2021
Musterið og ykkar andlega undirstaða
Nóvember 2021


„Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagsmorgunn

Musterið og ykkar andlega undirstaða

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur

Mig mun ekkert bresta, eftir Yongsung Kim

Ljósmynd
Endurbætur Salt Lake-musterisins

Byggingasvæði Salt Lake-musterisins

Eins og þið vitið, þá standa yfir miklar endurbætur á hinu sögufræga Salt Lake-musteri. …

Það verður ekkert til sparað til að þetta virðulega musteri, sem var orðið stöðugt veikara, fái þá undirstöðu sem fær staðist náttúruöflin fram að þúsund ára ríkinu. Á sama hátt er kominn tími á að hvert okkar grípi til óvenjulegra aðgerða – kannski aðgerða sem við höfum aldrei áður gripið til – að styrkja okkar persónulegu andlegu undirstöðu. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir.

Kæru bræður og systur, þetta eru síðari dagar. Ef ég og þið eigum að fá staðist komandi ógnir og áþján, er nauðsynlegt að hvert okkar hafi örugga andlega undirstöðu, byggða á bjargi frelsara okkar, Jesú Krists.

Ég spyr því hvert ykkar: „Hversu örugg er undirstaða ykkar? Hvað þarf nauðsynlega að styrkja í vitnisburði ykkar og skilningi á fagnaðarerindinu?

Musterið er þungamiðja þess að styrkja trú okkar og andlegar varnir, því frelsarinn og kenning hans eru hjarta musterisins. …

Ef þið hafið enn ekki unun af því að fara í musterið, farið þá oftar – ekki sjaldnar. Leyfið Drottni að kenna og hvetja ykkur þar með anda sínum. …

Trúið mér þegar ég segi, að þegar andleg undirstaða ykkar er örugglega byggð á Jesú Kristi, þá þurfið þið ekki að óttast. Þegar þið eruð trú þeim sáttmálum sem þið gerðuð í musterinu, munið þið styrkt með krafti hans. Þegar síðan andlegar jarðhræringar verða, munið þið geta staðið sterk, vegna þess að andleg undirstaða ykkar er óhagganleg.