2021
Treystið á ný
Nóvember 2021


„Treystið á ný,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagssíðdegi

Treystið á ný

Útdráttur

Ljósmynd
glataði sonurinn

Tveir glataðir synir, eftir Jorge Cocco

Hefur ykkur einhvern tíma fundist þið vera að strjúka að heiman? Að strjúka að heiman, þýðir oft að traustið hafi brostið eða verið brotið – traustið á okkur sjálfum, hvert öðru, á Guði. Þegar reynt er á traustið, hugleiðum við hvernig á að treysta á ný.

Boðskapur minn í dag er að Guð sé að koma til móts við okkur, hvort sem við séum að koma heim eða fara heim. Í honum getum við fundið trú og hugrekki, visku og dómgreind fyrir því að treysta á ný. Að sama skapi biður hann okkur að hafa kveikt á ljósinu fyrir hvert og eitt okkar, til að fyrirgefa meira og vera minna dómhörð við okkur sjálf og hvert annað, svo að kirkja hans geti verið staður sem við skynjum sem heimili, hvort sem við séum að koma í fyrsta skiptið eða snúa aftur.

Traust er trú í verki. …

Við vitum að gleði á sáttmálsvegi Drottins og kallanir til að þjóna í kirkju hans, eru boð um að finna traust Guðs og elsku gagnvart okkur og hvert öðru. …

Traust verður raunverulegt þegar við gerum erfiða hluti með trú. Þjónusta og fórn eykur getuna og fágar hjörtu. …

Þó að einstaklingsaðstæður séu persónulegar, þá geta reglur fagnaðarerindisins og heilagur andi hjálpað okkur að vita hvort, hvernig og hvenær við getum treyst öðrum aftur. …

Treystið Guði og kraftaverkum hans. Við og sambönd okkar geta breyst. …

Vegferð okkar er einstaklingsbundin, en við getum komið aftur til Guðs föður okkar og ástkærs sonar hans með því að treysta Guði, hvert öðru og okkur sjálfum.