú ykkar á Jesú Krist hefur leitt til hjartans auðmýktar, fyrir tilverknað friðþægingar hans, munið þið eiga betur með að skynja hina lágværu rödd andans svara bænum ykkar. …

Þar sem trú okkar á Jesú Krist hefur leitt okkur til að biðja föðurinn um svör, mun sú trú líka hafa fært okkur hina mýkjandi snertingu frelsarans, sem nægir okkur til að heyra leiðsögn hans og af eftirvæntingu einsetja okkur að hlýða. …

Ég ber vitni um að bjargið sem við stöndum á er vitnisburður okkar um að Jesús er Kristur, að þetta er kirkjan hans, sem hann leiðir persónulega, og að Russell M. Nelson forseti er lifandi spámaður hans á okkar tíma. …

Ég bið þess að þið hljótið þetta sama vitni.