2021
Dýrmætasta eignin
Nóvember 2021


„Dýrmætasta eignin,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagsmorgunn

Dýrmætasta eignin

Útdráttur

Ljósmynd
útsýni yfir borg

Þegar elska Guðs er ríkjandi í eigin lífi, í samskiptum við hvert annað og loks hvað tilfinningar okkar varðar til alls mannkyns, þá mun fara að draga úr gömlum aðgreiningum, takmarkandi auðkenningum og tilbúnum flokkaskiptingum og friður mun aukast. …

Auðvitað erum við hér að tala um æðsta boðorð gefið mannkyni – að elska Guð algjörlega, án undanbragða eða málamiðlunar, sem er af öllu okkar hjarta, mætti, huga og styrk. Þessi elska Guðs er fyrsta og æðsta boðorð alheims. Fyrsti og æðsti sannleikur alheims, er þó sá að Guð elskar okkur einmitt þannig – algjörlega, án undanbragða og málamiðunar, af öllu sínu hjarta, mætti, huga og styrk. Og þegar þessi hjartastyrkur hans og okkar mætist óheftur, þá verður sannkölluð sprenging andlegs, siðferðilegs kraftar. …

Það er þá, og eingöngu þá, sem við getum í raun haldið annað boðorðið á þann hátt að það sé hvorki yfirborðskennt né léttvægt. Ef við elskum Guð nógu mikið til að reyna að vera honum fullkomlega trú, mun hann veita okkur hæfileika, getu, vilja og leið til að elska náunga okkar og okkur sjálf. Ef til vill getum við þá sagt enn á ný: „Vissulega gat ekki hamingjusamara fólk á meðal allra þeirra, sem Guð hafði skapað“ [4. Nefí 1:16].