2021
Persónulegur friður á krefjandi tímum
Nóvember 2021


„Persónulegur friður á krefjandi tímum,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagsmorgunn

Persónulegur friður á krefjandi tímum

Útdráttur

Ljósmynd
sólsetur við flóa með bryggju

Okkur er ekki lofaður eða tryggður friður hér í heimi fyrr en við síðari komu Jesú Krists. …

Þó er mögulegt að hljóta persónulegan frið, þrátt fyrir reiði, átök og sundurlyndi, sem eyða og spilla heiminum á okkar tíma. Aldrei hefur verið mikilvægara að leita persónulegs friðar. …

Þótt við munum aldrei láta af tilraunum okkar til að ná fram heimsfriði, þá höfum við verið fullvissuð um að við getum notið persónulegs friðar, eins og Kristur kennir. Þessi regla er sett fram í Kenningu og sáttmálum: „En lærið að sá, sem vinnur réttlætisverk, hlýtur sín laun, já, frið í þessum heimi og eilíft líf í komanda heimi“ [Kenning og sáttmálar 59:23].

Hver eru sum „réttlætisverk“ sem munu hjálpa okkur að kljást við ágreining og draga úr deilum og finna frið í þessum heimi? Allar kenningar Krists vísa í átt að þessu. Ég ætla að benda á nokkrar sem ég tel sérlega mikilvægar.

Fyrsta: Elskið Guð, lifið eftir boðorðum hans og fyrirgefið öllum …

Annað: Leitið ávaxta andans …

Þriðja: Notið sjálfræðið til að velja réttlætið …

Fjórða: Byggið Síon í hjarta ykkar og á heimili ykkar …

Fimmta: Farið eftir áminningum spámanns okkar …

Ég vitna og gef mína persónulegu, postullegu staðfestingu um að Jesús Kristur, frelsari og lausnari heimsins, leiðir sína endurreistu kirkju. Líf hans og friðþæging er sönn uppspretta friðar. Hann er Friðarhöfðinginn.