2021
Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar
Nóvember 2021


„Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagsmorgunn

Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar

Útdráttur

Ljósmynd
róðrarlið

Jesús Kristur útskýrði að kenning hans væri ekki til að „egna menn til reiði hver við annan, heldur er það kenning [hans], að slíkt skuli afnumið“ [3. Nefí 11:28–30]. …

Eftir að frelsarinn heimsótti Ameríku var fólkið sameinað. … Mismunur þeirra fölnaði í samanburði við sameiginlega elsku þeirra á frelsaranum og þau voru sameinuð sem „erfingjar að Guðsríki“ [4. Nefí 1:17]. Niðurstaðan varð sú að „vissulega gat ekki hamingjusamara fólk, … sem Guð hafði skapað“ [4. Nefí 1:16].

Eining krefst vinnu. Hún þróast þegar við ræktum kærleika Guðs í hjörtum okkar og einblínum á eilíf örlög okkar. Við erum sameinuð af okkar sameiginlega auðkenni sem börn Guðs og skuldbindingu okkar gagnvart sannleika hins endurreista fagnaðarerindis. Kærleikur okkar til Guðs og hlutverk okkar sem lærisveinar Jesú Krists [leiða] af sér einlæga umhyggju til annarra. …

Þegar kærleikur gagnvart Kristi umvefur líf okkar, tökumst við á við ósætti með auðmýkt, þolinmæði og góðsemi. Við höfum minni áhyggjur af okkar eigin viðkvæmni og meiri af náungans. Við leitumst við að semja og sameina. Við tökum ekki þátt í að „dæma skoðanir“ annarra, dæma þá sem við erum ósammála eða reyna að fella þá. Í stað þess göngum við út frá því að þeir sem við erum ósammála séu að gera sitt besta með þá lífsreynslu sem þeir hafa. …

Boð mitt er að við séum vaskleg í að setja elsku okkar til Guðs og hlutverks okkar sem lærisveina framar öllu öðru. Höldum sáttmála þá sem tengjast því hlutverki – sáttmálanum um að vera eitt.